Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2011, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 17.03.2011, Qupperneq 18
17. mars 2011 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is EFNAHAGSMÁL Nýbirtir þjóðhags- reikningar sýna að meiri slaki hefur verið í þjóðarbúskapnum en ráð var fyrir gert. Í stað 2,7 pró- senta samdráttar landsframleiðslu árið 2010 sýna tölur Hagstofunnar 3,5 prósenta samdrátt. Á kynningarfundi Seðlabankans á vaxtaákvörðun peningastefnu- nefndar bankans kom þó fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðal- hagfræðings bankans, að fjárfest- ing kynni að vera vanmetin í tölum Hagstofunnar. Samdráttur kynni því að verða nær spá Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabank- ans ákvað að halda vöxtum bank- ans óbreyttum. „Vextir á viðskipta- reikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25 prósent, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0 pró- sent, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25 prósent og daglána- vextir 5,25 prósent,“ segir í yfirlýs- ingu nefndarinnar. Bent er á að verðbólga mælist nú 1,9 prósent og útlit fyrir að hún verði heldur meiri á næstunni en áður hefur verið spáð, þrátt fyrir vísbendingar um veikari efnahags- umsvif. „Þetta skýrist í meginat- riðum af mikilli hækkun hrávöru- og olíuverðs á alþjóðamörkuðum. Horft til lengri tíma ætti þessi framvinda ekki að hafa neikvæð áhrif á verðbólguhorfur meðan langtíma verðbólguvæntingar og launaþróun verða ekki fyrir áhrif- um. Skammtíma verðbólguvænt- ingar hafa hins vegar risið að und- anförnu. Eigi að síður er sem fyrr gert ráð fyrir að verðbólga verði undir verðbólgumarkmiðinu á næstu mánuðum áður en hún tekur að nálgast það á ný,“ segir í yfir- lýsingunni. Þá kom fram í máli Más Guð- mundssonar seðlabankastjóra á fundinum að í bankanum stöldruðu menn við veikara gengi krónunn- ar. „Ekki er hægt með óyggjandi hætti að segja til um hvort hún er tímabundin,“ sagði hann, en gengi krónunnar hefur lækkað um sem nemur einu prósenti frá fundi pen- ingastefnunefndar í febrúar og um 5,5 prósent frá því að gengið var sterkast í nóvember. Í yfirlýsingu peningastefnu- nefndarinnar segir að nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála, verð- bólgu og gengisþróun gefi nokkuð misvísandi leiðsögn um þörf fyrir breytt aðhald peningastefnunnar. „Óvissa vegna fyrirhugaðrar þjóð- aratkvæðagreiðslu um Icesave- samninginn og sú staðreynd að áætlun um losun gjaldeyrishafta hefur enn ekki verið lokið að fullu gefur tilefni til sérstakrar aðgæslu um þessar mundir,“ segir þar. olikr@frettabladid.is 1,4 MILLJARÐAR KRÓNA eru almenn útlán Íbúðalánsjóðs í febrúar. Þetta er jafnhá upphæð og sjóðurinn lánaði í mánuðinum á undan. Útlánin hafa verið nokkuð undir því sem almennt gerist, samkvæmt Greiningu Íslandsbanka. Ró færðist yfir hlutabréfamarkaði í Asíu í fyrrinótt eftir hrun í kjöl- far náttúruhamfara þar fyrir viku. Nikkei-vísitalan hækkaði um tæp 5,7 prósent í gær en hafði fallið um tæp tuttugu prósent á fjórum dögum. Reuters-fréttastofan hefur eftir fjármálasérfræðingum að á mánu- dag og þriðjudag hafi 445 millj- arðar jena, jafnvirði 72 þúsund milljarða króna, þurrkast út af jap- önskum hlutabréfamarkaði. Þetta er þó smáræði í samanburði við hliðaráhrifin, eignatjón og fram- leiðslutap hjá stórum tækni- og iðnfyrirtækjum á borð við Toyota. Það getur leitt til skorts á vara- hlutum í tæknivörur og bíla víða um heim. Japanski seðlabankinn hefur gripið til þess ráðs að dæla 55 þús- und milljörðum inn í hagkerfið, jafnvirði áttatíu þúsund milljarða króna, til að koma því í gang á ný. Kyohei Morita, aðalhagfræð- ingur breska fjármálafyrirtækis- ins Barclays Capital í Japan, sagði í samtali við AP-fréttastofuna í gær heildartjón Japana af völdum náttúruhamfaranna kunna að jafn- gilda þremur prósentum af lands- framleiðslu Japana. - jab Náttúruhamfarir hafa mikil áhrif á hagkerfi Japans: Gæti leitt til skorts á varahlutum í bíla MARKAÐURINN Í BAKGRUNNI Íbúar Tókýó óttast geislavirkni frá Fukushima- kjarnorkuverinu. Mörg erlend fjármála- fyrirtæki hafa sent starfsmenn sína úr landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BM Vallá hagnaðist um 45,5 millj- ónir króna í fyrra. Tekjur námu tæpum 1,3 milljörðum króna. Samanburðartölur frá fyrra ári eru ekki til. BM Vallá fór í greiðslustöðv- un í febrúar í fyrra. Reynt var að endurfjármagna fyrirtækið og semja við lánardrottna. Það tókst ekki og í maí var félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Í kjölfarið skiptu kröfuhafar eignum félagsins á milli sín. Arion banki, sem var helsti lánardrottinn BM Vallár, tók stærstan hluta fyrirtækisins. Eignarhlutur bankans í endur- skipulögðu félagi með sama nafn og áður heyrir nú undir Eigna- bjarg. Eignir BM Vallár nema rúmum 1,5 milljörðum króna og eru skuld- ir 1,1 milljarður. Til samanburðar námu þær í kringum ellefu millj- örðum króna áður en fyrirtækið fór í þrot í fyrra. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins nemur nú 29 pró- sentum, að því er fram kemur í uppgjöri. - jab Endurreist BM Vallá hagnaðist um 45 milljónir króna: Kröfuhafar gripu í taumana fyrir ári Setning - Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI Reykjavíkurborg - Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Framkvæmdasýsla ríkisins - Dagbjartur Guðmundsson, staðgengill forstjóra Reginn - Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Landsvirkjun - Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Siglingastofnun - Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Landsnet - Nils Gústavsson, deildarstjóri framkvæmda Orkuveita Reykjavíkur - Gísli Sveinsson, sviðsstjóri Veitna Vegagerðin - Rögnvaldur Gunnarsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Fundarstjórar: Orri Hauksson - Árni Jóhannsson Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um verklegar framkvæmdir Útboðsþing Verklegar framkvæmdir 2011 Grand Hótel Reykjavík, Gullteigur A Föstudagur 18. mars kl. 13:00 – 16:30 Skráning á www.si.is ÞÓRARINN G. PÉTURSSON OG MÁR GUÐMUNDSSON Fram kom á kynningarfundi vaxtaákvörðunar peningastefnunefndar í gær að nýbirtir þjóðhagsreikningar sýndu meiri slaka í þjóðarbúskapnum en ráð hefði verið fyrir gert. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óvissa kallar á aðgæslu Nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála gefa misvísandi leiðsögn um þörf á breyttu aðhaldi peninga- stefnu Seðlabankans. Í gær var kynnt ákvörðun peningastefnunefndar bankans um óbreytta stýrivexti. „Okkar mat er að þegar birt verður áætlun um afnám gjaldeyrishafta þá muni það hafa róandi áhrif á markaðina,“ segir Már Guðmundsson seðla- bankastjóri. Á kynningarfundi í Seðlabankanum í gær kom fram í máli Más að fyrstu skrefin í afnámi haftanna yrðu þannig að ekki reyndi á gjaldeyris- forða landsins. Þá myndu þau ráða miklu um hvernig næstu skrefum í afnámi hafta yrði háttað. Ekki yrði því um tímasetta áætlun að ræða, heldur muni hraði haftaafnámisns ráðast af endurmati stöðu og hvernig gengi að ná fyrirfram skilgreindum markmiðum. Birta átti áætlunina 11. þessa mánaðar, en henni var frestað um hálfan mánuð. Már vonast til að áætlunin verði birt á allra næstu dögum. Seinkun á birtingu skýrist að nokkru af því hversu margir koma að gerð áætlunar- innar. „Það er einmitt mjög jákvætt að þarna séu margir kokkar,“ segir Már, enda komi bestur matur úr eldhúsi þar sem er fleiri en einn kokkur. „Áætl- unin verður betri fyrir bragðið.“ Afnám gjaldeyrishafta ekki tímasett „Þetta er talsvert magn. Það er ekki víst hvort allir fá tölvurnar sem pöntuðu þær því við vitum ekki hvað margar koma til landsins,“ segir Bjarni Ákason, for- stjóri Eplis, umboðsaðila Apple hér á landi. Fyrirtæk- ið byrjaði að taka við pöntun- um þeirra sem vilja kaupa iPad 2-spjaldtölvuna skömmu eftir mánaðamótin og eru nú komnar yfir fjögur hundruð pantanir í hús. Bjarni segir þróunina hafa tekið risastökk í vikunni, hundrað pantanir hafi borist á þriðjudag og megi búast við að þær verði fleiri áður en yfir lýkur. Nýjasta kynslóð iPad-tölva kom á markað í Bandaríkjunum 11. mars síðastliðinn og seldist hún upp á mörgum stöðum. Tölvan verður seld samtímis í 25 löndum á föstudag í næstu viku og er Ísland þar á meðal. Óvíst er hvort Apple ytra nái að sinna öllum pöntunum, að sögn Bjarna. Nýju tölvurnar verða á sama verði hér og eldri gerðir. Flestar pantanir hljóða upp á 32 til 64 GB iPad-tölvu með 3G-stuðningi, sem kosta á bilinu 130 til 150 þúsund krónur. - jab 400 búnir að panta iPad 2: Hundrað bætast við á einum degi BJARNI ÁKASON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.