Fréttablaðið - 31.03.2011, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 31. mars 2011 11
* Endurgreiðslan er 4,29% m.v. 232,9 kr. lítraverð
á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu hjá Shell
og 3,46% m.v. 231,4 kr. lítraverð á 95 oktana
bensíni hjá Orkunni. Sú endurgreiðsla jafngildir
10 kr. á lítra hjá Shell og 8 kr. á lítra hjá Orkunni.
Ódýrara eldsneyti
fyrir e-korthafa í dag
Í dag er 10 króna endurgreiðsla á stöðvum Shell og 8 króna
endurgreiðsla hjá Orkunni fyrir e-korthafa.*
Einnig er sama endurgreiðsla af öllum vörum í verslun
Endurgreiðsludagur e-kortsins
Þú færð e-kortið í Arion banka.
Farðu á arionbanki.is og kynntu þér kosti e-kortsins.
Endurgreiðslan er greidd út með ávísun í byrjun desember ár hvert.
ALÞINGI „Þetta er ævaforn mantra
sem er til þess fallin að glæða
með okkur hugrekki, eldmóð og
staðfestu. Hún virkar í dagsins
önn,“ segir listamaðurinn Þorlák-
ur Kristinsson Morthens, betur
þekktur sem Tolli.
Hann gaf þingflokksformönnum
á Alþingi í gær innpakkaða hljóð-
upptöku af flutningi trúarleiðtog-
ans Dalai Lama á möntru ásamt
texta hennar, íslenskri þýðingu og
merkingu. Mantran er úr Rigveda-
ritunum, safni söngva frá því um
1500 til 500 fyrir Krist. Þetta eru
elstu og helgustu rit Indverja.
Tolli bendir á að flutningur
Dalai Lama á möntrunni sé sér-
stakur. Alla jafna flytji hann
möntrur úr tíbetskum búddisma.
Þessi er hins vegar á sanskrít.
Það skilyrði fylgir möntrunni að
hana má ekki selja.
Hann segir möntruna leið til
hamingju og kærleika. „Við getum
stungið hausnum í sandinn og
verið reið. Það er val. Ef þú velur
leið fyrirgefningar og stígur inn
í kærleikann muntu upplifa stór-
kostlega hluti,“ segir Tolli. „Ég
hef notað þetta og hún svínvirkar.“
- jab
Tolli gaf þingflokksformönnum möntru sem á að leiða þá úr bölsýni í kærleika:
Við höfum val út úr reiðinni Ég hugleiði hina guðlegu veru og
gef mig á vald henni sem í býr
viljastyrkur, þekking og athöfn, ég
bið til hinnar guðlegu veru sem
kemur fram í ilmi lífsblómsins og
nærir að eilífu lífsins jurt. Megi
lávarður lífsins losa mig undan
áþján líkamlegra, sálrænna og
andlegra skaðvalda líkt og natinn
garðyrkjumaður. Megi lávarður
ódauðleikans sem býr hið innra
frelsa mig frá hrörnun dauðans
og veikindum og sameina mig
ódauðleikanum.
Nánar má fræðast um möntruna á
Facebook-síðunni Mantra Íslands.
Mantran
MANTRAN SKIPTIR UM HENDUR
Listamaðurinn Tolli hefur ástundað
búddisma um nokkurra ára skeið. Hann
segir möntru sem hann gaf þingflokks-
formönnum svínvirka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Nær þrjátíu milljóna sekt
Héraðsdómur Reykjaness hefur
dæmt mann í sjö mánaða fangelsi,
skilorðsbundið í þrjú ár, og til að
greiða rúmlega 28 milljóna króna
sekt fyrir meiri háttar brot á skatta- og
bókhaldslögum. Brotin voru framin í
rekstri einkahlutafélagsins F.H. Verk
þar sem maðurinn var framkvæmda-
stjóri.
DÓMSTÓLAR
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært konu fyrir ofbeldisverk
og hótanir gagnvart starfskonu
barnaverndarnefndar Reykja-
nesbæjar á árunum 2008 og
2009.
Konan reyndi að kasta skó
og kertastjaka í starfskonuna,
sem hafði haft afskipti af henni
vegna skyldustarfa. Jafnframt
reyndi hún að slá hana og klóra
í andlit.
Nokkru síðar sló konan starfs-
konuna með krepptum hnefa í
höfuð og handlegg þar sem þær
voru í bifreið sem lagt var við
þjóðveginn. Loks er konan ákærð
fyrir að hrinda starfskonunni og
hóta að láta berja hana. - jss
Kona ákærð fyrir ofbeldi:
Kýldi starfs-
mann barna-
verndarnefndar
DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur karl-
maður hefur verið ákærður fyrir
stórfellda líkamsárás.
Manninum er gefið að sök að
hafa kýlt annan mann í andlit og
bringu og ýtt honum. Fórnarlamb-
ið féll við það aftur fyrir sig og
skall í jörðina. Hann hlaut blæð-
ingar inn í bæði miðeyru, lömun
hægra megin í andliti, áverka og
blæðingar í heila, brot á höfuð-
kúpu og heyrnarskerðingu.
Maðurinn krefur árásarmann-
inn um skaða- og miskabætur að
upphæð ríflega fjórar milljónir
króna. - jss
Krafinn um fjórar milljónir:
Höfuðkúpubrot-
inn eftir árás
BRETLAND, AP Læðan Smokey
þykir líkleg til að fá nafn sitt
skráð í Heimsmetabók Guinnes
eftir að mal þessa breska hús-
kattar mældist 73 desibel, sem er
svipað og í venjulegri sláttuvél
eða hárþurrku.
Smokey er tólf ára gömul
og segir eigandinn hana vera
símalandi. „Henni tekst einhvern
veginn að mala meira að segja
þegar hún er að éta,“ segir Ruth
Adams. Hljóðið er ekki ósvipað
og í afar háværri kurrandi dúfu.
Á Íslandi ber vinnuveitendum
að útvega starfsfólki sem vinnur
við hávaða sem nær 85 desibelum
heyrnahlífar. - bj
Köttur setur nýtt heimsmet:
Malar jafn hátt
og sláttuvél
HÁVÆR Malið í Smokey er um sextán
sinnum hærra en í öðrum húsköttum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP