Fréttablaðið - 09.12.2010, Síða 98

Fréttablaðið - 09.12.2010, Síða 98
 9. desember 2010 FIMMTUDAGUR82 golfogveidi@frettabladid.is Rjúpnaveiðinni þetta árið lauk um helgina og svo virðist sem heldur meira sé af fugli en í fyrra. Skilyrði til veiða voru hagstæð ef fyrsta helgin af sex er frátalin. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiði- félags Íslands, segir að veiðimenn hafi séð meira af rjúpu í haust en mörg undanfarin ár. Það hafi hins vegar verið mjög misjafnt á milli landsvæða. Það sem veki athygli sé að mjög lítið hafi sést af rjúpu á Suðurlandi. „Það var hvað minnst af rjúpu þar sem hún er friðuð, eins og í landnámi Ingólfs,“ segir Sig- mar. „Friðunin skilar sér ekki. Það er í raun mest af rjúpu þar sem mest er skotið, eins og við Akureyri og Húsavík. Það er umhugsun- arvert og sýnir að ótal margir þættir hafa áhrif á viðkomu rjúpunnar.“ Sigmar bendir á að mjög mikið er af ref, eða um tíu þúsund dýr, og greinilegt að það sé að hafa áhrif á rjúpuna. „Þessi áhrif eru for- vitnileg. Það er ekki aðalatriðið að refurinn éti fuglinn í miklu magni. Frekar hefur það áhrif að refurinn snuðrar hana uppi á meðan hún hvílist. Þær flýja undan honum og þetta veldur streitu. Streitan veikir aftur mótstöðu- afl rjúpunnar.“ Sigmar bendir á náttúrulega sveiflu í stærð rjúpnastofnsins, sem er merkjanleg í tíu ára tímabilum. „Þessi sveifla hefur verið einhliða yfir landið, en nú virðist það ekki vera. Stofn- inn er í uppsveiflu á Norður-, Austur- og Vestur landi en stendur í stað og dregst saman á Suðurlandi. Það er ekki vitað hvað veldur þessu en það getur verið hlýnandi veðurfar og breytt gróðurfar. Gleymum því ekki að rjúpan leitar í kulda.“ Skilyrði til veiða voru ólík á milli lands- hluta. Mikill snjór var fyrir norðan en þar sem snjóalög voru minni var fuglinn dreifð- ari. „Mest virðist hafa verið af fugli þar sem var kaldast,“ segir Sigmar. „Rjúpan var neðar í veiðilandinu en menn bjuggust við og var mikið í kjarr- og skóglendi á síðari hluta veiði- tímans.“ Sigmar hefur trú á því að almennt séu veiði- menn sáttir við veiðitímabilið. Veiðin hafi heilt yfir verið jöfn þótt hún hafi verið best á norðausturhorninu. „Okkur sýnist að magn- veiði sé á undanhaldi. Það er greinilegt að meirihluti veiðimanna er á móti magnveiðum og það smitast út. Magnveiði eyðileggur fyrir öðrum og þeir sem þessar veiðar stunda eru undir þrýstingi að láta af þessari hegðun.“ Sigmar segir að fálkastofninn virðist á uppleið sem gefur vísbendingar um sterkari rjúpnastofn. Hann telur jafnframt að stytt- ing veiðitímans og sölubann á rjúpu hafi verið gæfuspor. „Ég held að við séum komin með gott veiðistjórnunarkerfi á rjúpunni og um það hafi tekist víðtæk sátt. Ég heyri ekki óánægjuraddir frá veiðimönnum, svo mikið er víst.“ Þröstur Elliðason, hjá Veiðiþjónustunni Strengjum, segir að flestir veiðimenn sem hafi komið til veiða á hans svæðum á Austur- landi hafi fengið skammtinn sinn, þetta tíu til fimmtán fugla. „Í Breiðdal fengust um 500 rjúpur á þessu veiðitímabili og á Jöklusvæðum um 300 rjúpur. Það eru færri veiðimenn bak við tölurnar á Jöklusvæðum svo þetta var svipuð veiði á hvern veiðimann á báðum svæðum. En þetta er besta veiðin sem við höfum séð síðan við byrjuðum að bjóða þessa þjónustu.“ svavar@frettabladid.is Lítið sást af rjúpu í friðlandinu EFTIRSÓTT BRÁÐ Virðing veiðimanna gagnvart bráð sinni virðist færast í vöxt. Sífellt færri veiðimenn skjóta fleiri rjúpur en þeir þurfa til eigin nota. MYND/PÉTUR ALAN GUÐMUNDSSON Náttúruleg niðursveifla í urriða- stofni Laxár í Laxárdal og Mývatnssveit virðist vera að ganga til baka. Veiðin sumarið 2010 var 3.600 fiskar, eða um 700 fleiri en árið áður. Þetta kemur fram í skýrslu Árnefndar Laxár í Laxárdal og Mývatnssveitar á vef Stanga- veiðifélags Reykjavíkur. Veiði tók að dragast saman eftir frábært veiðisumar 2005 þegar tæplega átta þúsund urrið- ar veiddust, en meðalveiði svæð- anna síðan 1988 losar 4.500 fiska. - shá Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal: Niðursveiflan að ganga til baka AF BÖKKUM LAXÁR Veiðin er að taka við sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kaldrananeshreppur hefur fjög- ur síðustu sumur skipt sínum hluta veiðileyfa í sjóbleikjuánni Bjarnarfjarðará á Ströndum meðal þeirra íbúa hreppsins sem eru orðnir átján ára. Jenný Jensdóttir oddviti segir hvern veiðiréttar hafa fyrir sig ráðstafa sínum leyfum. „Það var ákveðið á fundi í stjórn veiðifélagsins að dreifa þessu svona,“ segir Jenný, sem kveður íbúafjöldann nánast stemma við stangardagana sem hreppurinn á í Bjarnarfjarðará. Hún segir að ekki hafi enn verið tekin formleg ákvörðun um hvern- ig hreppurinn hagi þessum málum fyrir sitt leyti sumarið 2011. - gar Fyrirkomulag í Bjarnarfjarðará: Íbúar hafa veitt frítt í fjögur ár BALDUR STEINN HARALDSSON Veiddi góða bleikju í Bjarnarfirði sumarið 2007. 193 1.124 laxar veiddust í Bárðarbungu, fengsælasta veiðistað Langár á Mýrum í sumar. flugulaxar veiddust í Langá á Mýrum í sumar en 1.054 féllu fyrir maðkinum. Hylurinn er kenndur við eyðibýlið Brún í Svartárdal og er einn af þekktari og betri hyljum þessarar rómuðu laxveiðiár. Það má nánast alltaf ganga að því sem vísu að lax sé í Brúnarhyl, segir Stefán Páll Ágústsson hjá Lax-á. Hylurinn er í raun nokkrir veiðistaðir. Lengst til vinstri á myndinni má sjá hvar strengurinn kemur inn í hylinn. Þar sem hvítfryssið endar er góður tökustaður. Einnig er gott að byrja að veiða ofarlega í strengnum því oft liggja laxar undir honum sjálfum – til þess þarf þó þunga flugu, en alls ekki of stóra. Fyrir miðjum hyl er talsvert af grjóti í botni og þar á milli finnur laxinn sér skjól, þarna fer gárutúban afskap- lega vel og er árangurinn of góður. Neðst í hylnum, þar sem brýtur á, er alla jafna ekki mikil veiði nema vatn sé þeim mun meira. Hins vegar er oft lax í lygnunni við þann bakka sem veiðimaðurinn stendur á, sérstaklega í morgunsárið. Það borgar sig því að taka fyrst eitt snöggt rennsli, með smáflugu og hröðu strippi, á lygnuna áður en lagt er út í sjálfan hylinn. Flotlína og langur taumur á einhendu er það sem menn nota jafnan í Svartá og flugur í stærðum 12-16 og ¼ tommu eirtúbur þegar haustar. Veiðistaðurinn: Brúnarhylur í Svartá FRÁ SVARTÁRDAL MYND/LAX-Á Veiðimenn sem hafa veitt í gegn- um ís á Reynisvatni undanfarna daga hafa veitt vel. Á meðan aðstæður voru hagstæðar, eins og um helgina, voru tveir til sex við veiðar í einu. „Auðvitað veiða menn vel hér í Reynisvatni enda eru 25 þúsund fiskar í vatninu,“ segir Wolfgang Pomorinn, veiðiáhugamaður sem tók við rekstri Reynisvatns árið 2008. „Hérna fellur mönnum vel að veiða í gegnum ís þar sem vonin er alltaf mikil.“ - shá Ísdorg á Reynisvatni: Þykk torfa undir veiðimönnum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.