19. júní


19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 29

19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 29
Konan sem heillaði heiminn Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands 1980-1996 ðfararnótt 30. júní 1980 hefur orðið ógleymanleg mörgum íslenskum konum og körlum. Undir morgun varð ljóst að Vigdís Finnbogadóttir hefði náð kjöri sem forseti Islands, sá fjórði í röðinni frá lýðveldisstofnun. Fólk þusti út á götur og tók stefnuna að heimili Vigdísar á Aragötu. Eg var ein af íjöldanum og stóð þarna háólétt í morgunsólinni. Eg man hvernig gæsahúðin spratt út á mér tvíbreiðri þegar Vigdís kom út á svalirnar, klædd hvítri handprjónaðri lopadrakt sem einhver listfeng kona haföi sent henni að gjöf. Hún brosti og veifaði til mannfjöldans. Eg man ekki hvort hún sagði eitthvað, ég man bara að það hrukku tár af augum mínum eins og svo margra annarra, djúp gleði streymdi frá manni til manns og maður hugsaði bara hvað íslenskir sumarmorgnar geta verið einstaklega vel til þess fallnir að lifa heimssögulega atburði. Því þetta var heimssögulegur atburður. Vigdís Finnbogadóttir var íyrsta konan í heiminum sem haföi verið kosin þjóðhöföingi í lýðræðislegum kosningum. Síðan eru liðin f)ögur kjörtímabil og 16 ár. Allan þann tíma hefur henni tekist að halda athygli heimsins, jafnt á sinni eigin persónu og forsetaembættinu sem og íslensku þjóðinni. Hún hefur farið langtum víðar sem fulltrúi íslands en tyrri forsetar gerðu, sem sumpart stafar af bættum samgöngum og opnari veröld, en einnig af einstakri stöðu hennar í heiminum og meðfæddum hæfileikum til þess að koma fram og umgangast fólk, jafnt háa sem lága, landa sína sem fulltrúa annara þjóða. Vigdís er kona sem hefur heillað heiminn. Það eru ekki síst íslendingar sem hafa búið erlendis sem skynja hvílík landkynning Vigídís Finnbogadóttir hefur verið. Það getur verið dapurt á erlendri grund að tilheyra þjóð sem fáir hafa heyrt getið um, tala tungu sem fólk trúir ekki að sé til og koma frá landi sem menn vita ekki hvar staðsett er á jarðarkringlunni, en hressast svo, því víst rámar fólkið í eitt: „Jú, alveg rétt, það eruð þið sem hafið konu fyrir forseta. Hún heitir Vigdís!” Tími Vigdísar Finnbogadóttur á forsetastóli er einstætt tímabil í sögu íslands sem mun vafalítið verða skoðað sérstaklega af sagnfræðingum framtíðarinnar. Það er of snemmt að meta heildaráhrif Vigdísar á framvindu sögunnar en á því er ekki nokkur vafi að fordæmi hennar hefur haft mikið gildi fyrir íslenskar konur og konur á öllum Norðurlöndum. Það hefur haft áhrif á konur um allan heim. Þar sem staða kvenna hefur batnað er það m.a. fyrir áhrif brautryðjenda á borð við Vigdísi Finnbogadóttur. Það að Vígdís, forseti Islands, var fengin til þess að opna kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína síðastliðið haust er til vitnis um þá viðurkenningu og virðingu sem hún nýtur á alþjóðavettvangi. Sama má segja um fyrsta alþjóðlega fund kvenleiðtoga í heiminum sem haldinn var í Stokkhólmi nú í byrjun maí. Vígdís Finnbogadóttir var hinn sjálfsagði forseti þess fundar. Ferill Vigdísar verður ekki rakinn í smáatriðum í þessu blaði, en nú þegar sú stund er að renna upp að hún láti af embætti vill 19.júní heiðra hana með því að birta svipmyndir frá glæsilegum ferli hennar á forsetastóli. Islensk kvennahreyfing og íslenskar konur eiga Vigdísi Finnbogadóttur mikla þökk að gjalda. Og ég leyfi mér að ljúka þessari grein á orðsendingu sem mun á sinn hátt halda gildi sínu einnig eftir að hún hefur látið af störfum. Forseti minn, ég hneigi mig djúpt. Steinunn Jóhannesdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.