Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 36
36 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR Þarf að ræða þetta eitthvað frekar? Palli, Sigga og Eiki eru að hugsa um að fara á frum- sýningu í bíó. Það sérkennilega við bíóhúsið er hins vegar að það býður bíógestum að semja um miðaverð. Palla langar eiginlega ekkert að fara á þessa mynd en fer í samningaviðræður vegna þrýst- ings frá Siggu og Eika. Hann myndi því sennilega reyna að gera samning um svo lágt miða- verð að hann fengi það aldrei í gegn. Það myndi líka henta honum best. Siggu langar að fara í bíó en er ekki tilbúin að borga allt of mikið fyrir það. Hún fer í samn- ingaviðræður með það markmið að ef hún fær miðann á viðun- andi verði, þá fer hún í bíó. Eika langar mjög mikið til að fara á þessa mynd og fer í samningaviðræður með það að markmiði að komast í bíó. Hann kemur því sennilega til með að borga hæsta miðaverðið. Hverjum af þessum þremur myndir þú treysta best til að semja um miðaverð í bíó fyrir þína hönd? Samninganefnd og samn- ingahópar Íslands um aðild að Evrópusambandinu munu á næstu mánuðum vinna rýni- vinnu vegna samningaferils- ins sem svo fer í gang eftir að þeirri vinnu er lokið. Þrátt fyrir að hver samningahópur samanstandi af tíu til tuttugu einstaklingum er nánast undan- tekningarlaust um að ræða hagsmunatengda aðila sem annað hvort eru nú þegar á móti eða meðfylgjandi aðild að Evrópu sambandinu (líkt og Palli og Eiki hér að ofan). Heildarhagsmunir þjóðar- innar með eða án ESB til fram- tíðar eru fyrir borð bornir. Lítið bólar á því sem öllu máli skiptir, að það séu heildar- hagsmunir þjóðar i nnar, almennings í landinu sem eigi að ráða úrslitum. Hver þess- ara hagsmuna aðila í samninga- hópunum hugsar eingöngu um sig og fáir þeirra munu taka tillit til heildarhagsmuna þjóðar innar. Í þessu máli hefur utanríkisráðherra Össur Skarp- héðinsson ákveðið að skilja Siggu (þjóðina) eftir heima og bjóða Palla og Eika (sérhags- munaöflunum) að sjá um málið eða einmitt þeim aðilum sem ég myndi síst treysta til að reyna að semja um aðild fyrir mína hönd. Einsleitnin er mjög áber- andi og til dæmis eru í samn- inganefnd um sjávarútvegs- mál þrír aðilar frá LÍÚ, þrír aðilar frá Alþýðusambandinu, auk aðila frá Farmanna- og fiskimannasambandi, samtök- um fiskvinnslu, framleiðslu og útflytjenda, kvótamark- aðar o.s.frv. Allir þessir ein- staklingar eru kallaðir til til að gæta sérhagsmuna sinna félagsmanna en fáir hafa þá yfirsýn sem þarf til að spyrja hvort þetta þjóni eða þjóni ekki framtíðar hagsmunum þjóðar- innar. Starfsmenn ráðuneytanna geta seint talist hagsmunagæslu- aðilar almennings. Eina bak- land þjóðarinnar er hugsanlega að finna í ör fáum einstakling- um samningahópa og aðal- samninganefndar en þeir geta lítið aðhafst vegna þeirrar slag- síðu öfgaviðhorfa sem einkenn- ir samningahópana. Við þurfum að hætta að hlusta á Palla og Eika. Þeirra skoðan- ir eru eingöngu byggðar á sér- hagsmunum og því eiga þeir engan rétt til að sitja einir að samningaborðinu. Það er mín von að utanríkisráðherra finni fleiri „Siggur“ í hverja nefnd, til að gæta að heildarhagsmunum íslensku þjóðarinnar. Það þarf að meta í hvaða stöðu þjóðin er núna og hvað væru bestu kost- irnir með eða án ESB, í hvaða stöðu þjóðin verður ef til inn- göngu kemur og í hvaða stöðu þjóðin verður hugsanlega eftir nokkra áratugi hvort sem af inngöngu verður eða ekki. Ein- ungis eftir þannig undirbúning og samningsferli er mögulegt fyrir þjóðina að taka upplýsta ákvörðun um hvort aðild að Evrópusambandinu sé væn- legur kostur eða ekki. Ísland og ESB Hans Guttormur Þormar framkvæmdastjóri Þrátt fyrir að hver samninga- hópur samanstandi af tíu til tuttugu einstakl- ingum er nánast undan- tekningarlaust um að ræða hagsmunatengda aðila. Við höfum um margt valið okkur undarlegar leiðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Þetta á m.a. við um gjaldeyris- höftin sem lögð voru á eftir hrun og dvínandi áhugi virðist nú á að losa sig við. Við veljum einnig leið- ir á fleiri sviðum sem aðrar þjóðir telja ógreiðar, s.s. varðandi eignar- hald á fyrirtækjum, ríkisafskipti, skatta og sjávarútveg, svo eitt- hvað sé nefnt. Það er erfitt að sjá að þarna sé búið að varða leiðina til nútíma efnahagslífs í fremstu röð. Gamall texti og lag Lennons og McCartneys leitar á mann: He´s a real nowhere man, Sitting in his Nowhere Land, Making all his nowhere plans for nobody Allir virðast sammála um skað- semi gjaldeyrishafta og að það sé nauðsynlegt að afnema þau sem fyrst – en bara ekki strax. Tiltek- in (óljós) skilyrði þurfa að verða uppfyllt fyrst, t.d. er varða fjár- mögnun innlánsstofnana og lausn á „þvingaðri“ verðbréfaeign útlend- inga. Best yrði að afnema höftin í nokkrum skrefum og tímasetning réðist af því hversu vel tækist að uppfylla skilyrðin. Afnám gjald- eyrishafta nú myndi þýða hrun krónunnar með skelfilegum afleið- ingum. En yrði það svo? Sterk staða til að afnema höftin Sé litið til samkeppnishæfni efna- hagslífsins og eignastöðu þjóðar- búsins hefur Ísland ekki staðið jafn vel um árabil. Raungengi er nú þegar í sögulegu lágmarki, er nú rúmlega 20% undir meðaltali 1980- 2009 á mælikvarða neysluverðs og tæplega 30% undir meðal tali 1980- 2009 á mælikvarða launa. Þetta endurspeglast í myndar legum afgangi af viðskiptum við útlönd, en jöfnuður viðskipta með vöru og þjónustu á árinu 2010 verður líklega um 170 ma. kr. Viðskipta- jöfnuður fyrstu 9 mánuði ársins var jákvæður um 97 ma. kr. án áhrifa gömlu bankanna. Þá sýnir Gylfi Zoëga, hagfræðingur fram á í nýlegri grein (Vísbending, 28.10. 2010) að nettó staða þjóðarbúsins er jákvæð um 2-3% af VLF, með tilliti til innlendra eigna bankanna, væntanlegrar Icesave-skuldar og leiðréttingu fyrir skuldum alþjóð- legra fyrirtækja skráðum á Íslandi. Frá því að Gylfi ritaði grein sína hefur mat Seðlabankans á nettó eignastöðu Íslands (án gömlu bank- anna) batnað um 193 ma. kr. (13% af landsframleiðslu). Er hægt að hugsa sér betri aðstæður til að afnema gjaldeyrishöft? Útlendir eigendur verðbréfa Ofuráhersla hefur verið á nauðsyn þess að losa um stöður erlendra aðila sem eru fastir með fjármuni sína hér og því spáð að þeir, ásamt íslenskum fjárfestum, muni hlaupa út með allt sitt fjármagn um leið og tækifæri gefst. Því verður ávallt hægt að halda því fram að hundruð milljarða gætu flúið land við afnám hafta og valdið mikilli lækkun krónunnar, því stór hluti fjármagns í frjálsu hagkerfi er kvikur, þ.e. getur hreyft sig með litlum fyrirvara. En er þetta lík- legt? Miðað við nettó eignastöðu þjóðarbúsins og samkeppnishæfni þess við núverandi gengi krónunn- ar eru yfirgnæfandi líkur á því að raungengi íslensku krónunnar styrkist til framtíðar litið, jafn- vel myndarlega. Ef gengi krón- unnar lækkaði umtalsvert frá því sem nú er, myndast þ.a.l. tæki- færi innlendra (t.d. lífeyrissjóða) og erlendra fjárfesta til mikillar hagnaðartöku. Fjármunir myndu því leita til landsins og gengið styrkjast fljótt aftur. Hræðsla við kollsteypu við afnám gjaldeyris- hafta er því ástæðulaus. Frestun ekki besta leiðin Ofurvarkárni við afnám hafta má e.t.v. rekja til annarra þátta en skynsamlegs mats á ávinningi og kostnaði: ■ Áhrif þrýstihópa. Hluti þjóð- félagsins hefur lagað sig að gjald- eyrishöftunum og hefur af þeim tímabundinn ávinning, jafnvel þótt þjóðin öll hljóti af þeim mik- inn skaða. Þetta má m.a. merkja af því að sumir eru farnir að mæla höftunum bót ■ Stjórnvöld og Seðlabankinn bera áhættu af afnámi haftanna. Ráða má af viðbrögðum við nýlegri til- kynningu Seðlabankans um að engin skref til afnáms hafta verði tekin fyrir mars 2011, að Seðla- bankinn hefur hvata til að flýta sér hægt. Stjórnvöld fá tæplega klapp á bakið frá almenningi fyrir afnám gjaldeyrishafta en tímabundið gengisflökt gæti hins vegar vald- ið þeim óþægindum ■ Stofnanaleg umgjörð og eftir- lit. Mikið vald er fært stofnunum, embættismönnum og stjórnmála- mönnum. ■ Hræðsluáróður hefur haft áhrif á almenning. Harla ólíklegt er að aðstæður til afnáms gjaldeyrishafta batni frá því sem nú er. Höft eru nefni- lega þannig að þeim mun lengur sem þau vara, því erfiðara verður að losa um þau, m.a. vegna þess að þau draga þrótt úr efnahags- lífinu og rýra traust á þjóðar- búskapnum. Sérstaklega ber að vara við afnámi í smáskömmtum. Afleiðingarnar verða enn harðara gjaldeyriseftirlit, aukin mismun- un og spilling. Skynsamlegast er að afnámið byggi á almennum og víðtækum reglum og eigi sér stað sem allra fyrst. Það er algerlega ósannað mál að afnám haftanna nú muni hafa skaðleg áhrif á efnahagslífið. Þvert á móti má færa fyrir því gild rök, eins og gert hefur verið hér, að tafir geti haft mun alvar- legri afleiðingar fyrir lífskjör á Íslandi en að ganga til verks nú þegar. Við skulum ekki sitja ein í Nowhere Landi og gera áætlan- ir sem koma engum að gagni og hafa hvergi annars staðar reynst vel. „Nowhere Land“ Efnahagsmál Þórður Friðjónsson forstjóri Nasqad-OMX á Íslandi Er hægt að hugsa sér betri aðstæður til að afnema gjaldeyris- höft? Nú er endanlega ljóst að þessi ríkisstjórn ætlar ekkert að gera nema halda fólki í gíslingu um ókomin ár og setja upp lausnir sem gagnast í raun engum nema að því leyti að eitthver hluti fólks- ins fær að vera í húsnæðinu áfram sem þrælar nútímans. Nú þurfum við að óska eftir forustu fyrir nýjan stjórnmála- flokk, sem hefur að hagsmunum að afnema verðtryggingu og sam- eina lífeyrissjóði í einn þannig að allir landsmenn hafi sömu rétt- indi. Gæta að hagsmunum heim- ilanna og klíkuráðningum í þjóð- félaginu. Við getum ekki sætt okkur við þann kostnað sem kostar að reka marga lífeyrissjóði, margar stjórn- ir og sér húsnæði fyrir hvern líf- eyrissjóð. Þessi óþarfakostnaður nemur hundruðum milljóna á ári. Einnig þarf að láta rannsaka það fólk sem hefur stjórnað land- inu hingað til og jafnvel að fara útí eignaupptöku hjá, sennilega mjög mörgum. Ætlun þessarar ríkisstjórnar í dag er að ræna þá sem hafa hing- að til haldið þjóðfélaginu uppi til að greiða skuldir banka og lífeyris- sjóða. Er það réttlátt að millistéttin sem hefur haldið þjóðinni uppi missi allt sitt og detti niður fyrir fátæktarmörk? Fólk á rétt á að halda því sem það hefur unnið fyrir. Er það rétt að kæfa niður dug- legt fólk sem aflar tekna og borgar gjöld? Hagsmunasamtök heimilanna hafa komið með tillögu um að færa öll lán, íslensk sem erlend, til 01.01.2008. Frá þeim tíma verða öll lán íslensk með verðbótaþaki 4%. Lækkandi með tímanum og verð- bótalaust um ókomna framtíð. Einfalt og réttlátt Fólkið sem tók lánin miðaði við verðbólgumarkmið seðlabankans, sem brást illilega. Afnemum verðtryggingu sem allra fyrst, þá mun fólk vita nákvæmlega í krónum hverj- ar næstu greiðslur verða af fast- eignalánum og við losnum alfarið við okurvexti og óvissu. Tillaga er að láta kanna hvað allir þessir lífeyrissjóðir hér á landi eru með í launakostnað og þá sundurliðað. Framkvæmdastjóri, stjórn og annar kostnaður. Einnig húsnæðið, verðmæti þess. Sú upphæð hefur verið tekin af greiðslum og sparnaði fólksins. Allur kostnaður sem einhvers- staðar er t.d. ferðakostnaður og kostnaður við ökutæki. Þennan kostnað má örugglega skera niður með því að sameina alla lífeyrissjóði í einn. Eitt skal yfir alla ganga. Við erum öll jöfn að verðleikum. Hvað töpuðu lífeyrissjóðirnir miklu? Gerum það opinbert hvað hver fyrir sig tapaði miklu og einnig hvað þeir keyptu af skuld- um heimilanna. Hafa lífeyrissjóð- irnir eitthvað að fela? Við erum aðeins um 300.000. og ættum öll að vera í þeirri aðstöðu að fá það 100% til baka sem við höfum lagt í sjóðina, ásamt vöxt- um. Leggjum niður samtrygginga- kerfið. Það getur hver fyrir sig keypt sér tryggingar sem þjóna því sama. Það er mun betra að hver fyrir sig fái sitt að fullu ásamt vöxtum sem viðkomandi hefur lagt í sjóðinn. Fólkið á skilið að geta verðlaun- að sig með góðum lífeyri eftir mikla vinnu. Stjórnmálamenn eru jú örugg- ir með himinhá lífeyrislaun, þess- vegna er þetta mál mjög viðkvæmt og helst ekki rætt nema með útúrsnúningum og síðan þaggað niður. Þessar fjölskyldumafíur sem eru á föstum launum í vissum emb- ættismannakerfum, m.a. félags- lega kerfinu og velferðarkerfinu. Er það tilfellið að þarna eru allt- af sömu fjölskyldurnar og að engir nýir straumar komist þar að? Sjá umfjöllun í Silfri Egils 05.12. (Ásgerður Jóna Flosadóttir). Það er til fullt af góðu og fram- bærilegu fólki eins og t.d. Ásgerð- ur Jóna Flosadóttir, Lilja Móses- dóttir og margir fleiri eins og t.d. stjórn Hagsmunasamtaka heimil- anna. Nú vantar gott fólk til að gera einfalda og góða hluti! Komum þessi liði sem hefur verið í áskrift á þingi, árum og áratugum saman, frá völdum. Ákall! Nýtt afl Stjórnmál Gunnar Magnússon fyrrverandi sjómaður Lumex Skipholti 37 Sími 568 8388 www.lumex.is 17.900kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.