19. júní


19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 66

19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 66
Heimilisofbeldi 99 Staða innf lytjendakvenna er verri“ innflytjenda- verri : íí Viðtal: Valgerður Katrín Jónsdóttir RACHEL PAUL er indversk kona sem lagði stund á afbrotafræði í Osló að afloknu heimspekinámi í Indlandi. Hún kom hingað til lands til að safna upplýsingum í rannsókn sem hún hefur verið að gera á stöðu innflytjenda- kvenna á Norðurlöndunum, eða þeim konum sem leita til kvennaathvarfa í þessum löndum. Hér hélt hún m.a. fyrirlestur á vegum félagsvís- indadeildar Háskóla Islands, þar sem hún sagði frá rannsókn sinni og helstu niðurstöðum. Þar kom m. a. fram að innflytjendakonur eru um 15- 20 % þeirra sem leita til kvennaathvarfa í þess- um löndum, og hefur hlutfall þeirra hækkað á undanförnum árum, einkum þó þeirra sem gift- ar eru mönnum frá Norðurlöndum. Rannsókn hennar er m.a. ætlað að kanna hvort hægt sé að finna skýringar á því hvers vegna innflytjenda- konunum fjölgar í athvörfunum og hvort hægt sé að gera eitthvað til að snúa þróuninni við. Það er norræna ráðherranefndin sem styrkir þessa rannsókn sem Rachel hefur unnið að und- anfarin þrjú ár en hún hefur einnig starfað við kvennaathvarf í Noregi í sex ár. Einangrun innflytjenda- kvenna meiri Að hvaða leyti er staða innflytjendakvenna önnur en staða annarra kvenna sem leita til at- 64 hvarfa? Rachel segir að einangrun þeirra sé enn meiri en annarra kvenna sem leita til athvarfa. Þær hafi í fæstum tilfellum fjölskyldu eða vini sem þær geti leitað til og fengið aðstoð hjá í stað þess að leita til athvarfanna. Þær hafa einnig oft þróað með sér sjúkdóma, kvarta um verki hér og þar, og hafa verri aðgang að heilsugæslunni, bæði vegna þess að þær kunna ver á kerfið og vegna tungumálaörðugleika. Þessi heilsufars- vandamál gera í auknum mæli vart við sig eftir að þær losna frá manninum, þar sem þær hafa ekki haft tíma til að sinna þeim meðan á sam- búðinni stóð, svo uppteknar hafa þær verið af að lifa af frá degi til dags. Þær glíma því við lík- amleg vandamál ekki síður en sálræn og margir af þeim verkjum sem þær finna fyrir fá enga meðhöndlun þar sem læknarnir telja þær ímyndunarveikar, konur sem eru alltaf að kvarta. Innflytjendakonur kvarta einnig yfir því að þær fái aðra meðferð í athvörfunum en aðrar konur. Þeim finnst þær þurfa að sýna meira þakklæti fyrir það sem gert er fyrir þær og að lít- ill skilningur sé á menningarlegum mismun, varðandi ýmis atriði hins daglega lífs. Þetta skilningsleysi er algengt hjá starfsfólki kvenna- athvarfa sem byggja á hugmyndafræði femínista og sagði Rachel að þessi atriði rannsóknarinnar hefðu komið sér einna mest á óvart, þar sem hún hefði búist við meiri skilningi af hálfu fem- inista þar sem þeir væru að berjast með þeim 19.jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS sem minna mættu sín í samfélaginu. Hún skiptir innflytjendakonum í fjóra hópa: Konur sem flytjast með mönnum sínum til Norð- urlanda, konur sem eru giftar norrænum mönn- um, flóttakonur og börn innflytjenda. Algengt er að stúlkubörn leiti ásjár athvarfa er foreldrar þeirra vilja gifta þær á unga aldri gegn vilja þeirra. Einkum er það algengt hjá fjölskyldum frá Pakist- an en samkvæmt lögum er nú bannað að þvinga fólk til að giftast í Noregi og er því hægt að ógilda slík hjónabönd. í kjölfarið hefur þeim stúlkum fækkað sem leita ásjár athvarfanna af þessum sök- um. Það er einkum sá hópur kvenna sem hefur gifst mönnum frá Norðurlöndum sem leitar í auknum mæli til kvennaathvarfanna og Rachel segir skýringuna að leita í ýmsum samverkandi þáttum. Þær geta ekki leitað neitt annað, flestar innflytjendakonur koma í athvörfin fyrir milli- göngu lögreglunnar, ýmist hringja þær sjálfar í lögregluna eða nágrannarnir hringja vegna há- vaða og slagsmála, eða þær hafa heyrt um athvarf- ið hjá vinum sínum. En ef til vill fara hlutfallslega fleiri konur í athvörfin þar sem þær eru í mjög litl- um tengslum við samfélagið í kringum þær og hafa því ekki önnur úrræði. Þær hafa engan stað til að fara á, geta ekki farið til systra sinna eða vina. Það tekur mörg ár fyrir innflytjendakonu að koma sér upp nánum samböndum, og ef hún hef- framhald á bls. 66 l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.