Fréttablaðið - 03.03.2011, Side 40

Fréttablaðið - 03.03.2011, Side 40
3. MARS 2011 FIMMTUDAGUR10 ● Food and Fun 2011 Bláa lónið er virkur þátttakandi í Food and Fun matarhátíðinni í ár. Þar verður sushi í öndvegi. Kaz Okochi sem á og rekur veit- ingastaðinn Kaz Sushi Bistro (www.kazsushi.com) í Washington DC verður gestakokkur á Lava í Bláa lóninu á Food and Fun. Hann sérhæfir sig meðal annars í sushi- réttum og verður úrval af þeim á matseðli Bláa lónsins meðan á Food and Fun stendur. Kaz Okochi er frá Nagoya í Japan. Hann nam matreiðslu í Tsuji Culinary Institute í Osaka sem er einn virtasti matreiðslu- skóli Japans, þar sem hann sér- hæfði sig í sushi-gerð. Frá árinu 1988 hefur hann starfað í Washing- ton DC þar sem hann hefur kynnt og þróað sína aðferð við sushi. Kaz Okochi var á meðal fyrstu matreiðslumanna í Bandaríkjunum til að þróa nútímarétti sem byggja á hefðbundinni japanskri matar- gerð. Hann opnaði veitingastað sinn Kaz Sushi í Washington DC árið 1999. Sá staður hefur hlotið fjölda viðurkenninga. Meðal ann- ars hafa samtök veitingamanna á Washington DC-svæðinu valið Kaz Sushi sem einn af fimm bestu veit- ingastöðum svæðisins auk þess sem matseðlinum hefur verið lýst sem nýstárlegum og framsæknum. Okochi vinnur með japansk- ar, vestrænar og alþjóðlegar mat- gerðarhefðir. Sjálfur lýsir hann því sem japanskri matargerð, byggða á hefðbundnum grunni en með nú- tímalegri framsetningu. Viktor Örn Andrésson, yfir- matreiðslumeistari Bláa lónsins, segir spennandi að fá Kaz Okochi sem gestakokk. „Sushi er í boði á matseðlinum okkar og með heim- sókn Okochi munum við kynna skemmtilegar nýjungar. Við erum í einstakri aðstöðu með Grindavík við bæjardyrnar og höfum ávallt aðgang að besta mögulega sjávar- fangi,“ segir Viktor. „Það skiptir lykilmáli þegar gera á gott sushi.“ Gómsætar þorskkinnar og -tunga verða meðal annars á matseðli Grand Hótels á Food and Fun. „Að þessu sinni fáum við til okkar bandaríska matreiðslumeistarann David Britton, sem hefur áður glatt íslenska matargesti á Silfri. Hann er frægur fyrir einstaka hæfileika í eldhúsinu og starfar á Lola Restaurant, margverðlaun- uðu veitingahúsi Michaels Ginor á Long Island í New York,“ segir Vignir Hlöðversson, yfirmat- reiðslumeistari á Grand Hótei, um gestakokk sinn á Food and Fun að þessu sinni. David er aðdáendum mat- reiðsluþátta að góðu kunnur þar sem hann hefur fengist við ýmsar þrautir í eldhúsinu með kollega sínum Robert Irvine í Dinner Imp- ossible á sjónvarpsstöðinni Food Network síðustu ár, en nú vinna þeir einmitt að 8. seríu þáttarins. „David er stjörnukokkur sem lærði snemma að taka til hend- inni á æskuárunum í Arizona því móðir hans krafðist þess að börn hennar lærðu ung að bjarga sér í eldhúsinu. Því spreytti hann sig ungur á skólanestinu yfir í heilu fjölskyldumáltíðirnar og heima- tilbúinn ís um helgar, en hann er snillingur í eftirréttum og verð- ur spennandi að sjá hvað hann gerir nú,“ segir Vignir um þenn- an heimskokk sem starfað hefur á mörgum af bestu hótelum Banda- ríkjanna og sérmenntaði sig í al- þjóðlegri matarmenningu á náms- árunum, með áherslu á evrópska matargerð. „Heimspeki Davids er einföld, en hún sú er að maður sé ævina út að ná tökum á matargerð þar sem áhrif koma alls staðar frá, sé maður á annað borð opinn fyrir nýjum hugmyndum. Hann er því spenntur fyrir að koma aftur til Íslands, elda úr fersku, íslensku hráefni og njóta íslenskrar gest- risni, eins og gestir Grand Hót- els munu upplifa á Food and Fun,“ segir Vignir og gefur upp freist- andi fjögurra rétta matseðil Davids Britton: „Í forrétt verður foie gras (gæsalifur), í aðalrétt þorsk kinnar og -tunga, og íslenskt lamb á tvo vegu og eftirréttur sem kemur á óvart.“ ● MATSEÐILL Gildir frá 9. til 13. mars - Marineraður (Ceviche) lax og hörpuskel - Humar misó-súpa - Túnfisk-tartar salat - Blandað sushi - Skyr og bláber Borðapantanir eru í síma 420- 8815. Nánari upplýsingar á www. bluelagoon.is Ferskt hráefni er nauðsynlegt í sushi og enginn hörgull er á því í Grindavík. Nútímalegt í Lava Þeir keppendur á Food and Fun í ár sem hafa tekið þátt í hinni frægu Bocuse d‘Or keppni eru Matti Jämsen frá Finnlandi og Chris Parsons frá Bandaríkjunum sem verið hefur einn af tólf útvöldum sem keppa í amerísku undankeppninni. Tveir dómaranna í ár hafa unnið gullverðlaunin í Bocuse d‘Or, þeir Sven Erik Renaa, sem vann gullið bæði 2000 og 2006, og Geir Skeie sem fékk gullið árið 2009. Michael Ginor hefur verið dómari í amerísku undankeppninni. Bocuse d’Or, virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum, hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1987 og komast færri þjóðir að en vilja. Þjóðir fá keppnisrétt eftir að hafa unnið forkeppni úr sinni heimsálfu, en fimm efstu sætin í sjálfri Bocuse d’Or-keppninni tryggja þeim þjóðum sjálfkrafa keppnisrétt í næstu keppni. Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu. Íslendingar hafa verið með í síðustu fimm skipti eða frá 1999 og er árangur þeirra vægast sagt glæsilegur og sýnir tölfræðin að Íslendingar eru í hópi sex bestu þjóða í heiminum í matreiðslu. Árið 1999 fór Sturla Birgisson sem frum- kvöðull fyrir Íslands hönd og náði fimmta sætinu og ruddi þar með brautina fyrir næstu keppendur. ÚRSLIT ÚR BOCUSE D´OR 2011: 1. sæti - Danmörk, Rasmus Kofoed 2. sæti - Svíþjóð, Tommy Myllymaki 3. sæti - Noregur, Gunnar Hvarnes Þess má geta að Þráinn Freyr Vigfússon hafnaði í sjöunda sæti í síðustu keppni. Keppendur úr Bocuse d‘Or á Food and Fun Friðgeir Ingi Eiríksson landaði áttunda sæti árið 2007. Vignir Hlöðversson, yfirmatreiðslumeistari á Grand Hóteli, þar sem Bandaríkja- maðurinn David Britton stendur með honum vaktina á Food & Fun. MYND/PJETUR Áhrif koma alls staðar frá ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.