Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 76
60 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR GLÆSILEG TÍSKUSÝNING HJÁ KISS Lína, Rósa og Hrefna voru mættar til að sjá allt það nýjasta frá Kiss. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Þær Sara og Katrín voru ánægðar með það sem þær sáu á Spot. Þau Katrín og Jón Kristinn hrifust af því sem fyrir augu bar á Spot. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Kraftajötunninn Magnús Ver og Maggý voru meðal gesta. Þessi fyrirsæta var ögrandi í rauðum kjól sem er til sölu hjá Kiss. Rapparinn Erpur Eyvindarson var auðvitað meðal gesta og naut þess að horfa á fögur fljóð og flotta tísku. Tískuvöruverslunin Kiss hélt veglega tískusýningu á skemmtistaðnum Spot fyrir skemmstu. Húsfyllir var og góðir gestir fylgdust með fyrirsætum spranga um á sýningarpöllum en einnig var boðið upp á veglega lík- amsmálningarsýningu sem vakti mikla athygli meðal gesta. Líkamsmálningin vakti óskipta athygli og þá sérstaklega þessi græna furðuvera. Fatahönnuðurinn Alexander McQueen fékk heiðursverðlaun á bresku tískuverðlaunun- um á þriðjudagskvöldið en hann féll fyrir eigin hendi fyrr á þessu ári. Hans var sér- staklega minnst á hátíðinni og sýnd var stuttmynd eftir ljósmyndarann Nick Knight sem var einn nánasti vinur og samstarfs- félagi McQueens. Þar mátti heyra nýtt lag eftir Björk Guðmundsdóttur en almennt er talið að Björk eigi heiðurinn af því að hafa komið McQueen á framfæri við umheiminn. Björk nýtti sér frumlega hönnun hans og með þeim myndaðist mikill vinskapur. Hún söng meðal annars við minningarat- höfnina sem fram fór í kirkju heilags Páls 20. september síðastliðinn og fjölmiðlar biðu eftir því að hún tjáði sig um sviplegt fráfall McQueens. Í viðtali við Pitchfork-vefinn fyrir skemmstu upplýsti Björk að nýtt efni væri væntanlegt frá henni á næstunni en íslenska söngkonan mun meðal annars syngja titillagið í nýrri Múmínálfamynd. Hægt er að nálgast lagið og stuttmyndina inni á vefnum showstudio.com. Björk söng fyrir McQueen VINIR Björk og Alexander McQueen voru miklir vinir og Björk er talin eiga mesta heiðurinn af því að hafa komið fatahönn- uðinum á framfæri við umheiminn. Hún söng í minningarathöfn McQueens sem fór fram fyrr á þessu ári. NORDICPHOTOS/GETTY 690.000.000 krónur eru jafnvirði árslauna Kim Kardashian, sem er launa- hæsta raunveruleikaþáttastjarna Bandaríkjanna. Launin fékk hún fyrir að koma fram í raunveruleikaþáttum ásamt systrum sínum. Stór hluti af þessu er þó hagnaður fataverslunarinnar Dash, sem Kardashian-systurnar reka. Mikið hefur verið rætt um sjóð- andi heitt kynlífsatriði Natalie Portman og Milu Kunis í kvik- myndinni Black Swan. Atriðið þykir þó nógu saklaust til að fá „Rated R“-stimpil í Bandaríkj- unum, sem þýðir að flest kvik- myndahús sýna myndina. Annað svipað atriði, þar sem karl og kona eiga í hlut, þykir ekki eins saklaust. Þar þiggur Michelle Williams munnmök í kvikmyndinni Blue Val- entine, en hún er með „NC 17“-stimpil. Það þýðir að myndin verð- ur ekki sýnd í mörg- um fjölskylduvænum kvikmyndahúsum né verður hún auglýst á kvikmyndasíðum dagblaðanna. Munnmök orka tvímælis MUNUR? Atriði sem Michelle Williams er í þykir gróft. Leikkonan Nicole Kidman vill eignast snáka sem gæludýr um leið og tveggja ára dóttir hennar Sunday Rose verður eldri. Kid- man býr á sveitabýli í Tennessee með eiginmanni sínum, sveita- söngvaranum Keith Urban. Þar eru alls konar dýr en engir snák- ar. „Mig langar einhvern tímann að eignast fleiri skrítin dýr. Ég væri til í eignast snáka því ég elska þá. Það er samt ekki snið- ugt að vera með þá innan um barnið,“ sagði hún í viðtali við spjallþáttastjórnandann Conan O´Brien. Vill snáka sem gæludýr NICOLE KIDMAN Leikkonan hreinlega elskar snáka og vill eignast nokkra slíka í framtíðinni. Stórleikarinn Johnny Depp segist ekki eiga síma, þar sem hann vilji ekki láta ná í sig hvenær sem er. „Ég er tengdur netinu því mér finnst best að eiga samskipti við fólk í gegnum netpóst. Mér finnst það líka vera áhugaverðari sam- skiptamáti. Ég þoli ekki síma, ég bara þoli þá ekki og ég þoli ekki að það skuli vera hægt að ná í fólk hvenær sem er. Fólk verður bara að venja sig á að hafa sam- band við mig í gegnum netið,“ sagði leikarinn. Hann segist einnig hafa gaman af því að eyða tíma með aðdá- endum sínum þegar hann sækir frumsýningar. Depp lauk nýverið við að leika í kvikmyndinni The Tourist á móti Angelinu Jolie og í fjórðu Pirates of the Caribbean myndinni. „Mér finnst gaman að heilsa upp á fólkið og þakka því fyrir. Það er vinnuveitendurnir, þú skilur?“ Þolir ekki síma SÉRVITUR Johnny Depp segist ekki hafa gaman af því að tala í síma. Hann kýs heldur að tjá sig í gegnum póst. NORDICPHOTOS/GETTY folk@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.