19. júní - 19.06.1987, Page 97
GREIN: LÁRA V. JÚLÍUSDÓniR
STARFSEMI
KRFÍ
Það sem einkum einkenndi starf
KRFÍ sl. ár er þrennt: í fyrsta lagi
urðu formannsskipti á aðalfundi
félagsins 1986. Hefur nýr formaður,
Lára V. Júlíusdóttir, þurft að setja sig inn
í öll mál, enda hefur hún ekki átt sæti í
stjórn félagsins áður. í öðru lagi hefur
áhersla verið lögð á stjórnmálaþátttöku
kvenna í tengslum við prófkjör og lista-
uppstillingar vegna komandi Alþingis-
kosninga. 1 þriðja lagi átti félagið áttatíu
ára afmæli 27. janúar sl. og var haldið upp
á afmælið með veglegum hætti.
STJÓRN FÉLAGSINS
/
stjórn félagsins áttu sæti auk for-
manns þetta ár, Arndís Steinþórs-
dóttir, varaformaður, Jónína
Margrét Guðnadóttir, ritari, Erna
Bryndís Halldórsdóttir, gjaldkeri,
meðstjórnendur voru Ásthildur Ketils-
dóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Áslaug
Brynjólfsdóttir, Valgerður Sigurðar-
dóttir, Ragnheiður Björk Guðmunds-
dóttir, Kristín Jónsdóttir og Dóra
Guðmundsdóttir. í varastjórn voru
Edda Hermannsdóttir, Dóra Eyvindar-
dóttir og Sólveig Ólafsdóttir. Vara-
menn kjörnir á landsfundi voru Val-
borg Bentsdóttir, Gerður Steinþórs-
dóttir, Sigurveig Guðmundsdóttir,
Guðrún Sæmundsdóttir, Sigurlaug
Gunnlaugsdóttir, Guðrún Gísladóttir,
Sjöfn Halldórsdóttir, Eygló Pétursdótt-
ir, María Ásgcirsdóttir, Ásthildur
Ólafsdóttir, Ásdís J. Rafnar og Björg
Einarsdóttir. Á aðalfundi 16. mars sl.
létu Erna Bryndís Halldórsdóttir og
Edda Hermannsdóttir af stjórnarstörf-
um. Erna Bryndís tók sæti Eddu í vara-
stjórn, en gjaldkeri var kosin Ragn-
heiður Harðardóttir.
Stjórn og varastjórn KRFÍ kom saman
til funda að jafnaði einu sinni í mánuði sl.
starfsár og hélt samtals 11 stjórnarfundi,
en auk þess hittist framkvæmdastjórn,
sem í eiga sæti formaður, varaformaður,
ritari og gjaldkeri. reglulega einu sinni í
viku nema yfir hásumarið. Þegar mikið
hefur verið að gera, t.d. vcgna afmælisins
voru fundir framkvæmdahóps tíðari, allt
upp í daglega.
Skrifstofa félagsins hefur verið opin
daglega mánudaga til fimmtudaga frá kl.
13.00-16.00, ncma yfir hásumarið. Val-
gerður Sigurðardóttir, sem verið hefur
framkvæmdastjóri félagsins í tæp tvö ár,
lét af störfum um áramót, og tók þá Björg
Jakobsdóttir við því starfi.
Félagsmönnum hefur fjölgað á árinu og
eru nú rúmlega 500. Aðildarfélög eru 41.
Enn ber nokkuð á því að félagsgjöld inn-
heimtast illa, og háir það starfsemi félags-
ins þar sent fjárhagur þess byggist nær ein-
vörðungu á félagsgjöldum, en það er nú
kr. 800,00 fyrir einstaklinga og 1200,00
fyrir aðildarfélögin.
FÉLAGSFUNDIR
Alntennir félagsfundir voru haldnir
mánaðarlega, oftast hádegisfund-
ir, um þau mál sem efst voru á
baugi hverju sinni. Hinn 17. apríl
var haldinn fundur í Gauk á Stöng og var
umræðuefnið getnaðarvarnir og þings-
ályktunartillaga Kvennalistans um þátt-
töku sjúkrasamlaga í kostnaði við getnað-
arvarnir. Á fundinn komu Kristín Hall-
dórsdóttir, fyrsti flutningsmaður til-
lögunnar og Ingimar Sigurðsson, deildar-
stjóri úr Heilbrigðis- og tryggingarráðu-
neytinu. Það var almenn skoðun fundar-
manna að auðvelda þyrfti aðgengi allra að
getnaðarvörnum, t.d. var lögð áhersla á
að selja verjur í verslunum og bensín-
stöðvum. í kjölfar fundarins ritaði stjórn
félagsins hcilbrigðisráðherra bréf og fór á
hans fund til að ræða vandamálið.
Laugardaginn 10. maí var haldinn fund-
ur á Hótel Borg með konum í framboði til
sveitarstjórna. Þar skýrðu frambjóðendur
mál sín á fjörugum fundi fegursta dag
vorsins. Sólveig Ólafsdóttir var fundar-
stjóri, en Ásthildur Ketilsdóttir og Val-
gerður Sigurðardóttir önnuðust undirbún-
ing fundarins auk Sólveigar.
Þann 2. október sl. var haldinn hádegis-
fundur að Litlu Brekku undir slagorðinu
Konur í kosnmgaham. Var Guðríði Öddu
Ragnarsdóttur sálfræðingi boðið að koma
og ræða um það hvaða leiðir konum séu
færar til að láta að sér kveða í stjórnmál-
um og þá út frá sjónarhóli sálfræðinnar.
Hvort einhverjir sálrænir þættir kæmu í
veg fyrir þátttöku kvenna og hvernig
mætti sporna við ef svo væri.
15. nóvember var haldinn hádegisfund-
ur - eða sambland hádegis og morgun-
fundar - í kjallaranum að Hallveigarstöð-
um, enn undir slagorðinu Konur í kosn-
ingaham. Nú var tekið til umræðu efnið
Eru prófkjör leið kvennanna á þing?
Frummælendur voru Sólveig Pétursdóttir,
Áflheiður Ingadóttir og Unnur Stefáns-
dóttir. Var fundurinn vel sóttur,
Iramsöguerindi hin áhugaverðustu og um-
ræður fjörlegar. f nóvember fóru fram
prófkjör flokkanna í Reykjavík, svo þcssi
mál voru í brennidcpli. Niðurstaða fund-
arins var sú að konur ættu enn erfiðara
uppdráttar í prófkjörum en fyrir tíma
prófkjöranna.
Jólafundur félagsins var haldinn 15. des-
cmber. Var vandað til dagskrár og boðið
upp á jólaglögg. Sigrún Hjálmtýsdóttir
söng við undirleik Önnu Guönýjar Guð-
mundsdóttur. Jónína Mikaelsdóttir las úr
bók sinni um Þuríði Pálsdóttur, Líf mitt og
gleði, og Jónína Margrét Guðnadóttir
sagði okkur frá för sinni til Dublin á
friðarráðstefnu kvenna.
AFMÆLI FÉLAGSINS
/
janúar voru félagskonur önnum
kafnar við afmælishald. Efnt var til
málverkasýningar í kjallara Hallveig-
arstaða og sá Hrafnhildur Schram
um val verka og uppsetningu. Á sjálfu af-
mælinu, 27. janúar, var haldin veisla, þar
sem mættu á annað hundrað manns. í
veislunni voru 4 félagar tilnefndir heiðurs-
félagar, þær Sigurveig Guðmundsdóttir,
Valborg Bentsdóttir, Guðrún Gísladóttir
og Lóa Kristjánsdóttir. Auk þess var fjöl-
breytt dagskrá í sal Hallveigarstaða þann
hálfa mánuð sem sýningin stóð. Þar var
meðal annars efnt til fundar um viðhorf
fólks til þátttöku kvenna í stjórnmálum,
undir yfirskriftinni Af hverju spurði
Karitas? og var þar vísað til sjónvarpsþátt-
ar sem sýndur var í upphafi janúar þar
sem konur í framboði voru meðal annars
spurðar að því hvernig þær ætluðu sér að
leysa þann vanda að vera virkar í stjórn-
málum og halda heimili. Afmælinu lauk
með hófi fyrir þá sem unnið höfðu að af-
mælishaldinu, listamenn, sem lánuðu verk
á sýningu og aðra sem lögðu hönd á
plóginn. Félaginu bárust fjölmargar
kveðjur og gjafir á afmælinu. 172 gestir
komu á sjálfan afmælisdaginn og 560 gest-
ir komu á myndlistarsýninguna. Afmælis-
nefnd félagsins skipuðu þær Esther
Guðmundsdóttir, Björg Einarsdóttir,
Jónína Margrét Guðnadóttir, auk
formanns, einnig tók framkvæmdahópur
þátt í undirbúningi.
Það sem einkum var ánægjulegt við af-
mæli félagsins var hin mikla umfjöllun sem
það fékk í fjölmiðlum. Sigríður Erlends-
dóttir flutti sérstakt erindi um starfsemi
félagsins í ríkisútvarpið á sjálfu afmælinu.
Þann dag var einnig umræðuþáttur í
beinni útsendingu í sjónvarpi, svo og um-
ræða um jafnréttismál í tvo klukkutíma á
Bylgjunni. Dagana kringum afmælið var
stöðugt fjallað um félagið, viðtöl höfð við
stjórnarkonur f blöðum og útvarpi. Er
Ijóst að tekist hefur að nýta tilefnið til að
vekja upp jafnréttisumræðu og er það vel.
Rcykjavíkurborg veitti okkur 100.000,-
styrk til afmælishalds svo og fjármálaráð-
hcrra f.h. ríkisins. Jafnframt fékk félagið
styrk til afmælishaldsins frá hússtjórn
Hallveigarstaða.
ÖNNUR STARFSEMI FÉLAGSINS
/
tilefni 19. júní var útvarpsþáttur
helgaður félaginu og var hann unninn
af konum í stjórn í samvinnu við
Ragnheiði Davíðsdóttur dagskrár-
gerðarmann. Var þátturinn samsettur af
tónlist og viðtalsþáttum.
Félagið gaf út síðastl. haust í tengslum
við annað aðalverkefni ársins veggspjald
með yfirskriftinni Býrð þú í karlaríki?, þar
sent dregin er upp mynd af þátttöku
kvenna á Alþingi og úr hvaða kjördæmum
konur koma. Veggspjaldinu var dreift
víða og hefur vakið töluverðar umræður
og verið tilefni umfjöllunar.
97