Sólskin - 01.07.1935, Page 35

Sólskin - 01.07.1935, Page 35
reipi, í myrkri og slæmu veðri, og þér mun þykja vænt um að hafa lært það, áður en á þurfti að halda. Það er erfitt að lýsa því í bók, hvernig hnýta skuli, ef þú hefir aldrei hnýtt hnút fyrr. Sund. Sund er ekki ein af þrautunum, sem verða lagðar fyrir þig, er þú vinnur fyrstu stjörnuna, en það er nú reglulega nytsamt að læra að synda, og því betra, sem þú lærir það yngri. Sund fegrar líkam- ann og gerir hann hraustari. Menn, sem oft iðka sund, verða hreinlátari og þola betur kulda. Þeir bjarga líka oft lífi sínu og annara. Þegar þú síðar ætlar að verða fullkominn skáti, verður þú að leysa af hendi sundafrek, nema þú sért heilsubilaður. Leiðsögumenn á sjó. Veist þú, hvað leiðsögumaður á sjó er? Það er maður, sem vinnur fyrir sér á þann hátt, að hann er eins og nokkurs konar hafnsögumaður skipa, sem kom nærri ströndum, t. d. á Englandi, og þá einkum í Ermarsundi. Hafnsögumenn víða um heim eru mjög vel æfðir í ýmsum greinum og verða að lokum að ljúka all- þungu prófi, áður en þeir fá atvinnu við hafnsögu. öll stór skip víðsvegar um heiminn verða að fá sér hafnsögumann, er þau koma í höfn og fara úr höfn. Þannig er það líka sumstaðar hér á landi, t. d. í Reykjavík. Leiðsögumaðurinn hefir kennt sér sjálfur. Hann 33

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.