Fréttablaðið - 22.12.2010, Page 6

Fréttablaðið - 22.12.2010, Page 6
6 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands Er sem hér segir: Reykjanesbær Hafnargötu 29 S. 697 3521 22. des Akureyri Freyjusnesi 4 S. 869 0820 22. des Reykjavík Eskihlíð 2-4 S. 892 9603 14-15-21-22 des. Frá kl 14:00 Þegar jólagjafirnar blikka þig í hillunum veistu að þú ert á réttum stað ... OPIÐ til kl. 22:00 í kvöld og til kl. 23:00 á morgun, Þorláksmes su! Lúðraþytur og söngur hljómar frá Kvos að Hallgrímskirkju og Hlemmi frá kl. 15:00 Jólasveinar, trúbadúrar , harmónikkuleikarar og töframenn halda uppi stemningunni í dag í Jólabænum og víðar frá kl. 15:30. Svavar Knútur, Ástvaldur Traustason , Aðventukórinn o.fl. Allt sem þú þarfnast finnurðu í miðborginni. Þar hefjast jólin. Munið Miðborgar-gjafakortið! – Jólagjöfin í ár! SJÁVARÚTVEGUR Evrópusamband- ið ætlar að gera alvöru úr hót- unum sínum um löndunarbann á íslenskum makríl í evrópskum höfnum. Slíkt bann hefur engin áhrif á íslenskar útgerðir eða sölu íslenskra makrílafurða yfirleitt. F ramkvæmdastjórn E SB hefur ákveðið að löndun makr- íls af Íslandsmiðum í evrópsk- um höfnum sé óheimil frá og með 14. janúar. Eru það viðbrögð sambandsins við ákvörðun íslenskra stjórn- valda að skrifa ekki undir sam- komulag um veiðarnar og gefa út einhliða makrílkvóta. Þetta kom fram í tilkynningu frá skrifstofu sjáv- arútvegsstjóra E SB, M a r íu Damanaki , í gær. Fréttaveit- an Bloom berg h ef u r ef t i r Damanaki að þetta skref þoli enga bið. Mark- m ið b a n n s - ins er að „senda skýr skilaboð til Íslands“. Framkvæmdastjórnin mun til- kynna ákvörðun sína til nefndar sem sér um framkvæmd samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið. Þá fundar Damanaki með Stefáni Hauki Jóhannessyni, sendi- herra Íslands í Brussel, í dag. Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands, segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á það gagnvart framkvæmdastjórn ESB að makrílmálið sé sjálfstætt fiskveiðimál og beri að leysa sem slíkt án nokkurrar tengingar við óskyld mál. Á þessu byggir fund- ur Stefáns og Damanaki. „Sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra rituðu fram- kvæmdastjórninni bréf þessa efnis síðastliðið haust að gefnu tilefni,“ segir Tómas. Tómas segir að samkvæmt lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands sé erlendum skipum óheim- ilt að landa afla í íslenskum höfn- um sem er veiddur úr sameiginleg- um stofnum en ekkert samkomulag er um veiðar. „Íslensk stjórnvöld telja ekki tilefni til viðbragða við því að sams konar reglur gildi um löndun íslenskra skipa í erlendum höfnum,“ segir Tómas. Tómas minnir á að makrílveiðar íslenskra skipa hafa á undanförn- um árum nær eingöngu farið fram innan íslensku efnahagslögsögunn- ar og öllum afla hefur verið landað í íslenskum höfnum og hann unn- inn hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að strandríkin fjögur, Ísland, ESB, Færeyjar og Noreg- ur, beri sameiginlega ábyrgð á makrílstofninum. Því hafa íslensk stjórnvöld gagnrýnt ESB og Noreg harðlega fyrir að úthluta sér rúm- lega 90 prósent af ráðlögðum heild- arafla án tillits til veiða annarra. svavar@frettabladid.is Löndunarbann ESB er innantóm hótun Aukin harka virðist hafa færst í makríldeilu Íslands við Evrópusambandið og Noreg. Löndunarbann verður sett á makríl í evrópskum höfnum 14. janúar. Slíkt löndunarbann er þegar í gildi á Íslandi hvað varðar skip ESB og Noregs. TÓMAS H. HEIÐAR MARÍA DAMANAKI KOMIÐ INN TIL LÖNDUNAR Þorsteinn ÞH 360 var eitt þeirra skipa sem lönduðu makríl í Vestmannaeyjum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Sendir þú jólakort til vina og vandamanna þetta árið? JÁ 68,4% NEI 31,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgdist þú með tunglmyrkvan- um? Segðu skoðun þína á visir.is DÓMSMÁL Þinghald í máli Gunn- ars Rúnars Sigurþórssonar sem játað hefur að hafa orðið Hann- esi Þór Helgasyni að bana, verður opið. Yfirmat tveggja geðlækna er hins vegar það að Gunnar Rúnar sé ósakhæfur. Málið var tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjaness í gær. Dómsal- ur var þéttsetinn og mátti heyra saumnál detta meðan beðið var eftir dómara, saksóknara og verjanda Gunnars Rúnars. Faðir Hannesar Þórs, systur og fleiri aðstandendur voru meðal þeirra sem hlýddu á þinghaldið. Verjandi Gunnars Þórs hafði lagt fram kröfu um að þinghald- ið yrði lokað, en dómari hafnaði henni. Sakborningurinn mætti ekki í dómsal við þingfestinguna. Niðurstaða yfirmats tveggja geðlækna var kynnt við þingfest- inguna og að þeirra áliti er Gunn- ar Rúnar ekki sakhæfur. Þetta er sama niðurstaða og geðlæknar komust að við undirmat. Það er síðan í valdi dómara að ákvarða endanlega um sakhæfi hans. Um er að ræða játningarmál, þar sem Gunnar Rúnar hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana. Milliþinghald í málinu var ákveð- ið 14. janúar. Aðalmeðferð verður 7. febrúar, þar sem Gunnar Þór, þrír geðlæknar og réttarmeinafræðing- ur munu gefa skýrslu. - jss Morðmálið í Hafnarfirði tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær: Ósakhæfur og opið þinghald GUNNAR RÚNAR SIGURÞÓRSSON Mætti ekki í dómsal í gær. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. FÉLAGSMÁL Innheimtustofnun sveitarélaga, sem sér um að innheimta meðlagsskuldir, hefur einungis í þrígang frá upphafi keyrt skuldara í þrot. Þetta segir Jón Ingvar Pálsson, forstjóri stofnunarinnar. Ef menn greiða ekki meðlag getur Innheimtu- stofnunin haldið eftir ákveðnu hlutfalli launa þeirra, en ef launum er ekki til að dreifa þarf oft að óska eftir fjárnámi. Reynist það árangurslaust og engar eignir fást upp í skuldirnar knýr Innheimtu- stofnunin menn samt sem áður ekki í þrot. „Ef við færum með allt þetta fólk í þrot, og þyrftum að greiða 250 þúsund krónur í tryggingu í hvert skipti, þá held ég að það myndi ekki svara kostnaði,“ segir Jón Ingvar. Stofnunin hafi aðeins þrívegis keyrt menn í þrot. Í þeim tilfellum hafi verið grunur um óeðlilega gjafagerninga, kaupmála eða annað til að skjóta eignum undan fjárnáminu. Fram hefur komið að einstaklingar skuldi mest 15 milljónir króna í meðlag. „Það er engin afsök- un fyrir að vera í svona stórri skuld á meðlögum,“ segir Jón Ingvar, enda hafi Innheimtustofnunin upp á ýmis samningsúrræði að bjóða fyrir fólk í greiðsluvanda. - sh Dýrt að keyra menn í þrot, segir forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga: Einungis þrír í þrot vegna meðlaga LEIKSKÓLABÖRN Dæmi eru um að menn skuldi fimmtán millj- ónir í meðlög. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI LÖGREGLUMÁL Helga Ingvarsdótt- ir hefur verið látin laus úr haldi gegn tryggingu. Hún var hand- tekin í nóvember ásamt Vickram Bedi, sambýlismanni sínum, vegna gruns um fjárkúgun. Að því er fram kemur á vefmiðl- inum Pressunni nemur trygging- arupphæðin 23 milljónum króna. Helga er í farbanni en verður ekki undir sérstöku eftirliti þangað til réttarhöldin hefjast. Bedi er hins vegar enn í haldi. Beiðni hans um lækkun á tryggingarfé var hafnað um síðustu mánaðamót. Da Vinci-fléttan vestanhafs: Helga látin laus gegn tryggingu KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.