Sólskin - 01.07.1935, Blaðsíða 6
2. Geta hnýtt flagghnút, réttan hnút (línuhnút),
hálfbragð (hestahnút), staurahnút og vita til
hvers þeir eru notaðir.
3. Geta stokkið höfrungahlaup. Geta kastað bolta
15 m. með betri hendi og 7 m. með þeirri verri.
Geta hitt hring 65 cm. í þvermál, á 7 m. færi,
í þrjú skipti af tíu.
4. Ganga fallega 10 m. með 3 bækur á höfðinu
(gönguleikur). Stökkva yfir snúru 30 sinnum
og sveifla snúrunni sjálfur (sippa aftur á bak).
5. Vita hvers vegna og hvernig líkamanum er
haldið hreinum, tennur burstaðar, neglur hreins-
aðar og skornar, og vita hvers vegna anda skal
gegnum nefið. Sýna viðleitni í að framfylgja
þessu.
6. Þekkja á klukkuna.
7. Þekkja umferðarreglur gangandi og hjólandi
manna.
8. Hafa v.erið ylfingur í þrjá mánuði.
Fáni.
Allir menn í heiminum hafa fæðst af föður og
móður. Eins hefir hver maður fæðst í einhverju
landi. Það land er föðurlancL hans. Hann nefnir það
og fósturjörð, af því að það hefir fóstrað hann og
alið. Okkar land er ísland, þess vegna erum við ís-
lendingar. Allir, sem búa á einu landi, nefnast þjóð.
Danska þjóðin .eða Danir búa í Danmörku, norska
þjóðin í Noregi, Svíar í Svíþjóð o. s. frv. Þjóðirnar
hafa tekið upp þann sið, að hver þeirra á sitt sér-
staka merki, sem nefnt er fáni eða flagg. Fáninn á
4