19. júní - 19.06.1996, Síða 5
Ritstjóraspjall
Að hrökkva eða stökkva
s
g var að fletta nokkrum gömlum 19.júní
blöðum um daginn og rakst þá á ársritið
frá 1954. Þar eru nokkrar konur spurðar að
því hvernig þær hefðu varið lífi sínu hefðu þær
verið karlmenn. Ein hefði viljað vera sjómaður,
önnur bóndi og sú þriðja menntamaður. Það er
ekki lengra síðan að það var ekki hugsanlegur
möguleiki að konur gætu tekist á við þessi störf.
Allar voru þær þó sammála um að þær hefðu
frekar viljað vera karlmenn en konur, því að það
hefði gefið þeim svigrúm til að gera það sem
hugur þeirra hefði staðið til. Núna, rúmum fjöru-
tíu árum síðar ganga konur í flestöll störf sem
karlar hafa áður gegnt, þær eru læknar, lög-
fræðingar, prestar, sjómenn, flugmenn, fallhlífa-
stökkvarar, svo aðeins eitthvað sé nefnt.
Reynsluheimur kvenna er orðinn fjölbreyttur og
spannar allt litróf lífsins.
Rúm 80 ár eru liðin frá því konur fengu kosn-
ingarétt hér á landi og síðar í þessum mánuði
iýkur 16 ára embættisferli frú Vigdísar Finnboga-
dóttur, sem kvenna fyrst í heimi var þjóðkjörin
forseti. Kosning Vigdísar var stórt framfararspor,
ekki bara fyrir íslenskar konur, heldur allar kon-
ur heims. Því þó að konur séu farnar að fást við
flest það sem áður voru talin karlmannsstörf þá
hafa þær ekki haft völd eða áhrif, eiga hvorki
peninga né eignir á við karla í heiminum. Þar til
sjónarmið kvenna fá að njóta sín til jafns við
karla þurfa konur að standa saman. Hinn sameig-
inlegi reynsluheimur þeirra er valda- og áhrifa-
leysi, launamismunur, fátækt og eignaleysi.
Konur í dag hafa öll formleg réttindi á við karla
og sömu menntun. Þó mikið hafi unnist verða
konur þó að halda vöku sinni og sækja áfram
fram og berjast gegn þeim þáttum sem hindra
þær í að nýta hæfileika sína og getu til fulls. Þar
má m.a. telja ýmsa fordóma, kynferðislegt áreiti
og ofbeldi, innan heimila sem utan. I blaðinu að
þessu sinni beinum við sjónum að ungu kyn-
slóðinni og jafnréttisbaráttunni, vinnu, tækni og
fjölbreytileika íslenskra kvenna. Gleðilegt
Útsölustaðir
Reykjavík: Hárgreiðslustofan Gresika,
Suðurgötu 7.
Reykjavíkurapótek. Hárgreiðslustofan
Kambur, Kambsvegi 18.
Hárgreiðslustofan ÝR, Lóuhólum 2-6.
Hárgreiðslustofan Hótel Loftleiðum.
Seltjarnarnes: Nesapótek.
Kópavogur: Apótek Kópavogs,
Hamraborg.
Snyrtistofa Þórunnar Sunnuhlíð.
Hafnarfjörður: Hárgreiðslustofan
Meyjan, Reykjavíkurvegi 62.
Hárgreiðslustofan
Björt, Bæjarhrauni 20.
Hafnarfjarðarapótek, Nýja miðbænum.
Keflavík: Snyrtistofa
Guðrúnar, Baldursgötu 2.
Apotek Suðurnesja
Stykkishólmur: Aðalbjörg Hrafnsdóttir,
Skólastræti 14.
Akureyri: Snyrtivöruverslunin
ísabella, Hafnarstræti 97.
Dalvík: Snyrtistofa Tanja.
ísafjörður: Apótek ísafjarðar,
Hafnarstræti 18.
Hella: Verslunin Ýr, Þrúðvangi 34.
Selfoss: Snyrtistofa
Ólafar Bergs, Austurvegi 9.
lumene
HYDRO
UPOSOME
kosteuttava
‘^tensiivigeei
UKTANDE .
^ENSIVGELE LUMENE
^posome
eliksiiri
ELlXfR
LUMENE
Einkaumboð: Elding Trading CO.Hafnarhvoll,
Pósthólf: 895, 101 Rvk.
3 19.júní
RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ISLANDS