19. júní - 19.06.1996, Side 35
Forsetakosningar
I fótspor Vigdísar
Tvær konur eru meðal þeirra sem hafa boðið sig fram til að gegna embætti forseta íslands.
19.júníóskar þeim velfarnaðar í komandi kosningum.
Guðrún Agnarsdóttir Guðrún Pétursdóttir
Guörún Agnarsdóttir er fædd 2. júní 1941 í Reykjavík. Foreldrar hennar
eru Birna Petersen húsmóðir og Agnar Guðmundsson skipstjóri. Hún er
gift Helga Valdimarssyni lækni og prófessor, f. 1936. Þau eiga þrjú börn,
Birnu Huld blaðakonu I London, f. 1964, Agnar Sturlu sem er í doktors-
námi í mannfræði í Cambridge, f. 1968, og Kristján Orra læknanema, f.
1971.
Guðrún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1961 og kandi-
datsprófi úr læknadeild Háskóla íslands í febrúar 1968. Hún var sérfræð-
ingur í veirufræði við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum í
september 1981 til apríl 1983 og aftur frá október 1991. Hún hefur verið í
hlutastarfi þar frá því í apríl 1993 og forstjóri Krabbameinsfélags íslands í
hlutastarfi frá því í júní 1992. Hún hefur einnig verið umsjónarlæknir Neyð-
armóttöku vegna nauðgunar á slysadeild Borgarspítalans í hlutastarfi frá
þvf í mars 1993.
Guðrún var þingkona Reykvíkinga fyrir Samtök um kvennalista frá því í
apríl 1983 til október 1990. Hún var framkvæmdastjóri við undirbúning al-
þjóðlegrar kvennaráðstefnu október 1990 til september 1991. Hún hefur
tekið virkan þátt í fjölmörgum ráðstefnum um jafnréttismál og málefni
kvenna en einnig um friðar- og afvopnunarmál, málefni heimskautalanda,
stjórnmál, fjölmiðlun og siðfræði og setið 41. þing Sameinuðu þjóðanna.
Hún hefur einng átt aðild að ýmsum alþjóðasamtökum sem hafa beitt sér í
friðar- og afvopnunarmálum.
Guðrún var formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1983-1984
og 1986-1987. Hún hefur átt sæti í fjölmörgum fastanefndum Alþingis, svo
sem utanríkismálanefnd, allsherjarnefnd SÞ, fjárhags-og viðskiptanefnd,
heilbrigðis- og trygginganefnd, félagsmálanefnd, menntamálnefnd, iðnað-
arnefnd, landbúnaðarnefnd, sjávarútvegsnefnd og allsherjarnefnd.
Dr. Guðrún Pétursdóttir er fædd í París 14. desember 1950 og átti þar
heima fyrstu æviárin, en ólst síðan uþp í Reykjavík. Hún er dóttir Mörtu
Thors og Péturs Benediktssonar, sem var sendiherra íslands í Frakklandi
en síðar bankastjóri og loks alþingismaður til dauðadags 1969. Maður
hennar er Ólafur Hannibalsson rithöfundur, fæddur 6. nóvember 1935 á
ísafirði og eiga þau tvær dætur, þær Ásdísi 7 ára og Mörtu 4 ára. Ólafur er
sonur Sólveigar Ólafsdóttur og Hannibals Valdimarssonar, ráðherra og
forseta Alþýðusambands íslands.
Hún lauk stúdentsprófi 1970 frá Menntaskólanum í Reykjavík, var við
nám við Konservatorium fúr Musik und Dramatische Kunst í Vínarborg.
Lauk BA-námi frá Háskóla íslands í sálarfræði 1974, MA-prófi í lífeðlis-
fræði 1977 frá Oxfordháskóla og doktorsprófi frá læknadeild Oslóarhá-
skóla 1991. Viðfangsefni hennar var þroski taugakerfis á fósturstigi.
Guðrún hefur verið forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar Háskóla ís-
lands frá 1995. Hún var háskólakennari í fósturfræði og frumulíffræði við
Námsbraut í hjúkrunarfræðum við Háskóla íslands frá 1987. Vann við
rannsóknir við læknadeild Oslóarháskóla 1982-1987. Vann við rannsókn-
ir og kennslu í lífeðlisfræði við Háskóla íslands, Nýja hjúkrunarskólann og
Kennaraháskólann 1976-78.
Rannsóknarstörf Guðrúnar Pétursdóttur eru annars vegar fólgin í víð-
tækum heilsufarsrannsóknum með samanburði á Vestur-íslendingum og
íslendingum til að meta áhrif erfða á móti áhrifum mismunandi umhverfis á
heilsufar manna. Hins vegar eru rannsóknir á myndun taugakerfis á fóstur-
stigi, sem m.a. miða að því að skýra hvers vegna taugar geta vaxið þá en
ekki síðar á ævinni.
Guðrún hefur haft mikil alþjóðleg samskipti vegna vísindastarfanna.
Hún hefur unnið í fjölmörgum samstarfshópum og kynnt rannsóknir í Evr-
ópu, Bandaríkjunum og Austuriöndum nær. Hún hefur átt sæti í fjölmörg-
um nefndum á vegum Háskóla íslands og stjórnað alþjóðlegum ráðstefn-
um. Hún er í stjórn Aflavaka hf og varamaður í stjórn íslensku óperunnar.
33 19.jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS (SLANDS