Sólskin - 01.07.1935, Blaðsíða 44
verður hún lítil og veikluleg, og getur visnað og
dáið.
Get eg sjálfur nokkuð ráðið því, hvort blóðið er
heilbrigt, þar sem það er inni í líkamanum?
Heilnæm fæða.
Já. Blóðið kemur úr mat og drykk, sem líkaminn
fær gegnum munninn. Þess vegna þarf að borða
holla, blóðaukandi fæðu; ekki sælgæti, þó að það
sé bragðgott, heldur graut, mjólk, grænmeti, kar-
töflur, brauð, fisk og kjöt. Ef fæðan er mikil og
holl, þarf ekki að kvíða blóðleysi.
En blóðið verður líka að vera heilbrigt. Eitur má
ekki myndast í því. Þú verður sjálfur að sjá um það,
því að það getur enginn annar.
Daglegar hægðir.
Þegar þú hefir tuggið matinn og kingt, fer hann
niður í magann. Þar síast góðu efnin úr fæðunni út
í blóðið, en úrgangurinn fer út úr líkamanum gegn-
um endaþarminn. Ef þessi úrgangsefni fá að vera
of lengi í líkamanum, það er að segja meira en
einn dag, fara þau að eitra blóðið. Þá verður góð
og holl fæða gagnslaus.
Þess vegna skaltu gæta þess vel, að hafa hægðir
að minnsta kosti einu sinni á hverjum degi. Það er
nauðsynlegt til þess að halda góðri heilsu.
Gott Loft og djúp öndun.
Þú getur einnig aukið og viðhaldið hreysti þinni
með hreinu lofti, sem þú andar v,el að þér gegnum
■42