Sólskin - 01.07.1935, Page 65

Sólskin - 01.07.1935, Page 65
felur sig einhvers staðar í herberginu, en á meðan snúa allir hinir sér upp að vegg, eru heima í greni sínu. Undir eins og þeir eru búnir að telja upp að 50 eða 100, upphátt, dreifa þeir sér, til þess að leita að Skakklappa. Sá ylfingur, sem fyrstur sér hann, kallar: „Varið ykkur! Skakklappi!“, og all- ir ylfingarnir hlaupa heim í greni sitt. Ef Skakk- lappi nær í einhvern á hlaupunum, verða þeir að tígrisdýrum. Því næst fela öll tígrisdýrin sig, og þannig heldur leikurinn áfram, þangað til allir eru orðnir að tígrisdýrum. Sveifla. Ylfingar standa í þéttum hring á krítarstriki. Foringinn stendur í miðju og heldur í endann á bandi, en í hinn enda þess er festur sandpoki, svo að pokinn flýgur í kring laust frá jörðu. Hann teyg- ir frá sér bandið, þar til það er nauðsynlegt fyrir ylfingana að stökkva upp, til þess að forða fótum sínum. Enginn má flýja, heldur stökkva beint í loft upp. Sá er úr leik, sem snertur er með pokanum, eða flýr, í stað þess að stökkva upp. Sá vinnur, sem verst lengst og einn verður eftir að lokum. 6»

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.