19. júní


19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 18

19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 18
orsakir Kolfinna Baldvinsdóttir 60% íslenskra barna fæð- ast utan hjónabands en hvergi annars staðar í hin- um vestræna heimi er þessi tala jafnhá. Ég ákvað að fara á stúfana og at- huga hvort einhverjar kannanir hefðu verið gerð- ar á orsök þessarar sér- stöðu íslensks samfélags. í flestum tilvikum er það konan sem á frumkvæði að skilnaði og þær orsakir sem þær tína til koma ekki á óvart. Erfileikar í tjá- skiptum og ójöfn verka- skipting á heimili. En það sem kemur kannski á óvart er að það sem karlar segjast sakna mest úr hjónabandinu er kynlíf og félagsskapur eiginkonunn- ar. Það sem konur segjast sakna mest er tekjur eigin- mannsins. Ekki alls fyrir löngu var ég að lesa The Economist og rakst á grein þar sem fjall- að var um hvernig skattkerfið geti stuðl- að að fjölskyldumyndun/sundrun. Tekin voru dæmi frá Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þýskaland og Svíþjóð voru tekin sem dæmi um lönd sem ganga hvort í sína átt hvað þetta varðar og Bretland og Bandaríkin voru sögð mislukkuð samblanda af þeim kerfum. Skattkerfið í Þýskalandi leggur kapp á að halda fjölskyldunni saman og benda tölur á að það virki. Þar eru hjónaskilnaðir fá- tíðari en annars staðar og einstæðar mæður fæstar, en sænska kerfið gengur alveg í hina átt- ina. Þar voru hjónaskilnaðir orðnir svo algeng- ir og einstæðar mæður svo margar að ákveðið var að láta kerfið koma til móts við þá þjóðfé- lagsbreytingu. Birt voru línurit yfir t.d. hversu mörg börn fæðast utan hjónabands í hverju þessara landa og skagaði Svíþjóð langt fram úr þeim þjóðum sem tekin voru fyrir í greininni, en þá var eitt sem vakti athygli mína. ísland var langt fyrir ofan Svíþjóð og var þó ekki fjall- að um það í greininni. 60% íslenskra barna fæðast utan hjónabands en hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi er þessi tala jafnhá. Ég ákvað að fara á stúfana og athuga hvort ein- hverjar kannanir hefðu verið gerðar á orsök þessarar sérstöðu íslensks samfélags. A Hag- stofuni er hægt að fá alls kyns töflur og línurit, sem krefjast meiri þolinmæði en ég hef, til að glugga í. En að lokum fann ég skýrslu sem fé- lagsmálaráðuneytið hafði látið gera í tilefni árs fjölskyldunnar í fyrra. Svo virðist að allar upplýsingar sem koma fram í þessari skýrslu séu einsdæmi á Vesturlöndum og þá sérstak- lega í samanburði v'ið þau nágrannaríki sem hefð er fyrir að við berum okkur saman við. Við eigum heimsmet í þessu eins og svo mörgu öðru. Og það sem stakk mig enn meir var að í lok hvers kafla komst nefndin sem vann þessa skýrslu að sömu niðurstöðu; „rekja má þetta til menningarlegra orsaka." Ég fór að velta vöng- um, „menningarlegra orsaka". Höfum við ekki alltaf staðið í þeirri trú að menning okkar sé af sama brunni og t.d. Skandinava? Það hlýtur nú að vera eitthvað annað og meira sem veldur því að við skerum okkur svona úr umhverfinu, og þá varð mér hugsað til greinarinnar í The Economist, kannski er þetta kerfinu að kenna - eða þakka, hvernig sem á það er litið. Nú, 60% barna fæðast utan hjónabands á Islandi og er, eins og áður sagði, hvergi meira um það, þó að ég þykist nú hafa heyrt einhvern tímann að ástandið sé verst hjá svertingjakon- um í Bandaríkjunum, þar fara þær yfir 80%. En þessi tala segir þó ekki alla söguna, við þekkjum hina „íslensku röð“ eins og hún er gæsalöppuð í skýrslunni; barn, sambúð (venju- lega í foreldrahúsum) og loks hjónaband. En samt sem áður fæðast rúmlega 20% barna hjá móður sem ekki er í sambúð. Hluti þessara barna mun þó búa einhvern tímann með sínum líffræðilega föður og hluti þeirra með stjúpföð- ur, hluti þeirra mun upplifa annan skilnað og enn annan stjúpföður. En af öllum fjölskyldum á íslandi eru 9% uppbyggðar af einstæðu for- eldri (í 95% tilvika eru það mæðurnar), en það eru um 5000 fjölskyldur. Hjónum með börn hefur fækkað úr 59% í 43% og barnlausum hjónum hefur fjölgað úr 8% í 20%. Kannski má að einhverjum hluta rekja þetta til „menn- ingarlegra orsaka“. En ef við höldum áfram með tölur, íslensk- ar konur eiga flest börn á Vesturlöndum, fyrir utan Tyrki og Maltverja, eða 2,2 börn á konu. - Aftur má rekja þetta til „menningarlegra or- saka“. En ef við hins vegar lítum á ítali, sem þekktir eru fyrir sterkt og mikið mæðraveldi og fjöldann allan af hörnum, þá eiga ítalskar kon- ur fæst börn allra kvenna á Vesturlöndum, 1,2 börn á konu og er litið á það sem vandamál þar. íslenskar konur eru líka yngstar til að eiga sín börn. Tökum dæmi af Svíþjóð. Þar var litið á það sem vandamál að táningsstúlkur væru að fæða börn í þennan heim, með aukinni fræðslu tókst þeim að fækka þeim um helming á síð- ustu þrjátíu árum, á sama tíma hefur þeim fjölgað um helming á Islandi. — Menningar- legar orsakir. 16 19.jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.