Fréttablaðið - 03.03.2011, Page 24

Fréttablaðið - 03.03.2011, Page 24
24 3. mars 2011 FIMMTUDAGUR Hjörtur Hjartarson, sá mæti maður, skrifar grein í Frétta- blaðið og hvetur mig til að endur- hugsa neikvæða afstöðu mína til tillögu sem fram hefur komið um að fulltrúarnir sem kjörnir voru á stjórnlagaþing verði skipaðir af Alþingi í nefnd sem sinni sama hlutverki og stjórnlagaþinginu hafði verið ætlað. Hæstiréttur hafi vissulega úrskurðað kosn- inguna ógilda en ekki á traust- um forsendum. Og síðan sé á það að líta að Hæstiréttur sé í þessu úrskurðarhlutverki ekkert meira en nefnd sem megi ekki rugla saman við það hlutverk sem rétt- urinn hafi sem æðsti dómstóll landsins. Nú er það svo, að ég er í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa niður- stöðu Hæstaréttar í þessu máli og jafnframt sagt að helstu mis- tök löggjafans hafi verið að skýra ekki betur kæruferli ef fram kæmu kærur og þar með aðkomu Hæstaréttar að úrskurði um lög- mæti kosningarinnar. Þessar for- sendur voru um sumt óljósar en hlutverk Hæstaréttar er engu að síður afdráttarlaust. Hvað sem öðru líður þá er þetta Hæstirétt- ur og niðurstaðan er hans. Á Íslandi er efnahagskreppa og þegar til lengri tíma er litið höfum við einnig búið við póli- tíska kreppu sem birtist í vantrú á stjórnmálum. Til eru þeir sem telja að jaðri við stjórnarskrár- kreppu og vísa ég þar í harða gagnrýni á ákvarðanir sem for- seti Íslands hefur tekið í krafti stjórnarskrárákvæða um þjóðar- atkvæði. Ég er ekki í hópi þeirra sem gagnrýna ákvarðanir forsetans hvað þetta snertir, enda eindreg- inn fylgismaður þjóðaratkvæða- greiðslu og vil hafa sem flesta öryggisventla til að opna fyrir aðkomu almennings að ákvarð- anatöku. En sumir eru annarrar skoðunar. Í framhaldinu bið ég Hjört Hjartarson að endurhugsa sinn gang. Er ekki rétt að við vöndum okkur í hvívetna gagnvart öllu sem viðkemur grundvallarreglum varðandi stjórnarskrá landsins og þrískiptingu valdsins? Ekki síst á þetta við þegar lagt er upp í þá vegferð að gera til- raun til að bæta stjórnskipanina – stjórnarskrá lýðveldisins. Það er niðurstaða mín eftir að hafa hugs- að málið. Það er allt rangt við niður-skurð meirihlutans í Reykja- vík til leikskóla og grunnskóla. Það er rangt að hjá þessum nið- urskurði verði ekki komist, að svo rækilega hafi verið hreinsað til í borgarkerfinu að ekkert sé annað eftir en að reka leikskóla- stjóra. Það er röng aðferð að ákveða fyrst hversu mikið eigi að skera niður og reyna síðan að finna út úr því hvernig eigi að gera það. Sú aðferð leiðir ekki aðeins út í pólitískar ógöngur eins og þær sem meirihlutinn er nú kominn í heldur skaðar hún skólastarfið með þeirri óvissu sem hún veldur og hindrar að hægt sé að ná fram umbótum. Það er rangt að það hafi verið haft raunverulegt samráð við fagfólk og foreldra um þessar hugmyndir. Það er ekki samráð að boða fólk á fundi eða leyfa því að senda inn athugasemdir ef það er ekki tekið mark á því sem það hefur að segja. Allt þetta mætti samt fyrir- gefa ef þær niðurskurðartillög- ur sem nú eru að líta dagsins ljós væru ekki jafnvondar og raun ber vitni. Þetta er sérstak- lega grátlegt í ljósi þess að þær hugmyndir sem meirihlutinn leggur til grundvallar, og Stefán Benediktsson lýsti í grein hér í Fréttablaðinu 21. febrúar síðast- liðinn, eru í sjálfu sér ágætar. Það er alveg rétt að reykvískir skólar, sér í lagi grunnskólarn- ir, eru of litlir og smæð þeirra stendur gæðum skólastarfsins fyrir þrifum. Misbresturinn felst annarsvegar í því að það er ekki áhlaupaverk að sameina skóla. Það verður ekki gert án skaða fyrir börnin sem í skólun- um eru nema að vandlega yfir- veguðu máli og í sátt og sam- vinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Engin hugmyndafræði er svo góð að það sé hægt að gera hana að veruleika með þjösna- skap. Hinsvegar liggja mistök meirihlutans í því að tillögurnar ganga alls ekki út á neinar sam- einingar. Það er ekki sameining þótt skipaður sé einn yfirmaður yfir tvo skóla. Það er bara leikur að orðum. Eftir sem áður mun þurfa einhvern á báðum stöðum sem er til svara og getur tekið ábyrgð á þeim vandamálum sem upp koma, á þeirri stund og þeim stað sem þau koma upp. Tillögurnar ganga því ekki út á annað en að lækka laun og breyta starfsheitum hæstráð- enda á hverjum stað. Meirihlut- inn vonar líklega að leikskóla- stjórarnir sem missa störf sín láti það yfir sig ganga að verða ráðnir aftur á lægri launum með önnur starfsheiti. En hættan er sú að einmitt þessir lykilstarfs- menn í skólakerfinu okkar, fólk- ið sem hefur mesta menntun og reynslu, og sem mesta möguleika á annars staðar á vinnumark- aðnum, láti ekki bjóða sér þetta og hverfi á braut. Þótt veruleg- ur sparnaður næðist, sem er ekki útlit fyrir, þá er það ekki ásættan leg áhætta. Leikskólarnir í Reykjavík eru frábærir, ótrúlega frábærir ef haft er í huga hvílík smánarlaun starfsfólk þeirra þarf að sætta sig við. Allar aðgerðir sem grafa undan starfsgleði og metnaði skila sér í verra skólastarfi. Þær bitna á börnunum okkar. Fráleitur niðurskurður skólakerfis Reykjavíkur Leikskólar Orri Vésteinsson háskólakennari og foreldri í Reykjavík Það er ekki sam- eining þótt skip- aður sé einn yfirmaður yfir tvo skóla. Það er bara leikur að orðum. - vélar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta Góður maður lét hafa eftir sér forðum að samlegðaráhrif væru eins og fljúgandi furðuhlut- ir; allir vita hvað það er en enginn hefur séð þá. Þetta verður ágætt að hafa í huga seinna í dag þegar skýrsla starfshóps um tækifæri í samrekstri og sameiningu leik- skóla, grunnskóla og frístunda- heimila verður kynnt. Niðurstaða starfshópsins staðfestir nákvæmlega það að samlegðar áhrif eru yfirleitt meiri í orði en á borði. Af þessum sökum sá undirrituð, sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hópnum, sig tilneydda til að sitja hjá við afgreiðslu skýrslunnar. Þegar öllu er til tjaldað ætlar vinnuhópurinn að sameiningar skóla sem lagðar eru til lækki heildarútgjöld leik- skóla, grunnskóla og frístunda- heimila ekki nema um hálft pró- sent þegar hún er komin fram að fullu árið 2014. Slík hagræðing réttlætir engan veginn það rask og óróa sem óumflýjanlegt er í skól- um og frístundaheimilum borgar- innar í kjölfarið. Í dag anda einhverjir foreldrar og starfsmenn léttar og fagna að óvissutímabili sé lokið en aðrir horfa fram á breytingar og óvissu- tímabil. Foreldrar upplifðu starf hópsins sem ógegnsætt og þeim fannst, skiljanlega, sem ekkert samráð hefði verið haft við þá í vinnu starfshópsins. Það er von- andi að meirihlutanum í Reykja- vík gangi betur í þeirri vinnu sem nú fer í hönd í að framfylgja þeim breytingum sem lagt er upp með í tillögum þeirra. Þá verður nauð- synlegt að foreldrar fái mun meiri aðkomu að upplýsingum, bæði fag- legum og fjárhagslegum, auk þess sem tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem fram komu í upplýsingaferlinu til þessa. Fyrir liggur mikil vinna starfs- hópsins og embættismanna. Þessi vinna er að mörgu leyti mikilvæg. Í fyrsta lagi leiðir vinnan í ljós að ýmis tækifæri eru fyrir hendi í samstarfi milli skóla. Ýmis tæki- færi sem fram komu munu eflaust leiða saman stjórnendur til sam- starfs og innleiðingu verkefna frá fagsviðum. Í öðru lagi leiddi starf hópsins í ljós illa nýtt húsnæði skóla og frístundaheimila sem hægt væri að nýta betur og fresta þannig nýfjárfestingum í einhvern tíma. Þessa greiningu ætti að festa í sessi sem verklag til að nýta betur eignir borgarinnar. Í þriðja lagi er ljóst að tilraunir í skóla- starfi, t.d. með samrekstri stofn- ana, hafa í för með sér að hægt er að rannsaka hvernig lágmarka eigi tortryggni á milli fagaðila og hindranir vegna ólíkra kjara. Í fjórða lagi er með þessu starfi ljóst að sameining skólastofnana skilar ekki mikilli hagræðingu og erfitt að tryggja að hagræðingin skili sér til lengri tíma. Að lokum er ljóst að raunveruleg hagræðing, sé það markmiðið, verður ekki í skóla- kerfinu nema starfsfólki fækki að einhverju marki. Börnin í borginni eiga heimt- ingu á því að stjórnmálamenn skoði öll þau tækifæri til hagræð- ingar sem hafa ekki bein áhrif á þau eða skaða þeirra náms- og starfsumhverfi. Fyrst og fremst hefur verkefnið verið nauðsynlegt til að greina fjárhagslegan ávinn- ing enda lítill faglegur ávinning- ur af sameiningu og samrekstri. Sá faglegi ávinningur sem var ein af forsendum verkefnisins er enn óskilgreindur og órannsak- aður. Farsælast hefði verið að við- urkenna í skýrslunni að enginn trygging sé fyrir því að faglegur ávinningur náist fram með sam- einingu skóla. Búast má við talsverðu raski á skólastarfi þegar stofnanir verða sameinaðar. Þetta á kannski sér- staklega við ef unnið verður í óþökk og andstöðu starfsmanna, foreldra og stjórnenda. Hætt er við að tímabundið skapist órói og ótti vegna árekstra og átaka í sam- einingu starfsumhverfis ólíkra stétta sem nú sameinast og hafi þannig áhrif á að börn og nemend- ur verði síður í fyrirrúmi í skóla- og frístundastarfi. Sá hlutfallslega litli fjárhagslegi ávinningur sem af þessu hlýst er því dýru verði keyptur. Merkilegasta niðurstaðan úr ofangreindri vinnu er eflaust sú að flatur niðurskurður á sviðum borg- arinnar sem meirihlutinn ætlar sér að vinna eftir er ekki lengur í boði. Löngu tímabært er að taka erfiða umræðu um forgangsröðun þeirra verkefna sem Reykjavíkur- borg niðurgreiðir á einn eða annan hátt. Sú umræða er óumflýjanleg og krefst pólitískrar framsýni og samráðs við íbúa og starfsfólk. Því miður skortir pólitískt þor og kjark hjá ráðamönnum í Reykjavík til að hægt sé að taka þá umræðu. Hálft prósent Skólamál Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Þegar öllu er til tjaldað ætlar vinnuhópur- inn að sameiningar skóla sem lagðar eru til lækki heildarútgjöld leikskóla, grunn- skóla og frístundaheimila ekki nema um hálft prósent þegar hún er komin fram að fullu árið 2014. AF NETINU Hluti af valdakjarna vinstrimanna Ástráður Haraldsson er hluti af valdakjarna vinstrimanna sem fer með völdin á Íslandi. Afsögn hans sem formanns landskjörstjórnar í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþingskosn- inga var flétta til að friðþægja almenning sem krafðist pólitískrar ábyrgðar á klúðrinu. Nokkrum dögum eftir afsögnina er Ástráður kosinn í landskjörstjórn sem fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Vinstrielítan sem fer með lyklavöldin í stjórnarráðinu skeytir hvorki um heiður né skömm þegar völd eru annars vegar. pallvil.blog.is Páll Vilhjálmsson Virðum grundvallarreglur Stjórnlagaþing Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Er ekki rétt að við vöndum okkur í hvívetna gagnvart öllu sem viðkemur grundvallarreglum varðandi stjórnarskrá landsins og þrískiptingu valdsins?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.