Sólskin - 01.07.1935, Qupperneq 29
augun. Gamli úlfurinn gerir margskonar hávaða, t.
d. dælir hjólslöngu, lokar hurð, færir stól á gólfinu
o. s. frv. Sá, sem á flestar réttar tilgátur, vinnur.
Að læðast. Ylfingur situr í miðjum hring með
bundið fyrir augun. Gamli úlfur bendir á einhvern í
hringnum. Hann reynir að skríða hljóðlaust að þeim,
er situr í miðju, og snerta hann. Heppnist honum það
án þess að sá í miðjunni heyri til hans, skipta þeir
um sæti. Heyri sá í miðjunni til þess, er læðist, bend-
ir hann á hann. Þá á hann að skríða heim aftur.
Að teikna, andlit. Allir í hring. Gamli úlfur teikn-
ar í loftinu mynd af andliti.
Fyrst ummál í hring. Þá hægra auga, vinstra auga,
nef niður og munn frá hægri til vinstri, allt með vísi-
fingri á vinstri hönd. Hver ylfingur reynir að gera
nákvæmlega hið sama og á sama hátt.
Eftirleit. Gamli úlfurinn fer með flokk sinn í
gönguför. Heitir hann vissum vinningum fyrir að
taka eftir vissum hlutum. Til dæmis:
Haltur hestur ................ 8 strik
Þröstur ...................... 3 —
Sjö fuglar í hóp.............. 3 —
Steinn eins í lagi og egg .... 3 —
Reynitré...................... 1 —
Rauð spjör.................... 1 —
Hver ylfingur, sem sér eitthvað af hinu ákveðna,
hvíslar að stóra úlfinum. Hann merkir strikin, sem
tákna vinningana, aftan við nafn hans.
Þegar heim kemur, eru vinningar taldir.
27