Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 102
86 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR BESTI BITINN Í BÆNUM „Ég og leikstjórinn Vimukthi Jaya- sundara eigum sameiginlegan vin sem benti honum á mig,“ segir leikarinn Tómas Lemarquis. Hann er staddur í Kolkata (Kalkútta) á Indlandi um þessar mundir að leika í stríðsmyndinni Mushrooms. Myndin samanstendur af þremur sögum og leikur Tómas landamærahermann í einni þeirra. Tómas flaug beint frá Belgrad þar sem hann sat í dómnefnd á kvik- myndahátíð en íslenski leikarinn hefur vakið töluverða athygli á Ind- landi. Times of India birti meðal annars flennistórt viðtal við hann, sem Tómas segir hafa verið tekið á harðahlaupum með háværum bíl- flautum og öskrandi fólki í auka- hlutverkum. „Blaðamaðurinn þurfti að geta ansi mikið í eyðurn- ar eins og sést.“ Athyglin er hins vegar skiljanleg, leikstjórinn Jayasundara þykir vera í fremstu röð indverskrar kvikmyndagerðar og hlaut meðal annars Gullnu kameruna á Cannes- hátíðinni fyrir fimm árum og keppti um Gullna ljónið á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum á síð- asta ári. Tómas er í rauninni þriðji val- kostur í hlutverkið en að því er ekki spurt í kvikmyndagerð. Fyrst stóð nefnilega til að mexíkóska stór- stjarnan Gael Garcia Bernal léki hlutverkið. „Hann var hins vegar að fara að eignast annað barnið sitt og varð því að afþakka það.“ Þá kom til sögunnar pakistanski leikarinn Darwin Shaw sem marg- ir muna eflaust eftir úr Bond- myndinni Casino Royal og Prince of Persia. „Hann náði hins vegar ekki að útvega sér réttu pappírana í tæka tíð,“ útskýrir Tómas. Shaw þessi er hálfur Pakistani og eins og flestum ætti að vera kunnugt um er grunnt á því góða milli þeirra þjóða. Samkvæmt indverskum fjöl- miðlum reyndi Shaw að fá Sir Ben Kingsley til að hlaupa í skarðið fyrir sig. Það náðist hins vegar ekki í tæka tíð og því er Íslendingurinn Tómas Lemarquis nú kominn til Indlands. Tómas segist hins vegar ekki verða ríkur af þessu hlut- verki, myndin sé gerð fyrir lítið fé og sé svokölluð „arthouse“-kvik- mynd. Hann verður hins vegar á ferð og flugi á næstunni. „Fram undan er hlutverk í spænskri kvik- mynd sem ég er búinn að bíða eftir í fjögur ár og er eftir leikstjórann Juan Carlos Medina. Svo var að koma upp annað verkefni í Þýska- landi, mjög spennandi, en þar sem ég er ekki búinn að skrifa undir vil ég ekki gefa neitt meira upp að svo stöddu.“ freyrgigja@frettabladid.is TÓMAS LEMARQUIS: LEIKUR Í STRÍÐSMYND Í KOLKATA Á INDLANDI Hleypur í skarðið fyrir Bond- leikara og Gael Garcia Bernal „Flott, ég verð að sjá þennan þátt,“ segir athafna- maðurinn Jón Ólafsson, stjórnarformaður og annar af stofnendum Icelandic Water Holdings. Vatn Jóns og félaga, Icelandic Glacial, er í mikil vægu hlutverki í fjórða þætti í fimmtu seríu Dexter, sem sýnd er um þessar mundir í Banda- ríkjunum. Dexter, sem Michael C. Hall leikur, notar fingraför sem hann finnur á flöskunni til að bera kennsl á nýja persónu í þáttunum sem Julia Stiles leikur. Óbeinar vörukynningar (e. product placement) af þessu tagi eru gríðarlega stór iðnaður, en þrátt fyrir það segist Jón ekki greiða neitt fyrir að koma flöskunni fyrir í vinsælum sjónvarpsþáttum. „Ég á svo mikið af vinum og kunningjum í Hollywood eftir þrjátíu ára starfsemi í þessum skemmtana- bransa,“ segir Jón. „Ég sendi þeim vatnið í von um að þeir setji það í þættina og það virkar alltaf. Þeir eru þyrstir og ég gef þeim vatn.“ Icelandic Glacial vatninu hefur brugðið fyrir í vinsælum þáttum á borð við Despe- rate Housewives, Entourage, Numbers og The Big Bang Theory, en milljónir manna um allan heim fylgjast vikulega með þátt- unum. Er ekki mjög óvenjulegt að þurfa ekki að greiða fyrir auglýsingu af þessu tagi? „Það er vanalega greitt fyrir þetta. En ég á svo marga kunningja sem eru bara rólegir,“ segir Jón að lokum. - afb Vatnið í mikilvægu hlutverki í Dexter MIKILVÆG VATNSFLASKA Dexter finnur fingraför á flösku með vatni frá Þorlákshöfn. Jón Ólafsson segir kunningsskap sinn og fólks í Hollywood koma flöskunni í vinsæla sjónvarpsþætti. VEKUR ATHYGLI Á INDLANDI Tómas Lemarquis leikur stórt hlutverk í nýrri indverskri kvikmynd, Mush rooms eftir indverska leikstjórann Vimukthi Jayasundara. Upphaflega stóð til að mexíkóska stórstjarnan Gael Garcia myndi leika í myndinni, svo hljóp Darwin Shaw í skarðið og loks voru uppi hugmyndir um að Sir Ben Kingsley myndi bjarga málunum. Að lokum var það hins vegar Tómas Lemarquis sem reddaði myndinni. „Við höfum spurt búðir hvort þær hafi áhuga á að fá bók- ina. Það hefur ekki farið á neitt stig samningaviðræðna því að áhuginn hefur verið það lítill. En við höfum ekk- ert stórar áhyggjur af því,“ segir Hermann Guðmunds- son, forstjóri N1. Fyrirtæk- ið hefur undanfarið kannað hvort bókaverslanir hefðu áhuga á að selja ævisögu Jónínu Ben. eftir Sölva Tryggva- son. Til stóð að bókin yrði eingöngu til sölu í verslunum N1 og umboðs- aðila þeirra og tíu þúsund eintök voru prentuð. Hermann sagði í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma að ef góður taktur yrði í söl- unni væri líklegt að bókin rataði ekki í aðrar bókabúðir. Jónína náði toppsæti á metsölulista bókaversl- ana þegar hún kom út og var fyrir tveimur vikum í þriðja sæti. En tvær vikur í röð hefur hún ekki náð inn á þann lista. Her- mann segir ágæt- an takt í sölunni og er ekki reiðubúinn til að kvitta upp á það að tilraunin hafi verið mistök. „Það er til mikið af góðu fólki hjá N1 sem hefur haft meiri áhyggjur en ég.“ Hermann kann engar skýringar á tregðu bóksala aðra en þá að svona sé kannski bara stemningin. „„Bókin byrjaði auðvitað mjög vel en nú er mesta nýjabrumið farið. Við erum auðvitað nýgræðingar í þessu og okkur hefur alltaf verið sagt að síðustu sjö dagarnir fyrir jól væru þeir stærstu. Það er tiltölulega rólegt í bókasölu ennþá og ég sef alveg rólegur yfir þessu.“ - fgg Bókabúðir vilja ekki selja Jónínu ÁGÆTIS TAKTUR Her- mann Guðmundsson vill ekki meina að það sé til marks um að tilraunin með Jónínu Ben. hafi mistekist þótt leitað hafi verið til annarra bóksala. „Noodle Station: Einfalt, fljót- legt, ódýrt, hollt og hlýjar manni í kuldanum.“ Hrefna Björk Sverrisdóttir, framleiðandi sjónvarpsþáttanna Steindans okkar. Fös 10.12. Kl. 20:00 Aukas. Lau 15.1. Kl. 20:00 Sun 16.1. Kl. 20:00 Fim 20.1. Kl. 20:00 Lau 22.1. Kl. 20:00 Fim 27.1. Kl. 20:00 Sun 30.1. Kl. 20:00 Sun 12.12. Kl. 13:00 Sun 12.12. Kl. 15:00 Sun 19.12. Kl. 13:00 Sun 19.12. Kl. 15:00 Þri 28.12. Kl. 16:00 Mið 29.12. Kl. 16:00 Fim 30.12. Kl. 16:00 Sun 2.1. Kl. 13:00 Sun 2.1. Kl. 15:00 U U Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Leitin að jólunum Ö Ö U Ö U U Fös 10.12. Kl. 19:00 Aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 Aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 Aukas. Fim 30.12. Kl. 19:00 Fös 7.1. Kl. 19:00 Lau 15.1. Kl. 19:00 Sun 16.1. Kl. 19:00 Lau 22.1. Kl. 19:00 Sun 23.1. Kl. 19:00 Lau 11.12. Kl. 11:00 Lau 11.12. Kl. 13:00 Lau 11.12. Kl. 14:30 Sun 12.12. Kl. 11:00 Sun 12.12. Kl. 13:00 Sun 12.12. Kl. 14:30 Lau 18.12. Kl. 11:00 Lau 18.12. Kl. 13:00 Lau 18.12. Kl. 14:30 Sun 19.12. Kl. 11:00 Sun 19.12. Kl. 13:00 Sun 19.12. Kl. 14:30 Þri 28.12. Kl. 14:00 Þri 28.12. Kl. 16:00 Mið 29.12. Kl. 14:00 Mið 29.12. Kl. 16:00 U U U U U U U U U U Ö Ö U U Fim 30.12. Kl. 20:00 Frums. Mið 5.1. Kl. 20:00 Fim 6.1. Kl. 20:00 Fös 7.1. Kl. 20:00 Lau 8.1. Kl. 20:00 Kandíland (Kassinn) Ö Ö Ö Fim 6.1. Kl. 20:00 Mið 12.1. Kl. 20:00 Fim 20.1. Kl. 20:00 Sun 30.1. Kl. 20:00 Ö Lér konungur (Stóra sviðið) Sun 26.12. Kl. 20:00 Frums. Þri 28.12. Kl. 20:00 2. sýn Mið 29.12. Kl. 20:00 3. sýn Lau 8.1. Kl. 20:00 4. sýn Sun 9.1. Kl. 20:00 5. sýn Fim 13.1. Kl. 20:00 6. sýn Fös 14.1. Kl. 20:00 7. sýn Fös 21.1. Kl. 20:00 8. sýn U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U Ö Ö Ö Ö FULLT HÚS! Ný vísnabók eftir Þórarin og Sigrúnu Eldjárn „Jafnt ungir sem aldnir skemmta sér við lestur bókarinnar; það verður ekki á betra kosið.“ BB / MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI ÍÞRÓTTIR Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.