Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 90
 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR74 sport@frettabladid.is HEIL UMFERÐ fer fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Íslandsmeistarar Snæfells sækja Hamar heim, KR tekur á móti ÍR í Reykjavíkurslag, Grindavík mætir Fjölni í Grafarvogi, Tindastól reynir að vinna annan leikinn í röð í Keflavík, Ísfirðingar fara til Njarðvíkur og Haukar taka á móti Stjörnunni. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15. Nýtt og betra kjötborð, frábær afmælistilboð og 25% afsláttur í hverri hillu! Kíktu í heimsókn, við tökum vel á móti þér. 25 ára! Þín verslun | Seljabraut 54 | sími 557 1780 Opnunartími: Mán.–fös. 9–21 / lau.–sun. 10–21 Heimsbikarinn: Ísland-Noregur 35-29 (18-16) Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 8/3 (14/4), Arnór Atlason 7 (10), Alexander Petersson 7 (10), Róbert Gunnarsson 6 (8), Arnór Þór Gunnarsson 2 (2), Sturla Ásgeirsson 2 (3), Ingimundur Ingimundarson 1 (1), Oddur Gretars- son 1 (1), Bjarni Fritzson 1/1 (2/1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 19 (48) 40%. Hraðaupphlaup: 4 (Ingimundur, Arnór, Alexand- er, Sturla). Fiskuð víti: 5 (Arnór, Róbert, Aron, Ásgeir, Snorri). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Noregs (skot): Johannes Hippe 5 (10), Magnus Jöndal 5 (7), Erlend Mamelund 4 (6), Vegard Samdahl 3 (5), Espen Hansen 2 (2), Christian Spannel 2 (2), Sindre Paulsen 2 (4), Joakim Hykkerud 2 (3), Jan Hansen 2 (2), Kent Tönnesen 2 (4). Varin skot: Steinar Ege 9 (26/2) 35%, Sven Erik Medhus 5 (23/3) 22%. Hraðaupphlaup: 5 (Hippe 2, Jöndal 2, Mame- lund). Fiskuð víti: 0. Utan vallar: 4 mínútur. Svíþjóð-Danmörk 28-34 Danmörk vinnur því mótið. ÚRSLIT HANDBOLTI Í gærkvöldi léku Íslend- ingar gegn Norðmönnum um 3. sætið í heimsbikarnum í hand- knattleik. Leikurinn fór fram í Malmö Arena en þar munu ein- mitt úrslitaleikir heimsmeistara- mótsins fara fram nú í janúar. Íslenska liðið vann fremur þægi- legan sex marka sigur og er hægt að taka ýmislegt jákvætt úr þess- um leik fyrir aðalprófið sem verð- ur á heimsmeistaramótinu en þar eru þessi tvö lið einmitt saman í riðli. Í íslenska liðið vantaði nokkra lykilmenn. Markverðirnir Björg- vin Páll Gústavsson og Hreið- ar Guðmundsson fengu sig ekki lausa frá sínum félagsliðum og sama má segja um Þóri Ólafsson. Ólafur Stefánsson og Vignir Svav- arsson fengu frí og þá er Guðjón Valur Sigurðsson að stíga upp úr erfiðum meiðslum. Það virtist þó ekki koma að sök því strákarnir tóku yfirhöndina fljótlega í leiknum. Sveinbjörn Pétursson í íslenska markinu varði nokkur skot í byrjun leiks en Sveinbjörn hefur spilað frábær- lega fyrir Akureyri í N1-deildinni það sem af er vetri. Um miðjan hálfleikinn jók íslenska liðið forskotið jafnt og þétt og náði mest sex marka for- ystu. Vörn íslenska liðsins spilaði mun betur en gegn Svíum á mið- vikudag og sömuleiðis Snorri Steinn Guðjónsson sem skor- aði alls sex mörk í fyrri hálf- leik. Norska liðið skoraði hins vegar sex mörk gegn tveimur mörkum Íslendinga undir lok fyrri hálfleiks og minnkuðu muninn í 18-16 sem voru hálfleikstölur. Síðari hálf- leikur spilað- ist ekki ósvip- að og sá fyrri. Íslenska liðið hafði yfirhöndina, var fljótlega komið 6 mörk- um yfir á nýjan leik og náði mest níu marka for- ystu. Vörn íslenska liðsins náði sér vel á strik í seinni hálfleik og ljóst að leikmenn voru staðráðnir í að taka sig vel saman í andlit- inu eftir fremur dapr- an leik gegn Svíum. Lykilmenn eins og Snorri Steinn Guðjóns- son, Arnór Atlason og Alexander Petersson náðu sér vel á strik og svöruðu kalli Guðmundar um bættan leik. Íslenska liðið gaf þó aðeins eftir undir lokin, líkt og í fyrri hálfleik, og Norðmenn náðu aðeins að saxa á forskotið. Lokatölur voru 35-29 og 3. sætið í mótinu því staðreynd. „Við spiluðum miklu betur í dag en gegn Svíum, vorum miklu grimmari í sóknarleiknum og spil- uðum kerfin betur. Einnig spiluð- um við varnarleikinn betur eftir því sem leið á leikinn og hann slíp- aðist betur og betur til sem ég var ánægður með. Í sjálfu sér er ekkert hægt að segja nema allt jákvætt um þennan leik. Ég var ánægður að fá svör frá þeim leikmönnum sem ekki spiluðu vel á miðviku- dag, þeir komu mjög grimmir inn í leikinn og spiluðu mjög vel,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálf- ari Íslendinga, eftir leik. Oddur Grétarsson og Sigurberg- ur Sveinsson, sem eru að spila sína fyrstu landsleiki, áttu góðan leik gegn Svíum, þótt þeir hefðu haft hægt um sig í leiknum í gær. Þá kom Sveinbjörn sterkur inn eins og áður segir. „Þeir stóðu sig vel og ekkert hægt að kvarta yfir þeirra frammi- stöðu á neinn hátt. Ég var einnig ánægður með Snorra í dag, hann var mjög góður og Arnór sömu- leiðis. Alexander var miklu betri en gegn Svíum og allt liðið var að spila mun betur. Ég var sérstak- lega ánægður með varnarleikinn sem var mjög góður í dag,“ sagði Guðmundur að lokum. - sjj Lykilmenn stimpluðu sig inn á ný Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson hristu af sér slenið þegar Ísland lagði Noreg, 35-29, í bronsleik heimsbikarsins í handbolta. Allt annað var að sjá til íslenska liðsins en í leiknum gegn Svíum. Stígandi var í leik íslenska liðsins sem er jákvætt eftir magurt gengi upp á síðkastið. Landsliðsþjálfarinn var ánægður. LEIÐTOGINN Á MIÐJ- UNNI Snorri Steinn sýndi sitt rétta andlit í gær og stýrði leik liðsins eins og herforingi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VELKOMINN AFTUR Arnór Atlason sýndi í gær hvað hann getur eftir dapra leiki upp á síðkastið. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER HANDBOLTI Sveinbjörn Pétursson markvörður hefur spilað frá- bærlega með Akureyri í vetur en hann var nokkuð ánægður með sinn hlut eftir sína fyrstu lands- leiki. „Þetta var svolítið kaflaskipt hjá mér. Ég tók nokkra góða kafla en þetta eru fyrstu leikirn- ir og maður er enn að læra inn á strákana og nýja mótherja. En heilt yfir er ég sáttur með mína frammistöðu,“ sagði Sveinbjörn. „Fyrsta takmarkið mitt var að komast í þennan hóp. Mér brá svolítið að fá símtalið en var samt með það bak við eyrað að verða valinn eftir að ég vissi að Hreiðar og Bjöggi yrðu ekki með. Nú er það að baki og næsta tak- mark er að komast í æfingahóp fyrir heimsmeistaramótið sem væri vissulega gaman. Það er bara að bíða og sjá.“ - sjj Sveinbjörn átti stórleik í gær: Sáttur við mína frammistöðu SVEINBJÖRN PÉTURSSON Lokaði íslenska markinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, er nokkuð ánægður eftir leikina í heimsbikarnum og telur liðið á ágætu róli fyrir heims- meistaramótið sem hefst í Svíþjóð eftir rúman mánuð. „Ég er bjartsýnni núna en ég hef oft verið undanfarið. Það eiga auðvitað eftir að verða töluverðar breytingar á liðinu fyrir heims- meistaramótið. Hvorugur mark- mannanna sem hafa verið okkar aðalmarkmenn undanfarið var með,“ segir Guðmundur. „Ólafur Stefánsson, Vignir Svavarsson, Þórir Ólafsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru ekki með heldur og svo má nefna Kára Kristján Kristjánsson ef út í það er farið en hann var að spila með sínu félagsliði og kemur vel til greina í þennan hóp. Það vantaði því marga leikmenn.“ Guðjón Valur hefur verið að glíma við erfið meiðsli undanfarna mánuði en Guðmundur sagði að hann væri að komast á fullt skrið á nýjan leik. „Hann er orðinn ansi frískur. Hann spilaði heilan hálfleik um daginn en þarf auðvitað sinn tíma. Hann átti stórkostlegan leik gegn Celje Lasko og miðað að það eru 10 mánuðir síðan hann spilaði síðast þá verð ég að segja að sú frammi- staða var framar björtustu vonum. Ólafur Stefánsson er auðvitað undir miklu álagi og við ákváðum í samráði við hann að hvíla hann í þessari keppni.“ Spurður hvort fleiri leikmenn en þeir sem spiluðu á þessu móti væru undir smásjánni segir Guð- mundur svo ekki vera. „Að minnsta kosti ekki eins og staðan er núna. Ólafur Guðmunds- son í FH er valkostur fyrir okkur. Svo er spurning hvort Logi Geirs- son nær sér á strik útaf öxlinni. Auðvitað er ekki búið að ákveða hópinn og við skoðum alla valkosti sem standa okkur til boða. Fram undan eru æfingar í byrjun janúar og svo tveir æfingaleikir við Þjóð- verja á heimavelli og svo er farið beint á heimsmeistaramótið,“ segir Guðmundur. - sjj Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sáttur eftir sigurinn á Noregi: Er orðinn bjartsýnni en ég var SÁTTUR Guðmundur var nokkuð brattur eftir leik í gær. MYND/DIENER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.