Sólskin - 01.07.1935, Síða 55
Taktu nál og berðu að henni logandi eldspýtu,
til þess að drepa sýkla, sem á henni kunna að vera.
Stingdu nálinni í rönd blöðrunnar á tveim stöðum.
Það er ekki sárt. Þrýstu svo vatninu út um nálar-
gatið. Bind þú svo um með hreinu bindi.
Blöðrur koma oft af því, að skórnir eru of stórir
og nudda fæturna. Úr því má bæta með tvennu
móti, þykkum sokkum, eða ól, sem brugðið er undir
ilina, víxllögð á ristinni og spennt utan um mjóa-
legginn, eins og sýnt er á myndinni.
Ef þú ætlar í langa göngu, skaltu forðast að vera
á þröngum skóm, því að þá máttu búast við að gef-
ast upp fyrr en seinna. Fæturnir þrútna dálítið við
áreynsluna. Sjálfsagt er að vera í tvennum sokkum.
Þú getur haft gaman eða leiðindi af gönguför,
en það fer eftir því, hve vel þú manst og breytir
eftir þessum ráðum.
Leikur. Tannbursti og sýkill.
Ylfingar standa í hring, hendur tengdar, armar
vel út. Einn ylfingur er inni í hringnum og leikur
tannbursta, annar er fyrir utan og leikur sýkil eða
sóttkveikju. Tannburstinn á að ná í sýkilinn. Allir
53