Fréttablaðið - 03.03.2011, Page 22

Fréttablaðið - 03.03.2011, Page 22
22 3. mars 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þ egar rætt er um – og ákveðið – hvernig standa beri að endurskoðun stjórnarskrárinnar er ágætt að rifja upp hvernig síðasta tilraun gekk. Í byrjun árs 2005 tók til starfa nefnd níu stjórnmálamanna. Til verksins völdust þáverandi og fyrrverandi formenn og varaformenn flokka, fólk með jafnvel langa þingreynslu og sumt lært í lögum. Afrakstur tveggja ára starfs var tillaga um að breyta einni af 81 grein stjórnarskrárinnar. Þeirri sem kveður á um hvernig breyta beri stjórnarskránni. Þessir sérlegu trúnaðarmenn stjórn- málaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar gátu ekki komið sér saman um annað. Niðurstaðan er nokkuð hláleg þegar litið er til þess að árið 1989 gerði varaþingmaður einn tillögu að svo til sömu breytingu. Hún fékkst ekki rædd en var alla vega lögð fram. Öfugt við til- löguna frá trúnaðarmönnunum sérlegu sem varð að engu. Fundargerðir nefndarinnar eru annars sérkennileg lesning. Þær bera ekki með sér að verkefnið hafi verið að ná samkomulagi um breytingar á stjórnarskránni. Sumt minnir raunar á stemninguna í huggulegu teboði þar sem rabbað er um heima og geima. Dæmi: 1. fundur: „Mismunandi viðhorf komu fram um hversu rækilegar fundargerðirnar ættu að vera.“ 4. fundur: „… nefndarmenn minntir á að láta ritara vita í hvaða málstofum þeir vildu sitja í pallborði“. 5. fundur: „… nefndarmenn minntir á að láta ritara vita í hvaða málstofum þeir vildu sitja í pallborði“. (Já aftur.) 6. fundur: „Þá var nefnt það sjónarmið að mikilvægt væri að gera breytingar á kjördæmaskipan í þessari lotu … Á hinn bóginn var því haldið fram að mikilvægt væri að færast ekki of mikið í fang.“ 7. fundur: „Fram kom það viðhorf að bíða mætti með það þangað til á seinustu stigum að ákveða endanlega röð ákvæða. Aðrir töldu hins vegar að þetta væri þýðingarmikið atriði sem vert væri að skoða sem fyrst.“ 9. fundur: „Nokkrar umræður urðu um hvernig gera ætti fundar- gerðirnar úr garði.“ 12. fundur: „Formaður kvað þessa umræðu hafa verið gagnlega. Hann ályktaði af umræðunni að það væri þörf á ítarlegri ákvæðum um hlutverk forseta.“ 16. fundur: „Formaður gerði að umtalsefni þá staðreynd að tíminn væri orðinn naumur til að ljúka við heildarendurskoðun á þessu kjörtímabili.“ 18. fundur: „Formaður lagði að lokum til að næsti fundur yrði helg- aður umræðu um framhald nefndarstarfsins.“ 19. fundur: „Formaður gerði að umtalsefni þá staðreynd að ekki væri langur tími til stefnu áður en nefndin ætti að skila af sér.“ 20. fundur: „Rætt var um að gera þyrfti forsætisráðherra grein fyrir stöðu mála í starfi nefndarinnar.“ Alls urðu fundirnir 26 og niðurstaðan, eins og áður sagði, núll. Nú fjallar Alþingi um tillögu að skipun stjórnlagaráðs. Aðdrag- andi þess er þekktur og margt um hann að segja. Engu að síður hlýtur sagan að segja okkur að það sé alla vega tilraunarinnar virði að fara nýjar leiðir við endurskoðun stjórnarskrárinnar. HALLDÓR SKOÐUN Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is Undirrituð flytur þingsályktunartillögu á Alþingi um að rannsóknarheimildir lögreglu verði auknar. Meðflutningsmenn eru úr Framsóknarflokki, Samfylkingu og Sjálfstæðis flokki. Í nútímasamfélagi er eðli og umfang skipulagðrar glæpastarfsemi breytt frá því sem var. Starfsemi lögreglu þarf að taka mið af þessari þróun. Almennt ratar glæpastarfsemi sem á sér stað í nágrannaríkjum okkar einnig til Íslands og mörg dæmi eru þessu til staðfestingar. Nefna má mansal, en fjarstæðukennt virtist fyrir fáum árum að það mundi rata hingað til lands. Einnig er hér talsverður fíkniefna- innflutningur, aukin umsvif skipulagðra glæpagengja og fylgjast þarf með hryðju- verkaógn. Vegna aukinnar hörku og útsmoginna aðferða við skipulagða glæpastarfsemi hafa nágrannaríki okkar aukið heimildir lög- reglu til að sporna við henni. Á síðustu árum höfum við gert okkur grein fyrir að við þurfum að gera slíkt hið sama. Í skýrslum Ríkislögreglustjóra síðustu ár um mat á skipulagðri glæpastarfsemi hefur ítrekað verið bent á að slíkar heimildir skorti hér á landi. Einnig hefur Ríkisendurskoðun bent á að heimildir vanti í skýrslu sem bar heitið Ráðstafanir gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna – stjórnsýsluúttekt. Þar segir: „Svigrúm yfirvalda til að stunda sértæka eftirgrennslan er takmarkað ef þau hafa ekki heimildir til að beita svokölluðum for- virkum rannsóknaraðferðum (e. proactive investigation). Hafi yfirvöld slíkar heimildir mega þau fylgjast með og safna upplýsing- um um einstaklinga þótt ekki liggi fyrir rök- studdur grunur um brot. Erlendis eru slíkar heimildir yfirleitt bundnar við tilteknar löggæslustofnanir sem háðar eru sérstöku eftirliti.“ Í aðgerðaráætlun gegn mansali frá 2009 segir: „Í tengslum við rannsókn og kortlagningu mansalsmála hér á landi og tengsl við erlenda og skipulagða brota- starfsemi verði þörf lögreglu fyrir heimildir til forvirkra rannsókna metin. Með slíkum heimildum væri unnt að kortleggja betur af hálfu lögreglu umfang starfseminnar og umsvif einstakra aðila og skapa um leið betri grundvöll undir að sækja þá aðila til saka sem skipuleggja og eru á bak við skipu- lagða glæpastarfsemi á borð við mansal. Þá er lögð áhersla á að lögregla nýti til fulls rannsóknarheimildir sem þegar eru fyrir hendi og er beitt meðal annars við rannsókn fíkniefnabrota.“ Allt ber þetta að sama brunni. Öryggi almennings og friður fyrir afbrotamönnum er mikilvægt velferðarmál og því brýnt að auka rannsóknarheimildir lögreglu. Heimildir lögreglu Rannsóknir Siv Friðleifsdóttir þingmaður Fram- sóknarflokksins Pólitíkusar og endurskoðun stjórnarskrárinnar: Misheppnað Fær að svara fyrir sig Þau undur og stórmerki urðu á Alþingi í gær að stjórnarliði féllst – án athugasemda og fyrirvara – á tillögu stjórnarandstæðinga. Mörður Árnason, formaður umhverfisnefndar, féllst sem sagt á ósk Birgis Ármanns- sonar og Kristjáns Þórs Júlíussonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, um að Svandís Svav- arsdóttir umhverfisráðherra rökstyddi, á opnum fundi nefndarinnar, ákvörðun um staðfestingu verndaráætlun- ar fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Fundurinn verður á morgun, í beinni á alþingisrásinni og á vef þingsins. Tíu Eygló Harðardóttir Framsóknar- flokki spurði nýverið hve margir aðstoðarmenn ráðherra væru og hversu margir fjölmiðlafulltrúar starfi í hverju ráðuneyti. Svar hefur borist. Aðstoðarmenn ráðherra, í skilningi laga um Stjórnarráðið, eru tíu, einn hjá hverjum ráðherra. Fjöl- miðlafulltrúarnir eru átta í sjö ráðuneytum. Tveir eru í innanríkisráðuneytinu. Ekki eru upplýsingafull- trúar í forsætis-, mennta- og menningar- mála- og efnahags- og viðskiptaráðuneytum. Eftirsótt störf Upplýsingafulltrúaskortur forsætis- ráðuneytisins er þó senn á enda. Starf upplýsingafulltrúa hefur verið auglýst laust til umsóknar. Sama máli gegnir um sambærilegt starf í umhverfisráðuneytinu. Viðbúið er að margir sæki um enda slík störf jafnan eftirsótt, ekki síst hjá starfandi og fyrrverandi fjölmiðlafólki. Um fjörutíu sóttu til dæmis um þegar leitað var eftir upplýsingafulltrúa í fjár- málaráðuneytið fyrir nokkrum misserum. bjorn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.