Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2011, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 03.03.2011, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag Sími: 512 5000 LÖGREGLUMÁL Lögregla óttast nú að það stefni hraðbyri í átök eða uppgjör hér á landi á milli áhang- endaklúbba tveggja stærstu vél- hjólagengja veraldar, Hells Ang- els og Outlaws. Þetta er ein meginástæða þess að nú er í smíðum í innanríkis- ráðuneytinu frumvarp til laga sem veita á lögreglunni víðtækari heimildir til að rannsaka skipu- lagða glæpastarfsemi. Ögmund- ur Jónasson innanríkisráðherra vill efla lögregluna til að taka á starfsemi glæpahópanna. Klúbbarnir tveir eru MC Ice- land og MC Black Pistons. Síðar- nefndu samtökin eru tiltölulega ný af nálinni hér á landi og voru stofnuð til höfuðs MC Iceland. MC Iceland hafa verið starf- rækt hér lengi, fyrst undir merkj- um Fáfnis. Þau hafa sótt um aðild að Hells Angels, eða Vítisenglum, sem starfrækt eru víða um heim. Allt þykir benda til þess að þau verði fullgildir meðlimir innan tíðar. MC Black Pistons eru hins vegar stuðningssamtök bifhjóla- samtakanna Outlaws, sem starfa einnig í mörgum löndum og hafa lengi tekist á við Hells Angels um yfirráð á sviðum skipulagðrar glæpastarfsemi. Stofnun MC Black Pistons hér á landi er runnin frá Noregi. Á síðasta ári varð Jón Trausti Lúthersson fullgildur meðlimur í MC Black Pistons þar ytra. Hann hafði skömmu áður hrökklast úr formannsembætti í Fáfni. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins stóð hann að stofnun Black Pistons hér á landi, en fer þó ekki með stjórn klúbbsins enda búsettur í Noregi. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra ræddi skipulagða glæpa- starfsemi á Alþingi í gær. Hann sagði allt benda til að hún færðist óðum í vöxt. „Hér erum við að tala um fíkniefnasölu, mansal, peningaþvætti, vopna- smygl, vopnasölu og fjárkúgun af grófustu grófustu sort,“ sagði Ögmundur. „Öðru hvoru fáum við innsýn í þennan ljóta heim í gegn- um fjölmiðla og er ég sannfærð- ur um að við sem hér tökum til máls tölum fyrir hönd Íslendinga almennt um að þetta er sam félag sem við ekki viljum og ætlum ekki að líða.“ - sh / sjá síðu 4 Fimmtudagur skoðun 22 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Unnur Friðriksdóttir rekur fyrirtækið UNNURWEAR og sérhæfir sig í hönnun taskna, belta og annarra fylgihluta undir eigin merki, UNNUR. Unnur heldur úti síðunni www. unnur.com og er líka á Facebook, www.facebook.com/ unnurwear, þar sem fræðast má um hönnun hennar. Kristínu Bergsdóttur tónlistarkonu þykir gaman að klæða sig í föt sem koma henni í partístuð: Ekki búningur en í áttin M ér þykir gaman að klæðast einhverju sem ég finn að kemur mér í stuð, en ég klæði mig þó aldrei í neitt annað en það sem mér líður vel í,“ segir Kristín Bergsdóttir tónlistarkona. Hún er að koma sér í partígírinn því næsta laugardagskvöld efnir hún til brasilískrar tónlistarveislu á Bakk-usi en tónlistarmenn sem búið hafa í Rio de Janeiro standa að hátíðinni.„Bæði þegar ég syng á sviði og þegar ég er í vinnunni leyfi ég mér að stíga hálft skref í áttina að því að vera í búningi. Það geri ég til dæmis með því að nota mikið liti og þessi fjaðragríma er í miklu uppáhaldi en hana keypti ég í Barce-lona. Það má kannski segja að ég sé gjarnan aðeins ýktari útgáfa að sjálfri mér, sem mér finnst skemmtilegt. Þennan kjól keypti ég fyrir síðustu áramótagleði, hönn-un Hugrúnar og Magna í Kronkron. Ég valdi fjólubláar sokkabuxur við því sá litur er ásamt gulum og bláum í miklu uppáhaldi hjá mér núna.“ juliam@frettabladid.is SPLUNKUNÝR OG ROSA FLOTTUR! teg. Elizsabeth - heldur vel og fæst í C,D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.680,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14.Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.misty.is Vertu vinur FLOTTUR FATNAÐUR FYRIR FERMINGAR MÖMMUR STÆRÐIR 34 46 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt 3. mars 2011 51. tölublað 11. árgangur Öðru hvoru fáum við innsýn í þennan ljóta heim í gegnum fjölmiðla [...] þetta er samfélag sem við ekki viljum og ætlum ekki að líða. ÖGMUNDUR JÓNASSON INNANRÍKISRÁÐHERRA Opið til 21 í kvöld DÓMSMÁL Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, taldi sig búa yfir of miklum og við- kvæmum upp- lýsingum um stöðu íslenska bankakerfisins skömmu fyrir hrun til að hann gæti selt bréf sín í bönkunum. Hann greindi frá þessu fyrir dómi í gær, þar sem tekið var fyrir mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, sem ákærður er fyrir innherjasvik. Bolli sagði að á þessum tíma hefði honum verið „ljóst að bankakerfið væri að fara undir og að á þessum tímapunkti færi maður ekki út í viðskipti með hlutabréf“. Nokkurs ósamræmis gætti á milli framburðar Baldurs og vitna. - sh / sjá síðu 8 Bolli taldi ósiðlegt að selja: Skýrslur vitna á skjön við Baldur BALDUR GUÐLAUGSSON DÍLASKARFAR VIÐ REYKJAVÍKURHÖFN Stór hópur dílaskarfa spókaði sig við Reykjavíkurhöfn í gær. Dílaskarfar dvelja að mestu við Faxaflóa og Breiðafjörð og er nokkuð algengt að þeir leggi leið sína til höfuðborgarinnar. Tegundin er af stærri gerð sjófugla, lifir á fiski og eru þeir afar duglegir kafarar. Eftir að veiðiferðum er lokið setjast dílaskarfar gjarnan í hópum á steina, klappir eða mannvirki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Rafrænn reiðtúr Félag hrossabænda hleypir af stað óvenjulegu kynningarátaki. tímamót 26 Lögregla óttast stríð Vítisengla og Útlaga Blóðugt uppgjör harðsvíraðra vélhjólagengja er á næsta leiti, að mati lögreglu. Fyrrverandi formaður Fáfnis hefur stofnað hér áhangendaklúbb Outlaws til höfuðs Hells Angels. Innanríkisráðherra hyggst veita lögreglu auknar heimildir. BEST NA-TIL Búast má við 10-15 m/s NV-lands og við SA-ströndina. Rigning í fyrstu S- og V-til en síðar skúrir. Þurrt að mestu norðan- og austanlands. Hlýnar heldur í veðri. VEÐUR 4 5 3 2 5 5 ICESAVE „Ég er mjög ánægður með þessar fréttir og þessa þróun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. „Það er traust- vekjandi að horfurnar batna við hvert endurmat skilanefndarinn- ar, vonandi virkar það róandi á marga.“ Samninganefnd Íslands í Icesave-málinu kynnti í gær nýtt mat á kostnaði ríkisins vegna Icesave-samkomulagsins. Það gerir ráð fyrir því að kostnaður sem falli á ríkið verði 32 millj- arðar króna. Í desember taldi nefndin kostnaðinn geta orðið um 47 milljarða. Lárus Blöndal, sem sæti á í samninganefndinni, sagði að með ákveðnum fyrirvörum gæti verið að enginn kostnaður félli á ríkið, yrði niðurstaða í dómsmálum sem nú stæðu yfir hagstæð. - bj Telja Icesave-kostnað lækka: Traustvekjandi að horfur batna Óvænt upphefð á jökli Halli Hansen varð andlit Stalinskaya-vodkans. fólk 50 Glæsilegur sigur Ísland vann eitt sterkasta landslið heims í Portúgal í gær. sport 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.