Fréttablaðið - 17.03.2011, Side 56

Fréttablaðið - 17.03.2011, Side 56
17. mars 2011 FIMMTUDAGUR40 bio@frettabladid.is Javier Bardem leikur aðal- hlutverkið í Biutiful sem verður frumsýnd á morg- un. Hann kemur úr mikilli leiklistarfjölskyldu og spil- aði eitt sinn með spænska landsliðinu í rúgbí. Spánverjinn Javier Bardem leik- ur aðalhlutverkið í Biutiful, sem kemur í bíó hérlendis á morgun á vegum Græna ljóssins. Biutiful er ástarsaga sem fjallar um Uxbal, þjakaðan tveggja barna föður sem þarf að takast á við alls konar erfiðleika. Myndin var til- nefnd til tvennra Óskarsverð- launa, sem besta erlenda myndin og fyrir besta leikarann í aðalhlut- verki. Hún er fyrsta myndin sem mexíkóski leikstjórinn Alejandro González Iñárritu sendir frá sér síðan Babel kom út fyrir sex árum. Javier Bardem fékk sína þriðju Óskarstilnefningu fyrir frammi- stöðu sína í Biutiful. Hann fæddist 1. mars 1969 í Las Palmas á Kan- aríeyjum. Móðir hans var leikkona og faðir hans stundaði viðskipti en þau hættu saman fljótlega eftir að hann fæddist. Skyldmenni Bard- ems voru flest hver í kvikmynda- bransanum og fljótlega varð ljóst að hann myndi leggja leiklistina fyrir sig. Auk móður hans voru afi hans og amma leikarar og frændi hans var handritshöfundur og leik- stjóri. Eldri bróðir hans og systir eru einnig leikarar. Bardem lék í sinni fyrstu kvik- mynd þegar hann var sex ára og í framhaldinu lék hann í mörgum sjónvarpsþáttaröðum. Hann próf- aði sig áfram sem málari en spilaði einnig rúgbí með spænska lands- liðinu áður en hann sneri sér alfar- ið að leiklistinni í byrjun tíunda áratugarins. Bardem vakti fyrst verulega athygli í myndinni Jamón, jamón árið 1992 þar sem hann lék á móti núverandi eiginkonu sinni, Pene- lope Cruz. Fyrsta enskumælandi myndin hans var Perdita Durango sem kom út 1997 og þremur árum síðar beindust augu heimsbyggð- arinnar að honum þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Before Night Falls. Eftir að hafa leikið í Coll- ateral á móti Tom Cruise og hinni vel heppnuðu The Sea Inside hlaut hann svo Óskarinn árið 2008 fyrir eftirminnilega frammistöðu sem geðsjúki morðinginn Anton Chig- urh í Coen-myndinni No Country for Old Men. Það var í fyrsta sinn sem Spánverji vinnur Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki. Fyrr á þessu ári varð hann jafn- framt fyrsti spænski leikarinn til að fá tilnefningu til Óskarsins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í Biutiful. Frægðarsól Bardems heldur áfram að hækka því hann hefur verið orðaður við hlutverk í næstu James Bond mynd auk þess sem hann leikur í næstu ræmu hins virta leikstjóra Terence Malick, sem hefur enn ekki fengið nafn. freyr@frettabladid.is Bardem er einn af átta leikurum sem hafa unnið Óskarinn, Bafta-, Critics´ Choice-, Golden Globe- og SAG-verð- launin fyrir sama hlutverkið (No Country For Old Men) 8 > LEIKSTÝRIR AFTUR Næsta leikstjórnarverkefni Drew Barry- more verður hin rómantíska How to Be Single, byggð á skáldsögu Liz Tucc- illo. Myndin fjallar um ástamál New York-búa á tíu ára tímabili. Fyrsta myndin sem Barrymore leik- stýrði, Whip It, hlaut góðar við- tökur og bíða menn því spenntir eftir næsta útspili hennar. Íslenskir kvikmyndahúsagestir geta valið úr fjór- um nýjum myndum um helgina, auk hinnar spænsku Biutiful. Anne Hathaway og Jake Gyllenhaal leika í róman- tísku gamanmyndinni Love and Other Drugs. Þar fer Gyllenhaal með hlutverk manns sem fær vinnu í lyfja- fyrirtæki og fetar sig fljótt upp metorðastigann, aðal- lega með því að beita persónutöfrum sínum á kvenfólk en einnig vegna nýs lyfs sem heitir Viagra. Ævintýramyndin Season of the Witch fjallar um riddarann Behmen (Nicolas Cage), sem snýr aftur til heimalandsins eftir krossferð til Jerúsalem en þegar heim er komið er Svarti dauði að ganga af þjóðinni dauðri. Kirkjan kennir göldrum um pláguna og skipar Behmen og Felson (Ron Perlman) að flytja unga konu sem er grunuð um að vera norn til afskekkts klaust- urs. Atli Örvarsson samdi tónlistina fyrir myndina. Í spennumyndinni Unknown leikur Liam Neeson mann sem kemst til meðvitundar eftir bílslys í Berl- ín. Hann uppgötvar að eiginkona hans þekkir hann ekki lengur og annar maður hefur yfirtekið líf hans. Þá fjallar teiknimyndin Mömmur vantar á Mars um hinn níu ára Milo, sem kemst að því hversu mikið hann þarf á mömmu sinni að halda þegar henni er rænt af Marsbúum. Viagra, norn og Marsbúar ÁSTFANGIN Ástir takast með Anne Hathaway og Jake Gyllenhaal í Love and Other Drugs. Það kom mörgum kvikmyndaáhuga- mönnum í opna skjöldu þegar leikstjórinn heimsfrægi Steven Soderbergh tilkynnti í vikunni að hann ætlaði að hætta í bransanum. „Þegar þú sérð íþróttamenn spila einum eða tveimur tímabilum of lengi verður það frekar sorglegt,“ sagði Soderbergh, sem hefur ekki sömu ástríðuna fyrir kvikmyndagerð og áður. Soderbergh, sem er 48 ára, varð yngsti leikstjórinn til að vinna Cannes- verðlaunin þegar hann sigraði árið 1989 með myndinni Sex, Lies and Videotape. Segja má að árið 2001 hafi verið hápunkt- ur hans á ferlinum því þá var hann til- nefndur til Óskarsins fyrir tvær myndir á sama tíma, Traffic og Erin Brockovich. Á meðal annarra þekktra verka hans eru Ocean’s-myndirnar, Out of Sight og tvær myndir um Che Guevara. Fjórar myndir koma úr smiðju Soder- berghs áður en hann hverfur af sjón- arsviðinu sem leikstjóri. Fyrst kemur hasarmyndin Haywire með Antonio Banderas og Ewan McGregor í aðalhlut- verkum og síðar á árinu er væntanlegur tryllirinn Contagion með Kate Winslet og Jude Law. Soderbergh á eftir að taka upp tvær myndir, annars vegar mynd um ævi tónlistarmannsins Liberace og hins vegar The Man from U.N.C.L.E. með George Clooney. Soderberg hættir að leikstýra ÁSTRÍÐAN HORFIN Leikstjórinn Steven Soderbergh ætlar að hætta að leikstýra. Spænskur brautryðjandi Dagur heilags Patreks er í dag og af því tilefni gerði breska blaðið Metro lista yfir þá fimm leikara sem höfðu versta írska hreiminn sem heyrst hefur á hvíta tjaldinu. Efstur á lista er Tommy Lee Jones í hlutverki Ryans Gaerity í hasarmyndinni Blown Away. Þar lék Jones brjálaðan írskan sprengjusérfræðing sem flúði úr fangelsi og ákvað að hrella með- limi sprengjusveitar lögreglunn- ar í Boston þar sem persóna Jeff Bridges var fremst í flokki. Í öðru sæti yfir versta hreim- inn lenti Skotinn Gerard Butler fyrir hlutverk sitt í dramanu PS I Love You þar sem hann lék á móti Hilary Swank. Töluvert grín var gert að Butler fyrir írska hreim- inn og svo virðist sem skoskur uppruni hans hafi eitthvað rugl- að hann í ríminu. Richard Gere lék fyrrver- andi meðlim IRA, Declan Mul- queen, í myndinni The Jackal á móti Bruce Willis. Írski hreimurinn vafðist ítrekað fyrir Gere, sem var hreinlega úti á þekju í hverju atriðinu á fætur öðru. Hjartaknúsarinn Brad Pitt lék norður-írskan meðlim IRA í The Devil’s Own og þótti engan veg- inn ná tökum á hreimnum. Hann sýndi mun betri takta í Snatch og sannaði þar að hann getur vel brugðið sér írska gírinn. Í fimmta sætinu lenti svo Sean Connery í Disney-mynd- inni Darby O’Gill and the Little People sem kom út 1959. Hreimur persónunnar Michaels McBride þótti afleitur enda var Connery fljótur að hrista hann af sér sem njósnari hennar hátignar, 007, þremur árum síðar. Versti hreimurinn FÁ LÉLEGA UMSÖGN Gerard Butler, Richard Gere og Tommy Lee Jones eru í efstu sætunum með versta írska hreiminn. GÓÐUR LEIKARI Javier Bardem leikur aðalhlutverkið í Biutiful. Hann hefur hlotið ein Óskars- verðlaun og verið tilnefndur tvisvar til viðbótar. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.