Sólskin - 01.07.1935, Side 56
í hringnum reyna að tefja fyrir sýklinum, þegar
hann ætlar út eða inn, en tannburstinn er látinn
vera frjáls ferða sinna.
Hvað er klukkan?
Fyrir æfa-löngu, þegar maðurinn var næstum
allan daginn að veiða, slátra og matbúa, þar til
hann lagðist til svefns, hafði hann enga þörf fyrir
að vita nákvæmlega hve framorðið var. En nú þarf
svo mörgu að sinna, að nauðsynlegt er að vita „upp
á mínútu“ hvað tímanum líður.
Ef þú hefir lært tímatal í skólanum, veistu að 60
sekúndur eru í mínútu, 60 mínútur í klukkustund
og 24 klukkustundir í sólarhring eða degi (og
nótt).
Líttu á klukkuna. Þú sérð stóra og litla vísinn á
henni, 12 tölur og 60 smá-strik.
Litli vísirinn hreyfist hægt og telur stundir dag6
og nætur.
Stóri vísirinn fer miklu hraðara, því að hann tel-
ur mínúturnar. Hann fer heilan hring, frá 12 til
12, á hverri klukkustund, meðan litli vísirinn fer
aðeins milli tveggja talna.
Búðu þér til klukkuskífu úr pappa og festu vísa
á með títuprjóni eða heftibólu, svo að þeir geti
enúist. Þá verðurðu fljótur að þekkja á klukkuna,
og ef gömul, sjóndöpur kona spyr þig, hvað klukk-
an sé, geturðu sagt henni það, en þarft ekki að
svara: „Eg veit það ekki“.
Með því að segja fólki, hvað klukkan sé, getur
þú veitt þvi aðstoð þína.
54
j