19. júní


19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 80

19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 80
framhald af bls. 77 Brýning Bríetar Gerum viö fulla kröfu til sjálfra okkar um aö ganga óskiptar aö þvl verki sem viö tökumst á hendur? Hver og ein okkar verður aö spyrja sig þessara spurninga sjálf. Ef svarið er jákvætt við þeim öll- um er skýringanna líklega aö leita í umhverfinu. En ef svo er ekki, ef hin hreinskilnu svör sem viö gefum sjálfum okkur í trúnaöi eru dræm eöa jafnvel neikvæð, þurfum viö aö taka dálít- iö til hjá sjálfum okkur. Erum viö tilbúnar til að krefjast þess aö makar okkar axli fulla ábyrgö á heimilinu og láta þá dálítiö draslast heima fyrir á meöan veriö er aö koma jafnvæginu á? Erum viö til- búnar aö rjúfa vítahringinn: Makinn hefur hærri laun og þess vegna á starf hans aö ganga fyrir þegar árekstrar veröa milli heimil- is og starfs. Það er staðreynd aö konur eru að reyna að hasla sér völl sem fullir þátttakendur í atvinnu- lífi þar sem þjóöfélagsmunstriö og forsendur kvenna fara afar illa saman. Konur leggja enn mikla áherslu á heföbundiö hlutverk sitt, heimilishald og húsmóöurskyldur. Margar vel menntaðar konur vinna hjá hinu opin- bera. Þar eigum viö rétt á fæöingarorlofi á fullum launum í 6 mánuöi. Aldrei verður lögö of mikil áhersla á uppeldi barna. Ástúö, hlýja, tilfinninga- legt öryggi, traust fyrirmynd, athygli og tjáskipti eru meöal nauðsynlegustu þátta I uppeldi barna engu síöur en hollt fæöi og heilsusamlegt um- hverfi. En þaö er erfitt aö halda samkeppnishæfni til stöðuhækkunar óskertri á því tímabili sem 2-3 börn eru aö koma í heiminn og starfshlutfallið fer niður í 50-80% í allt aö áratug. Börnin eru mis- hraust og margar mæöur taka alfariö á sig um- talsverðar fjarvistir frá vinnu vegna veikinda þeirra. Stofnanirnar sem þessar konur starfa hjá hafa þröngan fjárhag, ákveðinn fjölda stöðugilda og þurfa aö skila sínu hlutverki innan þess ramma. Flestir sjá aö þaö er misvísun í skipan þjóöfé- lagsins. Þaö er mjög erfitt aö sinna fullu, krefjandi starfi utan heimilis á þeim forsendum sem ríkja og á sama tíma aö sinna barnauppeldi og heimil- ishaldi eins og skipulagiö er nú. Með þvl vinnuá- lagi er heldur ekki tlmi aflögu til þess aö vera póli- tískt virk svo aö hafa megi áhrif á þróun og upp- byggingu kerfisins. Karlar eru ekki I þeirri óskastööu sem ætla mætti. Nú er fariö aö viðurkenna aö karlar eru fé- lagslega einangraöir hafi þeir ekki konu sér viö hlið. Gjaldiö sem karlargreiöi fyrir karlmennskuna sé há sjálfsmoröstíðni, afbrot, slys, hjartaáföll og alkóhólismi. Körlum er auövitaö jafnmikilvægt og konum aö rækta tilfinningaleg tengsl. Skyldu-fæö- ingarorlof feöra, sem KRFÍ hefur á stefnuskrá sinni, er þvl nauösyn. Ingólfur Gíslason, starfs- maöur á skrifstofu Jafnréttisráös, segir I Helgar- póstinum, 3. apríl sl.: „Menn hafa veriö aö gæla viö aö þaö yröi þriðja byltingin I jafnréttisbaráttunni. Fyrsta bylt- ingin var kosningaréttur kvenna, síöan þegar kon- urnar fóru út á vinnumarkaöinn, sú þriöja veröi hins vegar þegar karl- mennirnirfari aftur inn á heimilin. Þess má geta aö yfir 70% norskra karla nýta sér nú rétt til töku fæðingarorlofs á móti um 1% íslenskra karla." (Helgarpósturinn 3. apríl 1996) Undan teppinu Viö stöndum á krossgötum þar sem þjóöfé- lagsmynstur gærdagsins er úr sér gengiö og ný skipan er enn ekki komin fram. Þaö er margt I deiglunni og uppgjör á ýmsum sviöum. Ýmislegt er komiö upp á yfirboröið sem áöur mátti ekki minnast á. Kynferöislegt ofbeldi er meöal þess sem nú er fariö aö ræöa upphátt, skilgreina og vinna gegn. Ofbeldi gegn konum er síöur en svo nýtt fyrirbæri. Þaö hefur alltaf viðgengist og hiö skipulega andóf gegn þvl á síðustu árum er tákn um sjálfstæöi og bætta sjálfsvitund kvenna. Þaö er aöeins stigsmunur á raunverulegu, llkamlegu ofbeldi og þeirri kúgun sem niðurlægjandi athuga- semdir leiöa af sér. Orö sem 1 fyrirlitningu falla um „kellingar," „stelpuflfl" eöa „heimskar Ijósk- ur" og klingja I eyrum stelpna I uppvextinum hafa ævilöng áhrif á viöhorf kvenna til sjálfra sln. Þegar ég var stálpaður krakki man ég eftir há- skólastúdent sem sagðist verða aö skilja mennt- unina og gáfurnar eftir heima þegar hann færi á böll til aö geta talað við stelpurnar. Margir viö- staddir hlógu og fannst þetta fyndiö. Stelpurnar hlógu líka en slðar veit ég aö þeim sveiö lltilsvirö- ingin I viöhorfi hans og sumar áttuöu sig á hrokan- um sem 1 orðunum fólst og mundu þau. Varist verndara Þaö er auöveldara aö berjast viö þá óvini sem maöur þekkir en hina sem maður veit ekki af. Þeir koma oft fram I líki velunnara, viröast verndarar. Verndarar eru nefnilega lúmskir óvinir. Þeir ræna mann sjálfstæðinu. Konurverða aö fara aö læra aö vara sig á þeim. Þaö frelsar enginn heiminn fyrir okkur. Viö veröum aö gera þaö sjálfar. Heimurinn er heimur ókkar. Viö ráöum því sjálfar hvernig hann er. Viö getum ekki setiö álengdar og búist við því aö einhverjir aörir en viö breytum honum. Þaö eru engir aörir en viö til þess. Þaö hafa eng- ir aðrir en við skilning, áhuga eöa vit til aö breyta heiminum. Lausnarorðiö er G.Æ.S., en þaö er (upp á ameríska tísku) skammstöfun fyrir GET - ÆTLA - SKAL. Þessi einkunnarorð þurfa konur aö tileinka sér. Þá komast þær hvert sem þær kjósa. Allan heiminn skoða í næði Bríet væri án efa enn aö brýna konur. Samt hef- ur henni oröið aö ósk sinni um að konum hefur opnast víöari sjóndeildarhringur, þær hafa lært aö hugsa, „aö llta uppfyrir sig, veröa metnaðar- gjarnar, skylduræknar, sterkar konur, færar um aö fæða og fræöa framtíöarkynslóöina." Getur samt ekki verið aö henni fyndist enn eima örlltið eftir af lýsingunni á samtíöakonum sínum sem henni fundust „búnar aö fá óafmáanleg margra alda kúgunareinkenni?" Bríet kvartaöi alla tíö um skort á forystukonum. Hana langaöi aö sjá breiða fylkingu samtaka kvenna sem beröust fyrir breytingum af ósérhlífni. í ávarpi I Kvennablaöinu, 30. janúar 1906, skrifar hún: „Vissulega leggja margar af yöur fram góöan skerf meö atorku og dugnaöi I margs konar lífs- stööu, og þaö er miklu betra en óþörf mælgi. En ekki dygði samt, aö allir baukuöu sér og stein- þegðu. Þá yrði samvinnan lltil. „Orðin eru þó til alls fyrst", og meö þeim má oft vekja aöra til nýrra framkvæmda." (Afmælisrit KRFÍ1947, bls. 35) Mér er sem ég heyri Brieti þruma yfir okkur aö full þörf sé nú á þvl aö konur taki betur höndum saman um aö vinna úr þeim vandamálum sem enn er veriö aö kljást viö. Hún mundi hvetja til hópeflis kvenna sem heföi þaö að markmiði aö setja fingurinn á ástæðurnar fyrir því að jöfn staöa kynjanna lætur á sér standa og uppræta þær. Nær öruggt er aö hún mundi höföa til beggja kynja I þvl efni. Á veggteppi sem Bríet geröi handa Laufeyju dóttur sinni stendur: Stígöu ófeimin stúlka upp og stýrðu klæði. Út um heiminn, yfirgræöi. Allan heiminn skoöa I næöi. Þegar mannkynið hefur öölast svo vlötæka yf- irsýn mun takmarkið nást. 78 19 .júní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.