Sólskin - 01.07.1935, Blaðsíða 51
Daglegar hægðir.
Hreint loft.
Líkamsæfingar.
Andaðu gegnum nefið.
Eg sagði áðan, eins og þú manst líklega, að það
ætti að anda með nefinu. En hvers vegna ekki með
munninum? Það skaltu fá að vita. Kokið og háls-
inn er viðkvæmt og gjarnt á að sýkjast af kvefi
og hæsi. Ef þú andar með munninum, er loftið kalt,
þegar það kemur inn í kokið, og getur valdið of-
kælingu; en ef þú andar með nefinu, hitnar loftið
við að fara upp eftir nösunum og er orðið þægilega
volgt, þegar það kemur niður í kokið.
En það er líka af annari orsök nauðsynlegt að
anda með nefinu.
Það er ógrynni í loftinu af smáverum, sem nefn-
ast bakteríur. Þær eru ósýnilegar berum augum, en
sjást í góðri smásjá. Þær geta valdið margskonar
veikindum, ef þær komast inn í þig. Þess vegna
heita þær líka sóttkveikjur.
Ef þú andar með munninum, er hætt við, að eitt-
hvað af þessum ófögnuði komist niður í kok eða
maga og valdi þar meiri eða minni skaða. En and-
irðu gegnum nefið, festast sóttkveikjurnar í slím-
inu í nösunum, og þú losnar við þær, þegar þú snýt-
ir þér.
Þeir, sem vinna erfiðisvinnu, verða þurrir í kverk-
unum og þyrstir, ef þeir anda með munninum, en
ekki ber á því, ef þeir draga andann gegnum nefið.
Rauðskinnar í Vesturheimi kenna börnum sínum
49