Fréttablaðið - 31.03.2011, Side 26

Fréttablaðið - 31.03.2011, Side 26
Söngkonan Lily Allen og systir hennar Sarah Owen, opn- uðu nýlega eigin fataverslun í London sem ber nafnið Lucy in Disguise. Nú hafa þær bætt um betur og í júní fer í sölu ný fatalína þeirra systra sem byggir á kjólum í gömlum stíl. Fyrirtækið Sjávarleður hf. á Sauð- árkróki hefur um nokkurra ára skeið sérhæft sig í framleiðslu á roði fyrir alþjóðamarkað. Á undanförnum mánuðum hefur hlaupið mikill vöxtur í starfsemi fyrirtækisins sem hefur í kjölfar- ið þurft að breyta húsnæði sínu og fjölga starfsmönnum um meira en helming. „Það hefur orðið í kringum 85 prósenta aukning í framleiðslu þessa fyrstu þ r j á m á n - uði ársins ef miðað er við sama tíma í fyrra, þar sem eftirspurn- i n erlendis hefur stórauk- ist. Í kjölfar- ið höfum við fjölgað starfs- fólki úr tólf í þrjátíu í húsi,“ segir María Kristín Magnúsdóttir, markaðs- og sölustjóri hjá Sjávarleðri, og getur þess að með þessu áframhaldi þurfi að bæta við enn fleira starfsfólki. Sjávarleður er fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sig- ríðar Káradóttur og Gunnsteins Björns- sonar sem stofnuðu það árið 1995. Eftir að fyrirtækið hóf útflutn- ing fyrir nokkrum árum hafa mörg af þekkt- ustu tískuhúsum og -hönnuðum heims sóst eftir afurðum þess; Louis Vuitton, Dior, Jimmy Choo og Hugo Boss þar á meðal og síðast Sigerson Morrison, Brian Atwood og Kelly Locke. „Locke sendi fyrir skemmstu frá sér nýjar töskur í takmörkuðu upplagi að hluta unnar úr afurðum Sjávarleð- urs, sem ýmsar erlendar stórstjörnur hafa skartað, Emma Roberts, Sara Hyl- and, Michelle Rodriquez, Halle Berry og fleiri.“ María hefur ekki tölu á þeim öllum en segir standa til að reisa frægð- arvegg með myndum af þeim og vörunum í sumar í Gestastofu Sútarans, þar sem gestum og gangandi gefst að auki kostur á að kynnast verksmiðju fyrirtæk- isins. „Vonandi komum við bara öllum fyrir,“ segir hún og hlær. María segir þetta góða gengi vissulega mikið ánægjuefni. „Ég tek þó fram að þetta er mikil tarnavinna hjá okkur, oft vitum við ekki hvernig landið liggur nema nokkrar vikur fram í tím- ann,“ bendir hún á en bætir við að framtíðin sé engu að síður björt. roald@frettabladid.is Tískuhús vilja íslenskt roð Fyrirtækið Sjávarleður á Sauðarkróki er í örum vexti. Starfsmönnum hefur fjölgað um meira en helming til að anna eftirspurn frá út- löndum. Heimsþekkt tískuhús og -hönnuðir eru á meðal stærstu viðskiptavina. Jakkar frá Live&Love sem eru að hluta úr laxaroði frá Sjávarleðri. Sigerson Morrison eru nýbúnir að senda frá sér skólínu, sem er búin til úr strúts- skinni frá Sjávar- leðri. Ecofashion 2011 var yfirskrift sér- stæðrar tískusýningu í Kólumbíu. Á svipuðum tíma og fólk slökkti á ljósum sínum í tilefni jarð- artímans, „Earth Hour“, var haldin tískusýning í Cali í Kólumbíu. Tískusýningin kallað- ist Ecofashion og var haldin 26. mars. Þar voru sýndar flíkur, búnar til úr endurunnum efnum á borð við pappír, tappa og plast. Tilgangur sýningarinnar var að minna fólk á umhverfisvernd. Gömul tímarit og filmur má nýta í ýmislegt, til dæmis glæsilega kjóla.Brúðarkjóll úr endurunnu efni. Endurunnin tíska María Kristín Magnúsdóttir hjá Sjávarleðri. Sara Hyland, úr Modern Family, með veski frá Kelly Locke. Emma Roberts með veski frá Kelly Locke. Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi Firði Hafnarfirði S: 555-4420 S K Ó H Ö L L I N Flottir skór á fínu verði 13.995 kr15.995 kr 9.995 kr Litir. Gráir og svartir 11.995 kr 11.995 kr 11.995 kr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.