Sólskin - 01.07.1935, Side 38
þar, sem þeir eru kunnir, viðurkenndir fyrir hreysti
og dugnað. Þeir eru einnig taldir hinir glæsileg-
ustu sjómenn, sem koma í erlendar hafnir.
Skyldurækni.
Eg minnist orða lávarðarins Beresford, einu sinni
þegar hann fór með mig út í herskip sitt. Við gengum
um lágu herbergin, sem eru nærri því í botni skips-
ins. Fyrir þeim eru vatnsþéttar hurðir, svo að ó-
mögulegt er að sleppa út úr þessum herbergjum,
ef skipið ferst. Þá mælti lávarðurinn:
„Þetta eru vélamennirnir. Þeir vinna hér niðri,
gera skyldu sína án þess nokkur sjái þá. Þeir hljóta
hvorki heiður eða frægð af störfum sínum, en án
þeirra gæti skipið ekki gengið, og orustan yrði
ekki unnin“.
En þessir menn eru einmitt eins og eg vildi, að
hver maður í landinu væri. Vinna að skyldustörfum
sínum, hjálpa sveit sinni eða bæ, án þess menn sjái
þá eða taki sérstaklega eftir þeim, en starfa af
því að það er skylda þeirra, en ekki vegna þess, að
þeir séu að vinna fyrir heiðri eða frægð.
Eg var vanur að leika knattspyrnu, þegar eg var í
skóla, og lengi var eg markvörður. Mér fannst eg
vera líkur vélamönnunum og kyndurunum á her-
skipunum. Mig mundi hafa langað til þess að leika
fram, þjóta sí og æ með knöttinn fram og aftur,
þegar áhorfendurnir æpa af hrifningu. En í stað-
inn íyrir þetta, varð eg að standa í marki, einn og
kaldur, og án þess mér væri veitt eftirtekt. En ver-
ið þjð nú rðlegir. Þegar andstæðingarnir gera harða
36