Fréttablaðið - 31.03.2011, Side 4

Fréttablaðið - 31.03.2011, Side 4
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR4 Rangt var farið með nafn tónlistar- konunnar Ninnu Rúnar Pálmadóttur í umfjöllun um Músíktilraunir í blaði gærdagsins. LEIÐRÉTTING Vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um fjarveru Jóns Bjarnasonar, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, á fundi Samtaka atvinnulífsins og Lands- sambands íslenskra útvegsmanna vill Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytinu, koma eftirfarandi á framfæri: „Undirritaður tók fram í samtali við fréttamann Fréttablaðsins í gær að engar upplýsingar lægju fyrir um fund þennan í ráðuneytinu. Það er rétt enda er nú staðfest að um óformlegan fund var að ræða sem ekki var boðaður eða bókaður með venjubundnum hætti. Jafnframt hefur forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir komið þeim upplýsingum til upplýsingafulltrúa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytis að Jón Bjarnason hafi þegar á laugardag boðað lögmæt forföll frá mætingu á nefndan fund vegna ráðherrafundar í Kaupmannahöfn. Óstaðfestar fréttir Fréttablaðsins um að fjarvera sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra hafi komið öðrum ráðherrum á óvart eiga því ekki við rök að styðjast.“ Athugasemd ritstjórnar: Fréttablaðið hefur traustar heimildir fyrir frétt sinni og stendur við hana. ATHUGASEMD Skilafrestur framlengdur Innanríkisráðuneytið gefur Mosfells- bæ mánaðar viðbótarfrest til að skila skýringum á því hvernig 246 milljóna króna sjálfskuldarábyrgð sem bærinn gekkst í fyrir fyrirtækið Helgafellsland samræmist sveitarstjórnarlögum. MOSFELLSBÆR VIÐSKIPTI Framtakssjóður Íslands skilaði 700 milljóna króna hagn- aði á síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu. Heildar- eignir sjóðsins námu um 5,6 milljörðum króna í lok ársins og eigið fé var 4,9 milljarðar. Eina hlutabréfaeign sjóðsins í lok árs var hlutur sjóðsins í Ice- landair Group. Í byrjun árs 2011 bættust svo Icelandic Group, Skýrr, Vodafone, Húsasmiðjan og Plastprent í hópinn. Hagnaður Framtakssjóðsins skýrist aðallega af þeim árangri sem náðist í rekstri Icelandair á síðasta ári. - bj Afkoma Framtakssjóðs góð: Hagnaðurinn 700 milljónir Á FLUG Jákvæð afkoma Framtakssjóðs- ins skýrist einkum af góðum árangri í rekstri Icelandair Group á síðasta ári. Sameining rædd Fulltrúar sveitarstjórnar Bæjarhrepps og Húnaþings vestra hittust nýlega á Hvammstanga og ræddu þar ítarlega um hugsanlega sameiningu sveitar- félaganna. Ákvörðun um næstu skref liggur ekki fyrir. HRÚTAFJÖRÐUR FÍLABEINSSTRÖNDIN Hermenn hlið- hollir Alassane Ouattara, sem sigraði í nýlegum forsetakosning- um á Fílabeinsströndinni, hafa tekið stjórnina í höfuðborg lands- ins. Borgarastyrjöld hefur ríkt í landinu eftir að Laurent Gbagbo, sem var forseti landsins, tapaði í forsetakosningum og neitaði að fara frá. Mikill fjöldi fólks hefur flúið átökin, og er talið að um ein millj- ón íbúa hafi flúið heimili sín vegna þeirra. Nærri 500 manns eru talin hafa látist í átökunum. - bj Barist á Fílabeinsströndinni: Milljón manns sögð á vergangi LONDON, AP Utanríkisráðherra Líbíu, Moussa Koussa, kom til London í gær og tilkynnti að hann hefði yfirgefið ríkisstjórn Múammars Gaddafí, að því er talsmaður bresku ríkisstjórnar- innar skýrði frá í yfirlýsingu. Sagt er að Moussa Koussa sé afar ósáttur við árásir líbíska hersins á óbreytta borgara í landinu. - gar Utanríkisráðherra Líbíu fer: Stunginn af frá Gaddafí ofursta GENGIÐ 30.03.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,2504 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,7 115,24 184,15 185,05 161,4 162,3 21,641 21,767 20,484 20,604 18,074 18,18 1,3801 1,3881 181,04 182,12 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is KJARAMÁL Ríkisstjórnin mun í dag kynna víðtæka aðgerðaáætlun til að örva atvinnu- og efnahagslíf landsins. Með því er leitast við að svara kröfum aðila vinnumark- aðarins og liðka um fyrir kjara- viðræðum milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA). Forsætisráð- herra segir að þar verði ekki kveð- ið á um breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu. Forsvarsmenn ASÍ og SA hittu forsætisráðherra og fjármálaráð- herra á fundi í gær og sagði Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, að fundi loknum að menn væru orðn- ir óþreyjufullir eftir útspili stjórn- valda um grundvöll fyrir kjara- samningum til þriggja ára. „Við þurfum innspýtingu í hag- kerfið til að skapa störf. En við höfum ekki fengið skýr svör um það hvernig stjórnvöld ætla að skuldbinda sig til að stuðla að við- snúningi í atvinnulífinu.“ Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, sagði að þeir myndu nú bíða eftir að sjá hvað fælist í aðgerðaáætlun stjórn- arinnar, sem kynnt verður eftir hádegi eftir annan fund með stjórnvöldum. „Við vonum að það verði eitt- hvað þar um það sem við höfum verið að tala um, þar á meðal sjávarútvegsmál, gjaldeyris- höft og fleira sem við viljum sjá breytast.“ Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra sagði þó að ekki væri að vænta neins um sjávarútvegs- málin í áætluninni. „Þetta hefur verið eitt aðal- vandamálið frá upphafi og við létum vita af því strax að við teld- um ekki skynsamlegt að tengja niðurstöðu í sjávarútvegsmálum við kjarasamningaumræðurnar.“ Jóhanna vildi ekki tjá sig um einstaka þætti en sagði að aðgerðapakkinn yrði víðtæk- ur og fjallaði meðal annars um fjárfestingar, framkvæmdir, skattamál og fleira. Þó vildi hún geta þess að ekki hefði staðið neitt upp á stjórnvöld í þessum kjaraviðræðum. Jóhanna segir að ríkisvaldið hafi ekki komið af jafnmiklum krafti að kjarasamningum og nú og það muni taka á í ríkissjóði, en það sé líka mikið í húfi fyrir stöð- ugleika til þriggja ára. Spurð sagði Jóhanna að henni þætti líklegt að verkalýðshreyf- ingin og atvinnurekendur gætu náð saman um þriggja ára samn- inga eftir fundinn í dag. „Ef menn ætla ekki að láta fisk- veiðistjórnunarkerfið þvælast fyrir, þá er þetta það mikill og stór pakki og svo stórt útspil af hálfu ríkisvaldsins að það væri engin sanngirni í öðru en að þeir fallist á það.“ thorgils@frettabladid.is Fiskveiðikerfið ekki í aðgerðapakkanum Ríkisstjórnin kynnir í dag aðgerðapakka til að höggva á hnútinn í kjaraviðræð- um. Mun kveða á um framkvæmdir, skattamál og fleira til að örva efnahags- lífið. Forsætisráðherra segir þó að ekki verði kveðið á um sjávarútvegsmál. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 19° 16° 9° 15° 9° 9° 9° 21° 16° 20° 10° 28° 2° 16° 22° 3°Á MORGUN Sums staðar strekkingur um tíma. LAUGARDAGUR Fremur hægur vindur víða um land. 2 34 3 23 5 6 4 3 7 7 6 7 6 3 3 4 4 4 1 6 5 5 3 2 4 3 7 2 8 3 VÆTUTÍÐ verður víða um land næstu daga en þó sést til sólar inn á milli. Sunnan- og vestanlands verður nokkuð bjart um tíma í dag og á norðausturhorninu verður bjart með köfl um á morgun og laugardaginn. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður BÍÐA EFTIR PAKKANUM Stjórnvöld munu kynna aðgerðapakka til að liðka fyrir kjara- viðræðum og blása í glæður efnahagslífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Stjórnvöld ráðgera ekki að fara í stórfelldar breyt- ingar í skattamálum á næsta ári. Þetta kom fram í svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Ólafar Nordal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á þingi síðastliðinn mánudag. Ólöf vísaði í frétt Fréttablaðsins um yfirstandandi úttekt fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á skattkerfi landsins. Spurði hún því hvort til stæði að hækka virðisaukaskatt, tekju- skatt einstaklinga eða eldsneytis- skatt. Ekki væri svigrúm til frek- ari skattahækkana á fjölskyldur. Steingrímur svaraði því ekki beint en sagði að þörf væri á því að „uppfæra íslenska skattkerfið“, meðal annars með lækkun trygg- ingargjalds, sem var hækkað veru- lega til að mæta kostnaði þegar atvinnuleysi jókst. „Sá skattstofn sem ég tel að hvað mikilvægast væri að geta sem fyrst lækkað er tryggingargjald- ið. [...] Eðlilega standa kröfur til þess frá atvinnulífinu að um leið og atvinnuleysið minnkar verði gjöldin þar lækkuð.“ AGS mun ljúka úttekt sinni í vikulok og að sögn Steingríms verður skýrsla hans gerð opinber í maí eða byrjun júní. - þj Fjármálaráðherra segir mikilvægt að lækka tryggingargjaldið: Engar meiri háttar skattabreytingar VILL LÆKKA TRYGGINGARGJALDIÐ Fjármálaráðherra segir engar stórar breytingar á skattkerfinu fram undan. Mikilvægt sé að lækka tryggingargjald. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.