Fréttablaðið - 17.03.2011, Side 48

Fréttablaðið - 17.03.2011, Side 48
17. mars 2011 FIMMTUDAGUR32 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þú getur verið alveg rólegur, ég kom sjálfur með sígarettu. Partí? Hjá ykkur... á morgun? Tja, látum okkur sjá! Æ láttu ekki svona. Það verður nóg af hressu og skemmtilegu fólki! Einmitt, já... Planið var nú eiginlega að fara upp á fjall og horfa eftir sauðfénu, þannig að... Nei gleymdu því maður! Á morgun er það bara partí partí partí! Allt brjálað! Partí? Á morgun? Hjá ykkur? Jááá elskan mín! Taktu sveita- manninn þinn með og góða dansskó! Brilljant! Við mætum! En sko, ég á ekkert til að fara í! Það er bara betra! Sjáumst á morgun. Tataa! Við erum komnir! Hæ! Hvernig var veiðin? SEX, teldu þá, SEX feitir og flottir Fagmann- lega slægðir af mér. Þér? Hvar lærðir þú það? Í líffræði. Það kryfur enginn jafn marga froska og ég hef gert án þess að læra eitthvað af því. AAAARG! Við erum aftur of sein í skólann! Og ég gleymdi aftur að taka til nesti! En það er í lagi því við eigum hvort eð er ekki brauð eða ost! Það eina sem ég er góð í er að gleyma. LÁRÉTT 2. sæti, 6. ógrynni, 8. merki, 9. gifti, 11. skst., 12. fold, 14. transistor, 16. tveir eins, 17. hópur, 18. hamfletta, 20. frú, 21. óskert. LÓÐRÉTT 1. kjaft, 3. skammstöfun, 4. sand- grynning, 5. sjáðu, 7. lánsamur, 10. fát, 13. til sauma, 15. innyfla, 16. iðka, 19. fisk. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. of, 8. hak, 9. gaf, 11. no, 12. grund, 14. smári, 16. ææ, 17. lið, 18. flá, 20. fr, 21. allt. LÓÐRÉTT: 1. gogg, 3. eh, 4. sandrif, 5. sko, 7. farsæll, 10. fum, 13. nál, 15. iðra, 16. æfa, 19. ál. Ég þekki hjón sem gistu eitt sinn heila nótt í bílnum sínum uppi í Víkur- skarði með þremur ungum börnum. Fjöl- skyldan ætlaði sér yfir í næstu sveit yfir páskahelgina og lagði af stað í góðu veðri frá Akureyri. Það var líka gott veður í sveitinni þangað sem ferðinni var heitið, en í skarðinu lentu þau í blindbyl og sáu hvorki hvað sneri upp né hvað sneri niður. Björgunarsveit á snjóbíl bjargaði þeim í dagrenningu ásamt fjölda fólks sem einnig hafði eytt nóttinni í skarðinu. Fjölskyldunni varð ekki meint af, enda vel búin og nestuð. VÍKURSKARÐ er veðravíti á þjóðvegi 1. Þar uppi getur verið kolvitlaus bylur en logn og blíða sitthvoru megin við. Þegar ég sótti skóla á Akureyri í eina tíð átti ég leið um skarðið ófáar helgarnar. Foreldr- ar mínir hringdu þá jafnan um nærsveitir að leita eftir einhverj- um sem ég gæti verið í samfloti við yfir skarð- ið. Það var ekki ráðlegt að leggja á það einn. ÉG veit ekkert hvað kost- ar að ryðja þetta skarð á veturna. Ég veit heldur ekkert hversu margar ferðir á vetri eru farnar þangað upp eftir að bjarga vegfarendum sem fest- ast þar í snjóbyl, né hvað þær kosta eða hver borgar. Ég veit ekki hversu margir bílar fara þar út af snarbrattri hlíðinni á ári vegna hálku og ég hef ekki hugmynd um hversu margir metrar af vegriðum hafa verið settir þar upp, eftir að ein- hver bíllinn fór einmitt út af. Ég veit ekki hvað hallinn á veginum er margar gráður sitt hvoru megin niður af skarðinu né um hversu mörg prósent veggrip hjólbarða minnkar í rigningu, ísingu, snjó eða roki. ÉG veit heldur ekki nákvæmlega hversu margir bensínlítrar né hversu margar krónur sparast við að aka beinustu leið gegnum göng í Vaðlaheiði á jafnsléttu. Ég hef heldur ekki reiknað nákvæmlega hversu margar mínútur ég spara á ferð minni við það að aka í gegnum göngin. Ég veit ekkert hversu margir eru með eða á móti því að Vaðlaheiðargöng verði grafin yfirleitt. ÉG veit þó að sjálf mun ég fegin keyra þessi göng, verði þau að veruleika, og borga fyrir það toll. Ég hugsa að sá tollur verði alltaf lægri en hinn, það er sá toll- ur að þurfa að eyða nótt af páskafríinu í blindbyl uppi í skarði. Veðravíti á þjóðvegi 1 Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. nr. 106/2000 m.s.br. Borgarfjarðarbraut (50) um Reykjadalsá í Borgarbyggð Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulagsstofnun.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 18. apríl 2011. Skipulagsstofnun

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.