Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 74
58 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR Kathryn Bigelow, sem fékk Óskarinn í fyrra fyrir The Hurt Locker, er búin að fá Tom Hanks til að leika í stórmyndinni Triple Frontier. Og Karl Júlí- usson til að hanna leikmyndina eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá. Hún er hins vegar ekki alveg sannfærð um að það verði hennar næsta verkefni þrátt fyrir að tökur eigi að hefjast um mitt ár 2011 því hana klæjar í fingurna að byrja á nýrri mynd og hefur, samkvæmt Empire Online, sannfært fram- leiðandann Mark Boal um að þau geti vel gert mynd í millitíðinni. Ekki er hins vegar vitað hvaða mynd verður fyrir valinu því bæði Boal og Bigelow eru þögul sem gröf- in. Samkvæmt kvikmyndabiblíunni Variety verður hún gerð fyrir álíka upphæð og The Hurt Locker, eða tíu milljón dali, og á að fjalla um einhvers konar frelsishetjur. Og þegar Bigelow er spurð af hverju hún vilji endilega gera mynd þegar það styttist í tökudag á Triple Frontier var svarið einfalt: „Ég get einfaldlega ekki beðið eftir því.“ Bigelow með nýja mynd VINNUÞJARKUR Kathryn Bigelow er vinnuþjarkur og ætlar að gera tvær myndir á árinu 2011 ef marka má Variety. Óskarsverðlaunaleikstjórinn Danny Boyle útilokar ekki að gera framhald af hinni mögnuðu Trainspotting sem var byggð á samnefndri bók Irvine Welsh. Myndin sló eftirminnilega í gegn í Evrópu og markaði upphaf að glæstum ferli Ewans McGregor. Boyle viðurkenndi á blaðamannafundi að þetta væri raunhæfur möguleiki en þetta þýddi að Boyle og McGregor yrðu að grafa stríðöxina. Leikstjóranum og leikaranum sinnaðist nefnilega þegar Boyle fékk Leonardo DiCaprio til að leika aðahlutverkið í The Beach. Framhald af Trainspotting er til í líki bókarinnar Porno eftir Welsh. Á blaðamannafundinum gaf Boyle þeirri bók hins vegar ekki háa einkunn. Þar rekur Renton næturklúbb í Amster- dam og Begbie er nýkominn úr fang- elsi og hyggst finna þann í fjöru sem sendi honum, nafnlaust, hommaklám. Sick Boy er hins vegar á góðri leið með að slá í gegn með nýja teg- und af fullorðinsefni og Spud er að íhuga sjálfs- morð. Leikstjórinn vildi hins vegar ekki gefa upp neinar tímasetningar og það verður eflaust ekkert framhald ef McGregor neitar að taka þátt. Sögulegir endurfundir í sjónmáli MÖGNUÐ Trainspotting naut mikilla vinsælda og hefur eflaust haldið mörgum frá fíkniefnadjöflinum. The King‘s Speech, eða Konungs- ræðan, hlaut flest verðlaun á hátíð sjálfstæðrar kvikmyndagerðar í Bretlandi sem fram fór á mánu- dag. Myndinni hefur verið spáð mikilli velgengni á komandi Ósk- arsvertíð. Hún segir frá því þegar Georg VI sigraðist á örðugleikum sínum en hann stamaði og átti því erfitt með að tjá sig á opinberum vettvangi eins og kóngi er skylt að gera, ekki síst þegar þjóð hans er á leið í stríð. Myndinni hefur verið hampað af breskum gagnrýnendum en hún fékk verðlaun fyrir besta handrit- ið, bestu myndina. Þá fóru leik- ararnir þrír, sem voru tilnefnd- ir fyrir leik sinn í myndinni, allir með sigur af hólmi í sínum flokki; Helen Bonham Carter fyrir túlk- un sína á Elísabetu, Colin Firth fyrir leik sinn í hlutverki Georgs VI og Geoffry Rush sem þykir fara á kostum í hlutverki talmeinafræð- ingsins Lionels Logue. Konungsræða Georgs sigursæl á breskri hátíð STENDUR SIG VEL Colin Firth var verðlaunaður fyrir leik sinn í Konungsræðu. Carey Mulligan var valin besta leikkonan fyrir Never Let Me Go. > NEESON ER SEIFUR Liam Neeson hefur ákveðið að endurtaka hlutverk sitt sem Seifur í kvikmyndinni Wrath of the Titans en það er sjálfstætt framhald Clash of the Titans. bio@frettabladid.is Sennilega hafa engar barna- bækur verið jafn umdeildar og Narníu-bækurnar. Fræði- menn hafa rifist um duldar merkingar þeirra, falin skilaboð og hvað í ósköpun- um höfundurinn C.S Lewis var að reyna að segja. Þriðja myndin í Narníu-flokknum, Voyage of the Dawn Treader eða Sigling Dagfara, verður frumsýnd um helgina. Hinar myndirnar tvær hafa hlotið fína aðsókn þótt aðdá- endur bókanna og gagnrýnendur hafi skipst í tvö ólík horn. Narníu- myndunum hefur ekki tekist að feta í fótspor ótrúlegra vinsælda Hringadrottins-þríleiksins en það að Hollywood skuli ætla að klára að kvikmynda bækurnar sjö gefur til kynna að peningamaskínan sé nokkuð sátt. Narníu-bókaflokkurinn er eftir C.S. Lewis, guðfræðing og góðvin J.R.R. Tolkien, höfund Hringa- drottins-bálksins. Um kristilegar tilvísanir í bókum Tolkiens hefur mikið verið fjallað um og á næsta ári mun holskefla greina og frétta um bálkinn dynja á lesendum enda verða þá tíu ár liðin frá því að fyrsta myndin var frumsýnd. Bækurnar þrjár hafa þó fyrst og fremst verið sögð hörð ádeila á hvers konar stríðsrekstur sem Tolkien kynntist af eigin raun í fyrri heimsstyrjöldinni. Kristilegur boðskapur bóka C.S. Lewis fer hins vegar ekki fram hjá neinum. Og enginn hefur reynt að fela hann. Síðasta Narníu-myndin, Kaspían konungsson, fékk meira að segja skammir fyrir að vera hreint og beint trúboð. Og framleiðendur myndanna hafa viðurkennt í viðtöl- um að þeir vildu nýta sér „trúar- legan meðbyr“ píslargöngu Krists sem Mel Gibson leikstýrði 2005. Í bréfasafni Lewis hafa síðan fund- ist beinharðar sannanir fyrir því að ljónið Aslan sé Kristsgerving- ur, áðurnefndur Kaspían boðberi nýrra tíma sem eigi að endur reisa hinna sönnu trú og apinn, sem birtist í lokaorrustunni, sé sjálf- ur antíkristur. Það væri aftur á móti einföldun að kalla Narníu- MARGSLUNGINN LEWIS FRÆÐIGREINAR NARNÍU Barnabækur C.S. Lewis um ævintýra- heim Narníu eru ákaflega umdeildar. Sumir halda því fram að þær séu hreinasta trúboð og trúarinnræting en aðrir telja Lewis hafa verið innblás- inn af stjörnufræði miðalda. Þriðja myndin í Narníu-flokknum, Sigling Dagfara, verður frumsýnd um helgina. NORDIC PHOTOS/GETTY bókaflokkinn kristna allegor- íu (táknsögu), því Lewis blandar saman kristinni trú og menningu við gríska og rómverska en ekk- ert síður írska og breska. Og þær tvær síðastnefndu koma töluvert við sögu í Siglingu Dagfara. Kenningarnar um hvaðan hug- myndin að Narníu sé komin eru ótal margar en árið 2008 varp- aði fræðimaðurinn og presturinn Michael Ward fram þeirri kenn- ingu að Narníu-bækurnar væri innblásnar af miðaldakenning- um í stjörnufræði. Að bækurnar sjö fjölluðu um eiginleika stjarn- anna sjö sem mynduðu himinhvolf- ið; tunglið, sólina, Merkúr, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Bókinni var vel tekið í fræðimannasamfé- laginu í Bretlandi, meðal annars í Oxford og BBC gerði heimildar- mynd um kenningu klerksins. Samkvæmt kenningu Wards var bókin Kaspían konungsson saga um Mars, plánetu orrustu og her- manna en Sigling Dagfara fjall- aði um sólina með öllum sínum björtu litum. Ward benti á, máli sínu til stuðnings, að Lewis hefði verið einn fremsti fræðimaður háskólans í Oxford á sviði miðalda- fræða og sérlegur áhugamaður um stjörnufræði þess tíma. Hvað sem öllum fræðimönnum liður, kenningum þeirra og hug- myndum um Narníu þá verður Sigl- ing Dagfara frumsýnd um helgina. Og næsta mynd, Silfurstóllinn, er væntanleg í kvikmyndahús strax á næsta ári. Aðdáendur Narníu hafa því svo sannarlega til einhvers að hlakka. freyrgigja@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.