19. júní


19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 63

19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 63
Kynferðisleg áreitni karla á vinnumarkaðinum. Þar var m.a. skil- greind kynferðisleg áreilni og henni hafnað og hent á að slík samskipti væru andstæð jafnrétt- istilskipunum ES. Ráðherraráðið hvatti síðan framkvæmdanefndina til að setja afgerandi regl- ur varðandi þetta mál. Það var gert 1991 en þá voru samþykktar starfsreglur sem er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir aðila vinnumarkaðsins. En skilgreining Evrópusambandsins á hvað beri að kalla kynferðislega áreitni, og sem t.d. Skrif- stofa jafnréttismála hefur valið að styðjast við í sinni vinnu, er: * hegöun sem er ósanngjörn og/eba móög- andi/særandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður * höfnun starfsmanns á kynferðislegu sambandi af einhverjum toga oghefur áhrifá starfsframa, ráðningu, launakjör eða önnur vinnuskilyrði hans * siík framkoma skapar óþægilegt, fjand- samlegt eða auðmýkjandi andrúmsioft á vinnustað fyrir viðkomandi. Könnun á kynferðislegri áreitni á íslandi Umræðan um kynferðislega áreitni hér á landi er ekki ný. T.d. átti hún sér stað sumarið 1987 þegar Vinnan, blað ASÍ, birti niðurstöður 61 könnunar sem Iðja, félaga iðnverkafólks á Ak- ureyri, stóð fyrir. I könnun á stöðu kvenna sem starfa hjá Reykjavíkurborg, og gerð var árið 1989, var spurt um kynferðislega áreitni og vöktu þær niðurstöður töluverða athygli. Stúd- entar við Háskóla íslands hafa fjallað um þetta efni í málgagni sínu en þar var fyrst og fremst horft til Háskólans og m.a. sagt frá niðurstöðum kannana sem hafa verið gerðar í háskólum í Svíþjóð en þar kemur fram að 12-21 % nem- enda telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni þar. Nú í vetur barst umræðan síðan inn á Alþingi og ræddu þingmenn og ráðherrar málið í utandagskrárumræðu. Skrifstofa jafnréttismála lagði sitt af mörk- um til að þetta mál kom upp á yfirborðið og gerði það að „jafnréttismáli". Það ber því ábyrgð og þarf að fylgja því eftir með t.d. fræðslu. A vegum hennar hefur verið fjallað um hvaða formlegar leiðir eru, eða ættu að vera til, fyrir konur og karla sem hafa orðið fyrir athæfi sem viðkomandi upplifa sem kynferðislega áreitni. Hver er réttur konunnar/karlsins? Hver er ábyrgð vinnuveitenda? Hver er ábyrgð stéttar- félags? Og síðast en ekki síst, hvernig kemur Jafnréttisráð og skrifstofa þess að málinu? A þetta heima undir lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla? Jafnréttisráð telur svo vera og hefur nýverið gefið út fræðslubækling um málið. I framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna sem samþykkt var 19.jÚni RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ISLANDS á Alþingi í maí 1993 var félagsmálaráðuneytinu falið að standa fyrir könnun á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum hér á landi. A grundvelli niðurstaðna hennar og þeirrar þekkingar sem liggur fyrir hjá öðrum þjóðum verði síðan unnið markvisst gegn kynferðislegri áreitni á vinnu- stöðum og sett ákvæði í viðeigandi löggjöf. Skrifstofu jafnréttismála og Vinnueftirlit ríkis- ins var falið að vinna þess könnun og er sú vinna hafin. Stefaníu Traustadóttur, félagsfræð- ingi á Skrifstofu jafnréttismála og Dr. Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur, félagsfræðingi hjá Vinnueft- irlitinu var síðan falin framkvæmd könnunar- innar. Spurningalistar voru sendir út í febrúar og mars og er úrvinnsla úr þeim að fara af stað. Könnunin beinist eingöngu að vinnumarkaðin- um og er markmið hennar að afla upplýsinga um annars vegar birtingarform og hins vegar við hvaða aðstæður atferli sem við getum skilgreint sem kynferðislega áreitni á sér stað. Hér er ekki ætlunin að kanna umfangið - heldur er gengið út frá að það sé svipað hér og um allan hinn vestræna heim, þ.e. að u.þ.b. 15-20% vinnandi kvenna hafi orðið fyrir áreitni sem þær vilja skilgreina sem kynferðislega. Er eitthvaö hægt að gera? Það er ekki alltaf lrægt að bíða eftir niður- stöðunr rannsókna. Við getunr stuðst við reynslu annarra og það lröfunr við gert, bæði á Skrifstofu jafnréttismála og í fræðslustarfi Vinnueftirlits ríkisins. Niðurstöður erlendra rannsókna sýna að skýr og skorinorð skilaboð um að þessi framkoma sé óvelkomin og niður- lægjandi fyrir alla duga allvel. En undantekn- ingarnar eru of nrargar, réttur konunnar til að segja nei - er ekki alltaf virtur. Að verða fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað er erfitt og viðkvæmt nrál fyrir bæði konur og karla og fæstir eru tilbúnir til að gera mikið mál úr því. Konur eru hræddar við að verða „hlægilegar". Sumar snúa sér til Skrifstofu jafnréttismála og í flestum tilfellunr er þeim ráðlagt að hafa sanr- band við starfsmannastjóra eða trúnaðarnrann eða þá beint við stéttarfélag sitt. Að hluta til fer það eftir hver áreitari er! Er hann yfirmaður konunnar eða sanrstarfsmaður? Niðurstöður er- lendra rannsókna benda til að að þeir skiptist í tvo jafnstóra hópa hvað þetta varðar. Auðvitað reynum við að átta okkur á hversu umfangs- mikið málið er - hvort þetta hefur átt sér stað lengi - hvort og þá hvað viðkomandi kona hef- ur gert til að reyna að stöðva þessa áreitni. Við bendum þeim á ákvæði jafnréttislaga sem kveða á unr skyldur atvinnurekenda. Við vilj- unr sjá verkalýðlrreyfinguna taka á þessu nráli framhald á bls. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.