Fréttablaðið - 17.03.2011, Side 10

Fréttablaðið - 17.03.2011, Side 10
17. mars 2011 FIMMTUDAGUR10 NOREGUR Norsk sjávarútvegsfyr- irtæki hafa verið staðin að stór- felldum efnahagsbrotum sem nema um þremur milljörðum norskra króna á síðasta ári. Sú upphæð jafngildir rúmum sextíu milljörðum íslenskra króna. Norska blaðið Dagens Nærings- liv greindi frá þessu fyrir nokkru, en brotin, sem voru framin á síð- asta ári, komu í ljós við yfirgrips- mikla rannsókn skattayfirvalda, lögreglu og tollgæslunnar. Brotin felast meðal annars í löndun framhjá vigt, trygg- ingasvindli og undanskotum frá skatti við kvótaviðskipti. Brot- um hefur fjölgað verulega milli ára, þar sem upphæð undanskota árið 2009 nam um 1,5 milljörðum norskra króna. Sølvi Åmo Albrigtsen, sem stjórnaði rannsókninni fyrir hönd skattayfirvalda, sagði í samtali við Dagens Næringsliv að sala fisks á svörtum markaði væri löngu kunn staðreynd. „Á margan hátt eru slík brot þó ástæða þess að við herðum eftir- litið,“ segir hún en bætir við að það komi henni þó á óvart hversu mikið skipulag virðist liggja á bak við brotin. Þau eigi sér stað bæði í veiðum og við sölu fisks. „Við höfum séð ákveðna til- hneigingu í þá átt að samband er milli aðila milli landa þar sem takmarkið er að fela gróða eða eignarhald, eða að einhver geri öðrum greiða þannig að fjármun- ir eru hvítþvegnir. Þess vegna verðum við að vera í reglulegu sambandi við stjórnvöld í öðrum löndum.“ Hún bætir því við að sífellt færist í vöxt að sjávarútvegs- fyrirtæki komi fjármunum fyrir í skattaskjólum. Alvarlegri málin sem komu í ljós í rannsókninni verða send lögreglu en minniháttar mál verða afgreidd sem skattamál. Reidar Nilsen, formaður norsku sjómannasamtakanna, sem einnig eru fagsamtök sjávar- útvegsfyrirtækja, segir í viðtali við Dagens Næringsliv að skatta- yfirvöld kasti með þessu rýrð á allan iðnaðinn. Aðalritari samtakanna, Jan Skjærvø, tekur undir það í pistli á vef samtakanna og segir að umfjöllun fjölmiðla sé ósanngjörn þar sem flest það sem fyrir tækin séu sökuð um snúist um túlkunar- atriði á skattalöggjöf. Svipuð mál hafa komið upp hér á landi að sögn Bryndísar Krist- jánsdóttur skattrannsóknar- stjóra, sem segir að á annan tug mála sem tengjast sjávarútvegi séu til rannsóknar hjá embættinu. „Við höfum verið að rannsaka mál og varðar hluti þeirra ætluð undanskot á leigutekjum vegna aflaheimilda, en það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað sam- bærilegt [við niðurstöðurnar í Noregi] eða almennt hér á landi.“ thorgils@frettabladid.is Milljarða skatt- svik norskra útvegsmanna Rannsókn norskra skattayfirvalda leiðir í ljós und- anskot og skattsvik. Upphæðin rúmlega 60 milljarð- ar á síðasta ári. Rannsakandi segir brotin skipulögð. Ekki vísbendingar um jafn almenn brot hér á landi. FISKVEIÐAR Norsk skattayfirvöld hafa flett ofan af stórfelldum efnahagsbrotum sjávarútvegsfyrirtækja þar í landi. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Turninn, Smáratorgi, 20. hæð. Föstudaginn 25. mars kl. 8.30–12.00 Ráðstefnustjóri Lilja Steinþórsdóttir, forstöðumaður innri endurskoðunar Arion banka 8.00–8.30 Skráning og afhending gagna 8.30–8.40 Ráðstefnan sett Nanna Huld Aradóttir, formaður Félags um innri endurskoðun 8.40–9.10 Vinnubrögð atvinnulífs - hvar stöndum við og hvert er ferð heitið? Dr. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands 9.10–9.40 Samkeppni og efling atvinnulífs Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins 9.40–10.10 Lærum af reynslunni – öfgar og skynsemi í stjórnarháttum Dr. Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Auðar Capital 10.10–10.30 Kaffi 10.30–11.00 Viðbrögð í kjölfar fjármálakreppunnar er snúa að endurskoðendum Sigurður Þórðarson, formaður nefndar um málefni endurskoðenda og fv. ríkisendurskoðandi 11.00–11.30 Stjórnarhættir og áherslur við eftirlitsskylda fjármálastarfsemi Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu 11.30–12.00 Ytri gagnrýni og innri viðbrögð – rannsókn á gagnrýni á fjármálastöðugleika Þröstur Olaf Sigurjónsson, lektor hjá viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík 12.00 Ráðstefnuslit Ráðstefnugjald: 12.500 kr. Námsmat: Ráðstefnan gefur 4 endurmenntunareiningar hjá FIE, IIA og FLE. Ráðstefnan er opin félagsmönnum FIE, FLE og öðrum þeim sem áhuga hafa. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til fie@fie.is eigi síðar en fyrir hádegi fimmtudaginn 24. mars. Innri endurskoðunardagur 2011 Félag um innri STJÓRNMÁL Formaður samgöngunefndar Alþingis, Björn Valur Gíslason úr Vinstri grænum, hefur fallist á beiðni Marðar Árna- sonar úr Samfylkingunni um sérstakan fund um fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng. Vegagerðin og félag heimamanna norðan heiða, Greið leið, hafa stofnað nýtt hlutafélag um göngin. Þeir áætla að göngin kosti 10,4 milljarða króna, sem fáist inn með veggjöld- um í framtíðinni. Félag íslenskra bifreiða- eigenda dregur útreikningana í efa og kveðst óttast að skattgreiðendur borgi hluta kostn- aðarins og missi í staðinn af samgöngufram- kvæmdum sem félagið telur brýnni. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingis- maður Samfylkingarinnar í Norðaust- urkjördæmi, ræddu í gær Vaðla- heiðargöngin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni. Sagði Run- ólfur Sigmund þar vera „kjör- dæmapotara“ vegna stuðnings við málið. Sigmundur sagði mál- flutning Runólfs fáránlegan. Boða á Runólf og Hrein Har- aldsson, vegamálastjóra og full- trúa frá Vaðlaheiðargöngum, á áðurnefndan fund sam- göngunefndar, að því er Mörður Árnason upplýsir á bloggsíðu sinni. „Það verður fróðlegt að heyra í þessum mönnum svara spurningum um hagkvæmni og forgangs- röð – og auðvitað mikilvægast að svo sé gengið frá að ekki verði farin hin klass- íska íslenska leið og skattborgararnir látnir borga allt saman eftir að hver áætlunin af annarri hefur beðið skip- brot,“ skrifar Mörður, sem kveðst munu verða „jákvæður þangað til ástæða reyn- ist til annars“. - gar Vegamálastjóri og framkvæmdastjóri FÍB kallaðir á fund hjá samgöngunefnd Alþingis: Vilja svör um hagkvæmni Vaðlaheiðarganga MÖRÐUR ÁRNASON Mikilvægt er að skattborgararnir borgi ekki allt saman eftir að áætlanir bíða skip- brot, segir Mörður Árnason um Vaðlaheiðargöng. FRÉTTABLAÐIÐ/ EVRÓPUSAMBANDIÐ Sjávarútvegs- ráðuneytið segir að ákvæði í nýrri reglu- gerð ESB þar sem einstökum aðildar- ríkjum er heimilað að ákveða leyfilegt aflahámark fiski- stofna feli í sér tak- markaða undanþágu frá meginreglum ESB. Ráðuneytið mótmælir fréttum af því að þessi ESB-reglugerð styðji við samningskröfur Íslands í aðild- arviðræðum við ESB eins og fram kom í fréttum Fréttablaðsins í síð- ustu viku. Í yfirlýsingu ráðuneytisins af þessu tilefni segir að reglugerðar- heimildin sé meðal annars háð því að í hlut eigi óverulegir hagsmun- ir. Það eigi ekki við um botnfisk- afla við Ísland, hvort sem litið sé til íslenskra hagsmuna eða heildar- hagsmuna sjávarútvegs í Evrópu. Þá hafi ESB aðeins heimilað beit- ingu þessa ákvæð- is í sex tilvikum þar sem heildarveiði úr hverjum stofni sé innan við 5.000 tonn á ári. Eins sé beit- ing heimildarinnar háð því að ekki hafi legið fyrir vís- indaleg ráðgjöf um nýtingu stofns- ins, sem ekki eigi við um veiði í íslenskri lögsögu. Heimildin hafi verið innleidd í til- raunaskyni og sé háð því að farið sé að lögum og reglum ESB að öðru leyti. Eins nefnir ráðuneytið að umsókn Íslands um aðild að ESB sé bundin því skilyrði að Ísland haldi fullveldisrétti í 200 mílna lögsögu. - pg Sjávarútvegsráðuneyti sendir frá sér yfirlýsingu: Rangt að ESB-reglugerð nýtist í aðildarviðræðum OBAMA Í GERVI MJALLHVÍTAR Í Valencia á Spáni er ár hvert kveikt í skopstyttum af ýmsum helstu leiðtogum Spánar og heimsins. Þarna má sjá Bandaríkjaforseta í gervi teiknimyndafígúru. NORDICPHOTOS/AFP ATLANTA, AP Yfirvöld í Georgíu í Bandaríkjunum hafa hætt við allar dauðarefsingar í ríkinu eftir að lyf sem notað er til að taka fanga af lífi var gert upptækt. Stutt er síðan hætt var að fram- leiða lyfið í Bandaríkjunum og segir talsmaður bandaríska lyfja- eftirlitsins (FDA) grun leika á því að lyfið sem nú er notað sé ólög- legt. Engar dauðarefsingar verða í ríkinu fyrr en lausn hefur feng- ist á málinu. - eeh Lyf til aftöku gert upptækt: Engar dauða- refsingar í bili Gripahús með íbúðaskatt Bæjarráð Akranes hefur, að beiðni Hestamannafélagsins Dreyra, sam- þykkt að fasteignagjöld á hesthús félagsmanna verði ekki áfram lögð á eins og um iðnaðar- og atvinnu- húsnæði sé að ræða heldur verði álagningin eins og á íbúðarhúsnæði. Þetta á að gilda um allt gripahúsnæði í eigu einstaklinga. AKRANES

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.