Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 64
48 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR
BAKÞANKAR
Charlotte
Böving
LÁTTU ÞÉR
LÍKA VIÐ VÍSI
og þú gætir fengið óvæntan jólaglaðning
Settu „Like“ við Vísi á Facebook og þú
gætir unnið flatskjá, flottan N8 síma,
góða jólabók eða einhvern annan
spennandi glaðning fyrir jólin.
DREGIÐ VERÐUR DAGLEGA TIL 20. DES.
N8 sími.
Bækur frá Sölku.
Fjöldi annarra vinninga.
Flott 22“ Panasonic Pure Line
sjónvarp með innbyggðri iPod vöggu.
Það er auðvelt að láta sér líka við Vísi á
facebook.com/visir.is
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Kjaaaftæði
maður.
Ég er miiiklu
grennri en þú!
Brjóstsykurs-
moli! Beint í
ennið á mér!
Hvað er málið?
Gamlar
konur í
dag! Þær
eru til
skammar!
Mér
sýnist að
prófin
séu búin.
Þú ættir
kannski að
geyma eitt-
hvað af þessu
til næsta árs!
Guðminnalmáttugur!
Guðminnalmáttugur!
Er allt í lagi með þig Solla?
Geturðu hreyft fingurna?
Solla? Solla?
Segðu eitthvað!
AHHH!
LÁRÉTT
2. fíkniefni, 6. hljóm, 8. stroff, 9.
sníkjudýr, 11. karlkyn, 12. lítið barn,
14. einkennis, 16. pípa, 17. hlaup, 18.
fálm, 20. tveir eins, 21. handa.
LÓÐRÉTT
1. lýð, 3. frá, 4. eyja í Miðjarðarhafi,
5. stykki, 7. ríkur, 10. löng, 13. háttur,
15. óhapp, 16. iðka, 19. 2000.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. hass, 6. óm, 8. fit, 9. lús,
11. kk, 12. kríli, 14. aðals, 16. æð, 17.
gel, 18. fum, 20. yy, 21. arma.
LÓÐRÉTT: 1. fólk, 3. af, 4. sikiley, 5.
stk, 7. múraður, 10. síð, 13. lag, 15.
slys, 16. æfa, 19. mm.
Það er dásamlegt að geta hlakkað til, að þora að hlakka til, því tilhlökkun fylg-
ir alltaf áhættan á vonbrigðum. Það er
sjálf hugmyndin með lífinu að geta kastað
frá sér vonbrigðum og hlakkað til aftur og
aftur. Gleðin kostar ekkert og hún gefur líf-
inu vægi.
EN HVAÐ ef manni þykja jólin kvíðafullur
og stressandi tími? Kannski vegna þess að
upp rifjast slæmar minningar eða einfald-
lega af því að maður vill hafa allt svo full-
komið?
Í PISTLI þessum er veitt fullt af góðum
ráðum, þannig að þeir sem vilja þau ekki
verða að hætta að lesa núna … Ókei, hér
koma þau:
RÁÐ 1: Slepptu fullkomnunarárátt-
unni! Þ.e.a.s. í stað þess að gera allt
100% skaltu gera allt 70%. Notaðu svo
síðustu 30% í að gera hluti sem gleðja
þig. Útbúðu lista yfir þá hluti sem
veita þér ró og hamingju. Skrif-
aðu þvínæst niður öll leiðin-
legu, stressandi og kvíðvæn-
legu verkefnin. Sjáðu til þess
að gera hluti af hamingjulist-
anum á hverjum degi og kauptu
eða borgaðu einhverjum fyrir
allt á leiðindalistanum. Hafir þú
ekki efni á því að kaupa það allt
verður þú að velja – en sjáðu til
þess að gera alltaf eitthvað inn á milli sem
er gott fyrir þig, t.d. að kaupa þér kakóbolla
eða kyssa barnið þitt!
JÓLIN eru hjartans tími. En það sem gerist
í jólastressinu er að við færumst upp í haus.
Í höfðinu hringsnúast allir þeir hlutir sem
þurfa að klárast fyrir jól, plús allar áhyggj-
urnar.
RÁÐ 2: Dragðu andann djúpt fimm sinnum
í röð, fimm sinnum á dag (5x5 – það er auð-
velt að muna!) og passaðu að slaka á öllum
vöðvum líkamans þegar þú andar frá þér.
Þá getur þetta ekki klikkað algjörlega!
RÁÐ 3: Birtan er mikilvæg og göngutúr
úti við sjó fyrir sólsetur viðrar bæði sál og
líkama. Ef þú hefur ekki möguleika á því
er sniðugt að skella sér í röska tíu mínútna
göngu í matarhléinu í vinnunni.
RÁÐ 4: Vertu meðvituð um það sem þú
hugsar. Ef þú stendur þig að því að hugsa
neikvæða hluti um sjálfa(n) þig, jólin eða
annað, skaltu spyrja þig: Hvað get ég hugs-
að annað í staðinn, sem lætur mér líða
betur?
EF EKKERT af mínum góðu ráðum duga,
geturðu glaðst yfir því að jólin koma bara
einu sinni á ári og fyrr en varir er aftur
kominn janúar. Þú lifir væntanlega líka
þetta ár af.
Jólagleði eða jólakvíði?