19. júní


19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 10
framhald af bls. 7 J a f n r é t b a r á 11 a n mat geti verið algilt. Þess í stað er geng- ið út frá því að allt sé túlkunum háð. Þeir sem hafa tileinkað sér post- moderníska aðferðafræði hafa áhuga á að kanna forsendur allra túlkana, kryfja þær til mergjar og þar með afhjúpa þær. Ahersla er lögð á að kanna hvernig túlk- anir eru mótaðar af ýmsum kerfum, ekki síst tungumálinu og hvernig sam- skipti endurmóta túlkanir og alla merk- ingu. í samræmi við þetta hafnar post- modernískur feminismi t.d. því að til sé sameiginlegt kveneðli sem móti allar konur. Þess í stað er sjónum beint að margbreytileika kvenna. Því er jafnvel haldið fram að þessi margbreytileiki geti átt við um sömu konuna, því að post-modernismi dregur mjög í efa að einstaklingurinn sé nokkurn tímann fullmótaður. Þá er því vísað á bug að einn hópur kvenna geti mælt fyrir munn allra kvenna. Til þess séu hópar kvenna of ólíkir og fjölbreyttir. Umræð- an um fjölbreytileika kvenna hefur bæði kosti og galla fyrir kvennabaráttu. Einn helsti kosturinn við þessa umræðu er að hún hún dregur athyglina að marg- breytileika kvenna og ögrar þannig ríkjandi hugmyndum um hvað það þýði að vera kona. Annar kostur er sá að umræðan þrýstir á að fólk taki hugmyndir sínar til endurskoðunar. Sífellt endurmat á stöðunni hlýtur að vera öllum hollt. Gallinn er hins vegar sá að umræðan um fjöl- breytileika kvenna dregur athyglina frá því sem sameinar konur að því sem skilur þær að. Þar með dregur hún úr möguleikum kvenna til að fylkja saman liði því til þess að samfylking hafi einhvern tilgang verða að vera til staðar sameig- inleg markmið og sameiginlegir hagsmunir. Einhver gæti haldið því fram að rökrétt niður- staða umræðunnar um fjölbreytileika kvenna væri að í raun sé ekki neinn grundvöllur fyrir kvennabaráttu. Fjölbreytileiki kvenna og mannréttindabarátta Oneitanlega setja efasemdir um að til sé sameiginlegur grunnur fyrir kvennabaráttu henni skorður. Ef ekkert finnst sem sameinar konur er grundvöllur fyrir kvennabaráttu brost- inn. Enda hafa margir feministar tekið þann pól í hæðina að tala frekar um mannréttindabaráttu eða baráttu hópa með ólíka hagsmuni. Pólitíska sýn þeirra sem telja fjölbreytileika kvenna svo mikinn að ekki sé hægt að skipa þeim í einn hóp á margt skylt með fjölræðishyggju (pluralisma). Fjölræðishyggja hefur verið áberandi í túlkun- um bandarískra þjóðfélagrýna á félagslegum veruleika. Fjölræðishyggja gengur út frá því að einstaklingar skipuleggi sig í hópa vilji þeir hafa áhrif. Hóparnir keppa síðan um athygli og áhrif og er gengið út frá því sem vísu að til þess hafi hóparnir sömu tækifæri. A undanförnum árum hefur það svo gerst að fjölræðishyggjan hefur tengst frjálsiyndistefnunni með nýjum hætti í Bandaríkjunum. Útkoman er það sem kalla má sigur hinna „pólitísku mannasiða" (to be polit- ically correct) í opinberri umræðu. Það sem felst í því að kunna þessa mannasiði er að taka engan hóp fram yfir annan, mismuna engum og vera stöðugt á varðbergi gagnvart eigin fordómum. Þeir sem gera sig seka um að kunna sig ekki í orði eru oftar en ekki látnir gjalda þess með stöðumissi eða öðrum refsingum. Vissulega er það siðað samfélag sem tekur tillit til allra hópa og allra hagsmuna. Ókostur- inn er hins vegar sá að þjóðfélagið er brotið upp í eindir sínar og einstaklingum er ekki ætlað að eiga annað sameiginlegt en að vera allir ólíkir. Hið sameiginlega víkur fyrir sjálfinu. Gallinn við þetta umburðarlyndi í orðræðunni er einnig að grundvellinum er kippt undan víðtækri póli- tískri samstöðu. Annar galli er sá að öll baráttu- mál verða jafn rétthá, ekkert er mikilvægara en annað. Afleiðingin er sú að stjórnmál verða bar- átta um athygli þar sem formið verður í raun mikilvægara en innihaldið. Og þetta hefur reyndar orðið raunin í Banda- ríkjunum. I Bandaríkjunum hafa þjóðfé- lagsþegnarnir verið hólfaðir niður í fjölmörg hólf í margvíslegum til- gangi, s.s. fátækar blökkukonur, hvít- ir karlar af mótmælendatrú, kaþólikkar, unglingar, Kóreumenn og svona mætti áfram telja. I slíkri flokkun er áherslan á það sem skilur hópana að. Þessi sundurliðun á þegnunum og sú sérmeðferð sem fylgir í kjölfarið vinnur gegn sam- kennd þeirra á meðal. Slíkt getur reynst þjóðfélaginu hættulegt þegar fram í sækir því að samkenndin er nauðsynlegur liður í því að viðhalda friðsömu þjóðfélagi. Eins má draga það í efa að allir hópar, sem einstaklingar stofna til að koma hagsmunum sínum á framfæri, hafi jöfn tækifæri til að ná sínu fram. Flest bendir nefnilega til þess að ríkj- andi leikreglur í samfélaginu hafi mjög um það að segja hvaða raddir heyrast. Flest samskipti eru stofnana- bundin og leyfa ekki mikið svigrúm umfram ramma reglna og viðtekinnar venju. Ríkjandi leikreglur fela sumum völd á kostnað annarra. Ef lítið er framhjá því er verið að hafna staðreynd- um. Til þess að ná ffam markiniðum sínum er nauðsynlegt að þekkja leikreglurnar og að taka mið af þeim. Sé það ekki gert verða allar aðgerðir ómarkvissar. Hér að framan hefur verið stiklað á stóru varðandi mismunandi áherslur innan femin- ismans. Feministar tala ekki með einni röddu eins og þegar hefur komið fram. A vissan hátt skapar það vandamál en á sama tíma felur það einnig í sér ný tækifæri. Kvennabarátta verður augljóslega að byggja á einhverjum sameiginleg- um forsendum og eitt brýnasta viðfangsefni ís- lenskrar kvennabaráttu er að konur komi sér saman um hverjar þær séu. Sú vinna hlýtur samt að miða að því að konur tali sig saman um framkvæmdaáætlun sem taki mið af ólíkum þörfum kvenna. Það að konur tala ekki með einni röddu bendir til hugmyndafræðilegrar grósku. Galdurinn er hins vegar að forðast ein- strengislegt eintal. Það verður lítil framþróun án samræðna sem taka mið af ólíkum rökum. Þegar til lengri tíma er litið eru slíkar rökræður örvandi fyrir kvennabaráttu og kvennafræði og treysta grunninn sem baráttan byggir á. Breyttar aðstæður kalla á nýjar túlkanir og ný viðmið, því er ekkert sjálfgefið. 8 19 .jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.