Sólskin - 01.07.1935, Side 36
þekkir hvern boða og blindsker við strendurnar.
Hann fer í litla bátnum sínum út á sjóinn í vondu
veðri, þoku og stormi, og oft þegar hafnsögumað-
urinn getur ekki hjálpað skipum, sem þurfa á að-
stoð úr landi að halda. Leiðsögumaðurinn býður
hjálp sína fyrir litla borgun þeim skipum, sem
geta ekki fengið hinn eiginlega hafnsögumann.
Einnig er hann oft viðlátinn, þegar skip kemst í
hættu á grynningum eða skerjum.
Til eru margar sögur um hina miklu hjálp, sem
menn þessir hafa veitt ferðamönnum. Þeir verða að
vera hraustir og harðgerir menn, er sækja út á sjó-
inn í litlum bát í vondum veðrum, oft kaldir, votir og
svefnvana og matarlitlir. Þeir þekkja skipaleiðirnar,
jafnvel í þoku, þá er ekkert vísar leið. Líf leiðsögu-
mannsins er hörð barátta. Hann er alltaf tilbúinn að
Ieggja það í hættu, öðrum til hjálpar. Hann er sannur
sjóskáti. Hér á landi eru ekki til sjóskátar. En þið
munuð hafa heyrt margar sögur um dáð, dug, fórn-
fýsi og hjálp fólksins austur í Skaftafellssýslu, á
Suður-Nesjum eða annars staðar, þar sem sjómen*
hafa brotið skip sín við ströndu hér á landi, hverr-
ar þjóðar sem þeir hafa verið. Fólkið á bæjunum
lætur þá hátta í rúm sín, og hjúkrun er veitt eins og
▼it og kunnátta er til. Matföng eru fram borin,
hestar eru lánaðir og fylgdarmenn ljá þeim lið sitfc
langar leiðir.
Sjómenn.
Þið hafið, ef til vill, heyrt eða lesið um gömlu
hákarlamennina.
S4