Sólskin - 01.07.1935, Síða 60
Strokufangi.
Standið í þéttum hring og haldiat fast í hendur.
Setjið „fanga“ í miðjan hringinn.
Nú má fanginn reyna að sleppa út, með því að
skríða undir eða klifra yfir „hliðið“, þ. e. undir
hendur á ylfingunum eða yfir þær.
Hann má ekki brjótast í gegn með því að slíta
hringinn. Ef fanganum tekst að sleppa út, hleypur
hann burt sem fætur toga, en allir hinir rjúka af
atað á eftir honum með miklu ópi.
Sá, sem fyrstur nær honum og kemur með hann
aftur, verður fangi í næsta Jeik, og svo koll af kolli.
(Sami ylfingurinn má ekki vera fangi tvisvar. Ef
hann nær fanganum í annað skipti, verður hann að
útnefna einhvern í sinn stað til þess að vera fangi).
Ég á litinn hvolp.
Standið í hring og haldist í hendur. Einn ylfing-
ur gengur í kringum hringinn, heldur á klút (skáta-
klút) og þylur í sífellu: „Ég á lítinn hvolp, en hann
skal ,ekki bíta þig, og hann skal ekki bíta þig, og
hann skal ekki bíta þig —“, þangað til hann kemur
að þeim, sem hann hefir valið sér, þá leggur hann
klútinn á öxlina á honum og segir: „En hann skal
bíta þig“, og hleypur síðan kringum hringinn inn
og út undir hendur hinna, og sá, sem fyrir „bitinu"
varð, á eftir honum, þangað til honum tekst að
slá hann með klútnum, og þá verður hann eig-
andi hvolpsins, og gengur 1 kringum hringinn eins
og hinn gerði.
58