19. júní - 19.06.1987, Page 98
Hluti stjórnarkvenna í KRFÍ á sl. vetri. Aftari röð frá vinstri: Edda.Hermannsdóttir, Helga Sigur-
jónsdóttir, Valborg Bentsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Kristín Jónsdóttir, Áslaug Brynjólfsdóttir og
Dóra Guðmundsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Erna Bryndís Halldórsdóttir, Arndís Steinþórsdóttir,
Lára v. Júlíusdóttir, Jónína M. Guðnadóttir og Ásthildur Ketilsdóttir.
Jafnframt voru uppstillingarnefndum
stjórnmálaflokkanna svo og formönnum
flokka sendar áskoranir um að gera hlut
kvenna sem mestan á framboðslistum
flokka. Félagskonur buðust til að mæta á
fundi til að taka þátt í umræðum um þátt-
töku kvenna í stjórnmálum. Mætti for-
maðurinn á slíkan fund sl. haust að Hótel
Örk hjá félagi Framsóknarkvenna í
Árnessýslu, og hélt erindi um konur og
kosningar. Fulltrúar félagsins kynntu
veggspjaldið og komu frani í nokkrum út-
varpsþáttum sl. haust, en nú er áberandi
hvaða áhrif aukin samkeppni hefur á fjöl-
miðlana.
Einn þáttur verkefnisins Konur í kosn-
ingaham hefur verið að ræða við formenn
stjórnmálaflokkanna og leggja fyrir þá
nokkrar spurningar um það hvað þeir
hygðust gera til að greiða fyrir framgangi
kvenna í sínum flokkum.
í fjáröflunarskyni gaf félagið út fyrir sl.
jól merkimiða á jólapakka, til sölu og
dreifingar. Ekki gekk sala miðanna nægi-
lega vel og eru til birgðir fyrir félagskonur
og aðra að skreyta með jólapakka kom-
andi ára.
KRFÍ var boðið að senda fulltrúa á
haustvöku Kvenfélagasambands íslands
sl. haust. Flutti formaður félagsins þar
pistil um konur og vinnumarkaðinn, en
haustvakan var að mestu leyti haldin á
Hótel Loftleiðum.
Anna K. Sigurðardóttir, einn heiðurs-
félaga KRFÍ var útnefnd heiðursdoktor
við Háskóla íslands í tilefni 75 ára afmælis
hans á sl. hausti. Af því tilefni var henni
haldið kaffisamsæti að Hallveigarstöðum
7. október á vegum Kvenfélagasambands-
ins og Kvenréttindafélagsins. Fjölmargar
gamlar vinkonur mættu til að samgleðjast
Önnu og voru mörg ávörp flutt.
STARFIÐ ÚT Á VIÐ
KRFÍ á fulltrúa í fjölda nefnda, ráða
og félaga. í jafnréttisráði á sæti
fyrir hönd félagsins, Esther Guð-
mundsdóttir og til vara Arndís
Steinþórsdóttir.
Hússtjórn Hallveigarstaða. KRFÍ á þrjá
fulltrúa í hússtjórn Hallveigarstaða. Þar
sátu auk formanns, varaformaður og
Oddrún Krisíjánsdóttir, sem tilnefnd er af
stjórn. Hún gaf ekki kost á sér í hússtjórn
áfram og á aðalfundi var Björg
Jakobsdóttir kosin í hennar stað. Fjárhag-
ur hússins hefur farið batnandi í seinni tíð.
Á sl. ári var ráðist í verulegar endurbætur
á sal í kjallara. Salur Öldugötumegin hef-
ur einnig verið lagfærður, en enn hefur
ekki verið afráðið með framtíðarstarfsemi
þar. Húsaleigusamningur við Borgardónr-
ara hefur verið framlengdur til 31. desem-
ber 1991, og hefur leiga verið hækkuð
töluvert frá því sem var.
Samkvæmt lögum á formaður KRFÍ
sæti í íslensku UNESCO nefndinni. Eng-
inn fundur var haldinn að því er okkur er
kunnugt um á árinu.
í Framkvæmdanefnd um launamál
kvenna hefur Arndís Steinþórsdóttir átt
sæti þetta ár, og til vara hefur verið Ást-
hildur Ketilsdóttir. Á vegum nefndar-
innar var m.a haldin ráðstefna á sl. hausti
fyrir konur í stjórnum og samninganefnd-
um verkalýðsfélaga um kröfugerð samn-
inga. Fundir nefndarinnar eru haldnir
hálfsmánaðarlega.
Aðalfundur Landverndar var haldinn
22.-23. nóvember 1986 og sótti Valborg
Bentsdóttir fundinn f.h. félagsins. Félagið
á einnig fulltrúa hjá Landssambandinu
gegn áfengisbölinu og sat Þorbjörg
Daníelsdóttir 17. þing þess f.h. KRFÍ.
Ingibjörg Snæbjörnsdóttir átti sæti í
Mæðrastyrksnefnd fyrir KRFÍ. Fjáröflun
nefndarinnar var með hefðbundnum
hætti, mæðrablóm selt á mæðradaginn og
efnt til jólasöfnunar.
í Áfengisvarnarnefnd kvenna í Reykja-
vík og Hafnarfirði eiga sæti þær Júlíana
Signý Gunnarsdóttir og Þóra Brynjólfs-
dóttir. Störf nefndarinnar á árinu voru
með líku sniði og undanfarin ár. Börn
nutu sumardvalar á vegum nefndarinnar
og jólagjafir voru gefnar.
Jónína Margrét Guðnadóttir er fulltrúi
KRFÍ í Friðarhreyfingu ísl. kvenna.
Helsta verkefni hreyfingarinnar á sl. ári
var að taka þátt í alþjóðlegri undirskriftar-
söfnun, „Women for a meaningful
summit“, sem beint var til Reagans og
Gorbachefs.
98
UMSAGNIR UM FRUMVÖRP
Félagið hefur fengið til umsagnar
frá Alþingi frumvörp og þings-
ályktunartillögur:
1. Frumvarp til laga um rétt
foreldra til leyfis frá störfum vegna
umönnunar barna, en flutningsmað-
ur var Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir.
2. Þingsályktunartillaga frá Hjörleifi
Guttormssyni um úttekt á mismun-
un gagnvart konum hérlendis.
3. Tillaga til þingsályktunar um endur-
mat á störfum kvenna, flutt af Sig-
ríði Dúnu Kristmundsdóttur, Krist-
(nu Halldórsdóttur og Guðrúnu
Agnarsdóttur.
KRFl tók jákvætt undir þau sjón-
armið sem fram komu í ofangreindum
málum. Auk þess sendi KRFI frá sér
umsögn um það skattafrumvarp, sem
nú Iiggur fyrir þinginu, þar sem sú
millifærsluleið á milli skattaafsláttar
hjóna, sem ráðgerð er, er harðlega
gagnrýnd og bent á aðrar leiðir til að
koma til móts við barnafjölskyldur.
ERLEND SAMSKIPTI
Arndís Steinþórsdóttir, á f.h. KRFÍ,
sæti í undirbúningsnefnd fyrir
Nordisk Forum, kvennaráðstefnu,
sem haldin verður í Osló sumarið
1988. Hefur hún sótt nokkra undirbún-
ingsfundi vegna málsins (sjá bls. 67).
Á síðastliðnu hausti var haldinn fundur
í stjórn Sambands norrænna kvenréttinda-
félaga í Kaupmannahöfn, sem formaður
KRFÍ sótti. Á fundinum voru kynni efld
og rætt um nauðsyn þess að taka þátt í og
nióta Nordisk Forum. Það hefur síðan
gerst að formaður danska kvenréttindafé-
lagsins sem þá var, hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Nordisk Forum, þannig
að tryggt á að vera að sjónarmið kvenrétt-
indafélaganna eiga að heyrast í Osló á
næsta ári. Annar fundur var síðan haldinn
í Osló í lok janúar en vegna afmælis KRFÍ
var ekki unnt að taka þátt í honum af ís-
lands hálfu.
Jónína Margrét Guðnadóttir, sótti ráð-
stefnu IAW í Dublin sl. haust, þar sem
fjallað var um friðarmál, eins og segir í
frásögn á bls. 89.
Fulllrúar frá samtökunum „Coalition of
Women for a Meaningful Summit“ fengu
afnot af húsnæði KRFÍ meðan á leiðtoga-
fundi Rcagans og Gorbachefs stóð í
Reykjavík. Færðu þeir félaginu gjafir, tvö
veggteppi, dagatal og veggspjöld.
í byrjun september komu hingað í
heimsókn bandarískar konur frá NOW í
Bandaríkjunum (National Organization
for Women). KRFÍ átti þátt í að taka á
móti þeim og skipuleggja fund með þeim
og íslcnskum konum í stjórnmálum (sjá
bls. 71).
Framhald á bls. 82.