19. júní


19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 26
elda góðan mat ... Um sjálfsmynd kvenna og sjálfsálit Anna Valdimarsdóttir Milli sjálfsmyndar okkar og sjálfsálits eru náin tengsl. Sjálfsmyndin er sú mynd sem viö höfum í huganum af okkur sjálfum og sjálfsálitiö ræðst af því hvernig okkur geöjast aö þessari mynd. Sjálfsmyndin byrjar aö þróast snemma á ævinni og hún er samsett úr hugmynd- um okkar um okkur sjálf, öllu þvi sem viö teljum okkur vera eöa höfum fyrir satt um okkur sjálf. Einn hluti sjálfsmyndarinnar eru staöreyndir sem tiltölulega auövelt er aö sýna fram á hvort eru rétt- ar eða rangar. Til dæmis: ég er kona; ég er hávax- in; ég hef blá augu; ég er móöir; ég er auglýsinga- teiknari; ég hef lágar tekjur; ég er gift. Annar hluti sjálfsmyndarinnar eru hugmyndir sem ekki er jafn auövelt aö sýna fram á hvort eru réttar eöa rangar, t.d. ég er vel gefin; ég er ófríö; ég er heiðarleg; ég er ómöguleg; ég er samviskusöm; ég er leiöinleg. Eitt er þó sameiginlegt öllum þeim hugmyndum og skoöunum sem sjálfsmyndin er samsett úr, og þaö er aö engin þeirra er meöfædd. Ekkert okkar kemur í heiminn með fyrirfram mót- aöar hugmyndir um sjálft sig. Aö því leyti til erum við öll „óskrifaö blaö" viö fæðingu. Þótt við fæö- umst meö ákveðin líkamseinkenni og skapgerð gerum viö okkur enga grein fyrir þeim sjálf í upp- hafi. Viö lærum aö líta á okkur sem stelpu eöa strák, lærum aö gera okkur grein fyrir augn- og háralit okkar og viö lærum í gegnum samskipti okkar viö aöra aö telja okkur dugleg, feimin, óþekk eöa leiöinleg. Ogí samskiptum okkarviö heiminn í kringum okkur þróast einnig hugmyndir okkar um hvort það sé eftirsóknarvert aö vera eins og viö erum, hvort það sé til dæmis eftirsóknarvert aö vera rauöhærö eöa freknótt, feit, feimin eöa stór. „Éger stór," segja börn gjarnan með þykkju ef ýjaö er aö því aö þau séu lítil og þaö fer ekki á milli mála að þau hafa myndað sér mjög ákveöna skoö- un á því hvort sé eftirsóknarveröara aö vera stór eöa lítill þótt þau séu ung aö árum. Hver elur mig upp? Fyrstu hugmyndirnar um sjálft sig fær barn frá foreldrum sínum eöa öörum fullorðnum sem ann- ast þaö og síðan fara leikfélagarnir einnig aö hafa áhrif á hvernig barn upplifir sjálft sig. í barnæsku mótast sjálfsmynd okkar sem sé af framkomu annarra viö okkur og því sem okkur er sagt um okk- ur sjálf. Barn sem er afskipt og nýtur lítillar hlýju og umhyggju hlýtur aö draga þá ályktun, þótt þaö getí ekki sett hana I orö, aö þaö skipti ekki máli og sé lítils virði. Og barn sem á foreldra sem veita því at- hygli og örva þaö til aö segja frá er líklegra til að draga þá ályktun aö það sé áhugaverö og mikilvæg persóna. Ég uppliföi skemmtilegt dæmi um þetta þegar yngsti sonur minn var þriggja ára gamall. Þegar hann kom niður stigann einn morguninn lýsti hann yfir: „Ég er yndislegur. Pabbi minn segir aö ég sé yndislegur." Börn trúa foreldrum sínum. Og því hafa foreldrar ómetanlegt tækifæri til aö leggja hornsteininn aö jákvæöu sjálfsáliti barna sinna á meðan orö þeirra vega þyngra en orö félaganna og alls kyns áróöur um hvernig fólk eigi að vera. For- eldrar gera þaö meöal annars með því aö vera óspör á hrós, láta börnin heyra hvað þau eru sér- stök og hvaö okkur þykir vænt um þau. Ýmsir ótt- ast reyndar aö hrós geti keyrt úr hófi og leitt til of- metnaöar. Almennt viöhorf var líka lengi vel þaö aö hlutverk foreldranna væri fyrst og fremst aö kenna börnum sínum góöa siöi svo aö þau mættu verða nýtir þjóðfélagsþegnar. Til aö ná því markmiði ættu for- eldrar aö vanda um viö börnin sín, benda á þaö 'sem miður færi en taka sem sjálfsagðan hlut þaö sem þau geröu vel. En þaö er engin hætta á aö börnin okkar ofmetnist viö hrós ef þess er jafn- framt gætt að hvetja þau til að taka tillit til annarra og setja sig í þeirra spor. Það skiptir máli aö aö- greina hegðun og persónu barnsins þegar fundiö er aö viö þaö. Tökum sem dæmi aö barn sé ófúst að lána leikfélögunum dótiö sitt þegar þeir koma í heimsókn. Meö því aö benda barninu á aö félag- arnir verði leiöir og vilji ekki heimsækja þaö oftar ef þeir fái ekki aö leika sér meö neitt kennum viö barninu sitthvaö um hvaöa áhrif þess eig- in hegðun hafi á framkomu annarra viö þaö, án þess aö vega á nokkurn hátt aö sjálfsmynd þess. Ef viö hins vegar köllum barniö sjálft Ijótt eöa eigingjarnt er hætt viö aö þaö veröi bæöi ringlaö og hrætt. Þaö finnur aö þaö hefur falliö í áliti hjá mikilvægustu persónunni í lífi sínu, og finnur oft um leið vanmátt sinn gagnvart því aö endurheimta ást og viröingu for- eldris síns. Foreldrar sem meta sjálfa sig aö verðleikum eru líklegri til aö stuöla að jákvæöri sjálfsmynd barna sinna en for- eldrar sem finnst þeir sjálfir standa öör- um aö baki. Einnig skiptir miklu máli aö foreldrar séu samkvæmir sjálfum sér. Sömu reglur gildi I dag og í gær. Ef foreldri missir aftur og aftur stjórn á sér þegar síst skyldi er hætt viö aö heimurinn veröi æöi óút- reiknanlegur I augum barnsins. Þaö öölast ekki trú á eigin dómgreind og frumkvæði og finnst þaö lítt hæft til að haga sér þannig aö aörir veröi ánægðir með þaö. Börnum hættir til aö líta svo á að þau verðskuldi þá framkomu sem aörir sýna þeim. Þaö er ekki fyrr en viö vöxum úr grasi aö viö getum gert okkur grein fyrir aö lítið sjálfsálit þarf ekki aö stafa af því að við séum raunverulega öörum síðri, held- ur kann þaö aö stafa af þvi aö viö skoðum sjálf okkur af of miklu miskunnarleysi eöa vegna ákveö- inna þátta I uppeldi okkar. En þaö er ekki þar meö sagt aö viö séum varnarlaus fórnarlömb uppeldis- ins, né heldur eru foreldrar okkar sökudólgar sem hægt er aö skella skuldinni á ef viö erum ekki ánægö með sjálf okkur. Þegar viö vöxum úr grasi tökum við sjálf við uppeldinu á okkur. Viö erum okkar eigin förunautar tuttugu og fjóra tíma sólarhringsins. Og viö þurfum aö spyrja sjálf okkur: Hvers konar förunautur er ég sjálfri mér? Er ég strangur, kröfuharöur, húmorslaus förunautur, tilbúinn að dvelja viö allt þaö sem miöur fer? Eöa er ég mildur, kærleiksríkur förunautur, tilbúinn aö vekja athygli sjálfrar mln á þvl sem gott er viö mig og ég geri vel? Agi án kærleika gerir börnum ekki gott. Sjálfsagi án kærleika gerir okkur fulloröna fólkinu heldur ekki gott. Að leyfa okkur að njóta þess sem viö gerum vel þýöir ekki aö viö lokum augunum fyrir göllum okkar og veikleikum. Þvert á móti, aö hampa sjálfum okkur og horfast I augu viö aö viö þurfum stööugt aö vera aö bæta okkur fer ágætlega saman. Og viö erum miklu líklegri til að ná árangri meö sjálf okkur ef viö tileinkum okkur 24 19. júní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.