Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 6
6 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands Er sem hér segir: Reykjanesbær Hafnargötu 29 S. 697 3521 22. des Akureyri Freyjusnesi 4 S. 869 0820 22. des Reykjavík Eskihlíð 2-4 S. 892 9603 14-15-21-22 des. Frá kl 14:00 Þegar jólagjafirnar blikka þig í hillunum veistu að þú ert á réttum stað ... OPIÐ til kl. 22:00 í kvöld og til kl. 23:00 á morgun, Þorláksmes su! Lúðraþytur og söngur hljómar frá Kvos að Hallgrímskirkju og Hlemmi frá kl. 15:00 Jólasveinar, trúbadúrar , harmónikkuleikarar og töframenn halda uppi stemningunni í dag í Jólabænum og víðar frá kl. 15:30. Svavar Knútur, Ástvaldur Traustason , Aðventukórinn o.fl. Allt sem þú þarfnast finnurðu í miðborginni. Þar hefjast jólin. Munið Miðborgar-gjafakortið! – Jólagjöfin í ár! SJÁVARÚTVEGUR Evrópusamband- ið ætlar að gera alvöru úr hót- unum sínum um löndunarbann á íslenskum makríl í evrópskum höfnum. Slíkt bann hefur engin áhrif á íslenskar útgerðir eða sölu íslenskra makrílafurða yfirleitt. F ramkvæmdastjórn E SB hefur ákveðið að löndun makr- íls af Íslandsmiðum í evrópsk- um höfnum sé óheimil frá og með 14. janúar. Eru það viðbrögð sambandsins við ákvörðun íslenskra stjórn- valda að skrifa ekki undir sam- komulag um veiðarnar og gefa út einhliða makrílkvóta. Þetta kom fram í tilkynningu frá skrifstofu sjáv- arútvegsstjóra E SB, M a r íu Damanaki , í gær. Fréttaveit- an Bloom berg h ef u r ef t i r Damanaki að þetta skref þoli enga bið. Mark- m ið b a n n s - ins er að „senda skýr skilaboð til Íslands“. Framkvæmdastjórnin mun til- kynna ákvörðun sína til nefndar sem sér um framkvæmd samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið. Þá fundar Damanaki með Stefáni Hauki Jóhannessyni, sendi- herra Íslands í Brussel, í dag. Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands, segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á það gagnvart framkvæmdastjórn ESB að makrílmálið sé sjálfstætt fiskveiðimál og beri að leysa sem slíkt án nokkurrar tengingar við óskyld mál. Á þessu byggir fund- ur Stefáns og Damanaki. „Sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra rituðu fram- kvæmdastjórninni bréf þessa efnis síðastliðið haust að gefnu tilefni,“ segir Tómas. Tómas segir að samkvæmt lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands sé erlendum skipum óheim- ilt að landa afla í íslenskum höfn- um sem er veiddur úr sameiginleg- um stofnum en ekkert samkomulag er um veiðar. „Íslensk stjórnvöld telja ekki tilefni til viðbragða við því að sams konar reglur gildi um löndun íslenskra skipa í erlendum höfnum,“ segir Tómas. Tómas minnir á að makrílveiðar íslenskra skipa hafa á undanförn- um árum nær eingöngu farið fram innan íslensku efnahagslögsögunn- ar og öllum afla hefur verið landað í íslenskum höfnum og hann unn- inn hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að strandríkin fjögur, Ísland, ESB, Færeyjar og Noreg- ur, beri sameiginlega ábyrgð á makrílstofninum. Því hafa íslensk stjórnvöld gagnrýnt ESB og Noreg harðlega fyrir að úthluta sér rúm- lega 90 prósent af ráðlögðum heild- arafla án tillits til veiða annarra. svavar@frettabladid.is Löndunarbann ESB er innantóm hótun Aukin harka virðist hafa færst í makríldeilu Íslands við Evrópusambandið og Noreg. Löndunarbann verður sett á makríl í evrópskum höfnum 14. janúar. Slíkt löndunarbann er þegar í gildi á Íslandi hvað varðar skip ESB og Noregs. TÓMAS H. HEIÐAR MARÍA DAMANAKI KOMIÐ INN TIL LÖNDUNAR Þorsteinn ÞH 360 var eitt þeirra skipa sem lönduðu makríl í Vestmannaeyjum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Sendir þú jólakort til vina og vandamanna þetta árið? JÁ 68,4% NEI 31,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgdist þú með tunglmyrkvan- um? Segðu skoðun þína á visir.is DÓMSMÁL Þinghald í máli Gunn- ars Rúnars Sigurþórssonar sem játað hefur að hafa orðið Hann- esi Þór Helgasyni að bana, verður opið. Yfirmat tveggja geðlækna er hins vegar það að Gunnar Rúnar sé ósakhæfur. Málið var tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjaness í gær. Dómsal- ur var þéttsetinn og mátti heyra saumnál detta meðan beðið var eftir dómara, saksóknara og verjanda Gunnars Rúnars. Faðir Hannesar Þórs, systur og fleiri aðstandendur voru meðal þeirra sem hlýddu á þinghaldið. Verjandi Gunnars Þórs hafði lagt fram kröfu um að þinghald- ið yrði lokað, en dómari hafnaði henni. Sakborningurinn mætti ekki í dómsal við þingfestinguna. Niðurstaða yfirmats tveggja geðlækna var kynnt við þingfest- inguna og að þeirra áliti er Gunn- ar Rúnar ekki sakhæfur. Þetta er sama niðurstaða og geðlæknar komust að við undirmat. Það er síðan í valdi dómara að ákvarða endanlega um sakhæfi hans. Um er að ræða játningarmál, þar sem Gunnar Rúnar hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana. Milliþinghald í málinu var ákveð- ið 14. janúar. Aðalmeðferð verður 7. febrúar, þar sem Gunnar Þór, þrír geðlæknar og réttarmeinafræðing- ur munu gefa skýrslu. - jss Morðmálið í Hafnarfirði tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær: Ósakhæfur og opið þinghald GUNNAR RÚNAR SIGURÞÓRSSON Mætti ekki í dómsal í gær. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. FÉLAGSMÁL Innheimtustofnun sveitarélaga, sem sér um að innheimta meðlagsskuldir, hefur einungis í þrígang frá upphafi keyrt skuldara í þrot. Þetta segir Jón Ingvar Pálsson, forstjóri stofnunarinnar. Ef menn greiða ekki meðlag getur Innheimtu- stofnunin haldið eftir ákveðnu hlutfalli launa þeirra, en ef launum er ekki til að dreifa þarf oft að óska eftir fjárnámi. Reynist það árangurslaust og engar eignir fást upp í skuldirnar knýr Innheimtu- stofnunin menn samt sem áður ekki í þrot. „Ef við færum með allt þetta fólk í þrot, og þyrftum að greiða 250 þúsund krónur í tryggingu í hvert skipti, þá held ég að það myndi ekki svara kostnaði,“ segir Jón Ingvar. Stofnunin hafi aðeins þrívegis keyrt menn í þrot. Í þeim tilfellum hafi verið grunur um óeðlilega gjafagerninga, kaupmála eða annað til að skjóta eignum undan fjárnáminu. Fram hefur komið að einstaklingar skuldi mest 15 milljónir króna í meðlag. „Það er engin afsök- un fyrir að vera í svona stórri skuld á meðlögum,“ segir Jón Ingvar, enda hafi Innheimtustofnunin upp á ýmis samningsúrræði að bjóða fyrir fólk í greiðsluvanda. - sh Dýrt að keyra menn í þrot, segir forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga: Einungis þrír í þrot vegna meðlaga LEIKSKÓLABÖRN Dæmi eru um að menn skuldi fimmtán millj- ónir í meðlög. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI LÖGREGLUMÁL Helga Ingvarsdótt- ir hefur verið látin laus úr haldi gegn tryggingu. Hún var hand- tekin í nóvember ásamt Vickram Bedi, sambýlismanni sínum, vegna gruns um fjárkúgun. Að því er fram kemur á vefmiðl- inum Pressunni nemur trygging- arupphæðin 23 milljónum króna. Helga er í farbanni en verður ekki undir sérstöku eftirliti þangað til réttarhöldin hefjast. Bedi er hins vegar enn í haldi. Beiðni hans um lækkun á tryggingarfé var hafnað um síðustu mánaðamót. Da Vinci-fléttan vestanhafs: Helga látin laus gegn tryggingu KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.