19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 44
• kð/et
að lat.
drauma
Okkar ræ
„Mitt mottó er að
maður á að finna út
hver draumurinn er í
lífinu og svo á
maður að elta hann.
Stundum krefst það
þess að maður þarf
að vinna eins og
hestur og það hef
ég gert,“ segir
Sólveig Þorvalds-
dóttir, nýráðinn
framkvæmdastjóri
Almannavarna
ríkisins.
Sólveig er 34 ára, hefur verið helming æv-
innar í björgunarsveit og stokkið 400
sinnum í fallhlíf. Hún er ógift og barn-
laus, segist ekki hafa haft tíma fyrir fjölskyldu-
líf. „Annars er búið að spyrja mig svo oft um
þetta í fjölmiðlum upp á síðkastið að maður
ætti kannski að fara að auglýsa eftir góðum
manni. Það hefur bara verið svo mikið flakk á
mér. Starfið hefur gengið alveg fyrir og mór
hefur tekist að sameina það áhugamálum mín-
um. Mér finnst ég ekki hafa þurft að fórna
neinu. Líf mitt hefur þróast á þennan veg og ég
er mjög ánægð með þá þróun. Svona vil ég hafa
lífið og ef einhver annar vill hafa lífið einhvern
veginn öðruvísi, til dæmis giftast, eignast börn
og hugsa um fjölskyldu, og ef það er hans
draumur þá finnst mér það líka mjög fínn
draumur. Menn eiga bara að leggja sig fram um
að vera góðir í því sem þeir gera, hvað sem það
er. Eg held að það skipti ekki máli hver draum-
urinn er svo lengi sem ekki er verið að skaða
aðra, menn eiga að elta hann.“
Almannavarnir eru komnar vestur í bæ í
húsnæði Landhelgisgæslunnar. Þar eru ekki
venjuleg málverk á veggjum heldur blasa við
skammbyssur í glerskápum og fágaðir
sprengjuoddar standa sperrtir á gólfinu. Skrif-
stofa Sólveigar er samt ekki á neinn hátt frá-
brugðin hefðbundnum skrifstofum; tölva,
pappír, pottaplanta og kaffikrúsir, meira að
segja súkkulaðikex á undirskál. Hvaða leið
skyldi hafa legið þangað inn?
„Það yrði löng og margþætt saga að tína til
allt sem ég hef gert sem hefur átt þátt í að und-
irbúa mig fyrir þetta starf. Eg lærði byggingar-
verkfræði í Háskóla Islands og vann hjá Istaki í
tvö ár sem verkfræðingur. Það var mjög gott að
vinna þar. Eg er vel heima hjá mér þegar ég er
að vinna svona úti í mörkinni, enda vann ég
hjá Kópavogsbæ í mörg sumur við gatnagerð og
malbikun. Mér líður jafnvel hvort sem ég er í
drullugallanum að moka malbik eða í fínni
ráðherraveislu.
Eftir það leitaði ég að leið til að sameina
frama minn í verkfræðinni og áhugamál mitt í
sambandi við björgunarstörf. Eg byrjaði í björg-
unarsveit 1979, í Hjálparsveit skáta í Kópavogi,
og 1986 var ég farin að vinna í hlutastarfi við
Björgunarskóla Landssambands Hjálparsveita
Skáta, nú Landsbjargar. Þá kynntist ég fyrst al-
þjóðabjörgunarstarfsemi, fór út á ráðstefnu og
komst þar í kynni við prófessor sem tengist al-
þjóðabjörgunarsveit Bandaríkjanna. Síðan fór
42 19.jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS (SLANDS