19. júní


19. júní - 19.06.1996, Síða 35

19. júní - 19.06.1996, Síða 35
Forsetakosningar I fótspor Vigdísar Tvær konur eru meðal þeirra sem hafa boðið sig fram til að gegna embætti forseta íslands. 19.júníóskar þeim velfarnaðar í komandi kosningum. Guðrún Agnarsdóttir Guðrún Pétursdóttir Guörún Agnarsdóttir er fædd 2. júní 1941 í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Birna Petersen húsmóðir og Agnar Guðmundsson skipstjóri. Hún er gift Helga Valdimarssyni lækni og prófessor, f. 1936. Þau eiga þrjú börn, Birnu Huld blaðakonu I London, f. 1964, Agnar Sturlu sem er í doktors- námi í mannfræði í Cambridge, f. 1968, og Kristján Orra læknanema, f. 1971. Guðrún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1961 og kandi- datsprófi úr læknadeild Háskóla íslands í febrúar 1968. Hún var sérfræð- ingur í veirufræði við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum í september 1981 til apríl 1983 og aftur frá október 1991. Hún hefur verið í hlutastarfi þar frá því í apríl 1993 og forstjóri Krabbameinsfélags íslands í hlutastarfi frá því í júní 1992. Hún hefur einnig verið umsjónarlæknir Neyð- armóttöku vegna nauðgunar á slysadeild Borgarspítalans í hlutastarfi frá þvf í mars 1993. Guðrún var þingkona Reykvíkinga fyrir Samtök um kvennalista frá því í apríl 1983 til október 1990. Hún var framkvæmdastjóri við undirbúning al- þjóðlegrar kvennaráðstefnu október 1990 til september 1991. Hún hefur tekið virkan þátt í fjölmörgum ráðstefnum um jafnréttismál og málefni kvenna en einnig um friðar- og afvopnunarmál, málefni heimskautalanda, stjórnmál, fjölmiðlun og siðfræði og setið 41. þing Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur einng átt aðild að ýmsum alþjóðasamtökum sem hafa beitt sér í friðar- og afvopnunarmálum. Guðrún var formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1983-1984 og 1986-1987. Hún hefur átt sæti í fjölmörgum fastanefndum Alþingis, svo sem utanríkismálanefnd, allsherjarnefnd SÞ, fjárhags-og viðskiptanefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd, félagsmálanefnd, menntamálnefnd, iðnað- arnefnd, landbúnaðarnefnd, sjávarútvegsnefnd og allsherjarnefnd. Dr. Guðrún Pétursdóttir er fædd í París 14. desember 1950 og átti þar heima fyrstu æviárin, en ólst síðan uþp í Reykjavík. Hún er dóttir Mörtu Thors og Péturs Benediktssonar, sem var sendiherra íslands í Frakklandi en síðar bankastjóri og loks alþingismaður til dauðadags 1969. Maður hennar er Ólafur Hannibalsson rithöfundur, fæddur 6. nóvember 1935 á ísafirði og eiga þau tvær dætur, þær Ásdísi 7 ára og Mörtu 4 ára. Ólafur er sonur Sólveigar Ólafsdóttur og Hannibals Valdimarssonar, ráðherra og forseta Alþýðusambands íslands. Hún lauk stúdentsprófi 1970 frá Menntaskólanum í Reykjavík, var við nám við Konservatorium fúr Musik und Dramatische Kunst í Vínarborg. Lauk BA-námi frá Háskóla íslands í sálarfræði 1974, MA-prófi í lífeðlis- fræði 1977 frá Oxfordháskóla og doktorsprófi frá læknadeild Oslóarhá- skóla 1991. Viðfangsefni hennar var þroski taugakerfis á fósturstigi. Guðrún hefur verið forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar Háskóla ís- lands frá 1995. Hún var háskólakennari í fósturfræði og frumulíffræði við Námsbraut í hjúkrunarfræðum við Háskóla íslands frá 1987. Vann við rannsóknir við læknadeild Oslóarháskóla 1982-1987. Vann við rannsókn- ir og kennslu í lífeðlisfræði við Háskóla íslands, Nýja hjúkrunarskólann og Kennaraháskólann 1976-78. Rannsóknarstörf Guðrúnar Pétursdóttur eru annars vegar fólgin í víð- tækum heilsufarsrannsóknum með samanburði á Vestur-íslendingum og íslendingum til að meta áhrif erfða á móti áhrifum mismunandi umhverfis á heilsufar manna. Hins vegar eru rannsóknir á myndun taugakerfis á fóstur- stigi, sem m.a. miða að því að skýra hvers vegna taugar geta vaxið þá en ekki síðar á ævinni. Guðrún hefur haft mikil alþjóðleg samskipti vegna vísindastarfanna. Hún hefur unnið í fjölmörgum samstarfshópum og kynnt rannsóknir í Evr- ópu, Bandaríkjunum og Austuriöndum nær. Hún hefur átt sæti í fjölmörg- um nefndum á vegum Háskóla íslands og stjórnað alþjóðlegum ráðstefn- um. Hún er í stjórn Aflavaka hf og varamaður í stjórn íslensku óperunnar. 33 19.jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS (SLANDS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.