Sólskin - 01.07.1935, Síða 10
boði Jesú Krists, að slíðra sverðin og vega ekki með
vopnum. Allir menn eiga að óska þess og vona það,
því að stríð og styrjaldir eru það Ijótasta og heimsku-
legasta, sem þjóðirnar hafa nokkurn tíma aðhafst.
En styrjaldir munu hætta, þegar stríðunum lýkur
í hjörtum manna, þegar sjálfselskan víkur sæti fyrir
bróðurást, og mannúð, drenglyndi og ráðvendni er
meira virt en auður, völd og virðing.
En þótt þjóðirnar hætti að berjast og læri að lifa
í friði, þá halda þær áfram að elska og virða fánana
sína.
Nú verður fánanum okkar lýst. Það er rauður
og hvítur kross á bláum feldi. Mest ber á bláa litn-
um. Hann er aðallitur Islands. Bláminn er allsstaðar
um heiðan himinn og haf, bláf jallageim, ár og heiðar-
vötn.
En efst yfir bláum möttli fjallanna skína hvítir
jöklar og hefja björt höfuð hátt í himinbláma. Á
það á hvíti liturinn í fánanum að minna.
En þótt ættjörðin gangi oft í hvítavoðum frosts
og fanna, á hún yl í æðum og eld í hjarta. Á það
minnir rauði liturinn.
Áttundi biti.
Sjá lögmál skógarins letrað
jafn langlíft og festingin blá.
Úlfum, sem hlýða því, heppnast,
en hver, sem það brýtur, er frá.
8