Sólskin - 01.07.1935, Side 5

Sólskin - 01.07.1935, Side 5
Sjöundi biti. Stjömumar. Nú ert þú orðinn sárfætlingur, og nú getur þú unnið fyrir tveimur stjörnum, til þess að bera á peysunni þinni, til sannindamerkis um það, hve dug- legur ylfingur þú ert orðinn. En gleymdu ekki ylf- jngaheitinu né ylfingalögunum. Varastu þann mis- skilning, að halda, að þú getir hætt að hugsa um þau, af því að þú hafir einhvern tíma lært þau. Þú verður ætíð að muna þau, og ekki aðeins að kunna þau utan bókar, heldur líka að rifja þau upp fyrir þér daglega og reyna að breyta eftir þeim. Má vera, að þér finnist erfitt það starf, sem þú þarft að Jeysa af hendi, til þess að fá stjömumar. En það er sannarlega ómaksins vert, því að þegar þú hefir fengið þær, munt þú fjnna, að þú ert orð- inn færari í fl.estan sjó. Nú ætla eg að segja þér, hvað þú þarft að gera, til þess að eignast fyrstu stjörnuna. Seinna verður þér sagt, hvað þarf til þess að fá þá síðari. Fyrsta stjama. Til þess að sárfætlingur geti hlotið fyrstu stjörnu, verður hann að geta þetta: 1. Þekkja íslenska fánann og meðferð hans. Enn- fr,emur Norðurlanda-fánana. 3

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.