Sólskin - 01.07.1935, Qupperneq 53
Tennumar.
Herforingi nokkur var að rannsaka mann, sem
vildi ganga í herinn. Hæð, afl og sjón var í besta
lagi. En svo leit herforinginn upp í manninn og
/sagði: „Þú ert stór og sterkur, en eg get samt ekki
tekið þig í herinn, af því þú ert svo illa tenntur“.
Maðurinn varð hissa og sagði félögum sínum, að
nú ættu hermennirnir ekki e.inungis að fella óvin-
ina, heldur líka að éta þá. En sannleikurinn er sá,
að þeir hermenn eru gagnslausir, sem ekki geta
tuggið hart kex og seigt kjöt, þegar með þarf.
Það þarf að tyggja matinn vel, svo að maginn
geti melt hann, og hin góðu efni úr fæðunni komist
út í blóðið. En það er, eins og áður er getið, mjög
nauðsynlegt fyrir heilsuna.
Gættu tannanna vel. Bakteríurnar hafa greiðan
aðgang að þeim. Þessir litlu, hættulegu óvinir taka
sér bólfestu utan á tönnunum og milli þeirra. Fái
þeir að vera þar í friði, éta þeir sig inri í tennurnar
og valda sárum kvölum, sem margir þekkja, tann-
verk eða tannpínu. Ef tennurnar skemmast mikið,
verður að draga þær út. En þá verður erfitt að
tyggja matinn nógu vel.
En þú g.etur komið í veg fyrir að tennurnar
skemmist, með því að þvo og bursta sýklana út úr
munninum. Til þess þarf tannbursta. Hann kostar
1—2 krónur og fæst í öllum lyfjabúðum og mörg-
um verslunum. En hann er auðvitað gagnslaus,
nema hann sé notaður, og tennurnar burstaðar á
hverju kvöldi, áður en farið er að sofa, og líka
helst á morgnana og eftir miðdagsmatinn.
51