Fréttablaðið - 31.03.2011, Page 38

Fréttablaðið - 31.03.2011, Page 38
4 ● húðfl úr Í Bleksmiðjunni eru húðflúr unnin upp úr ferskum hugmyndum og áður óbirtum teikningum. „Enn sem fyrr láta harðsvíruðustu töffarar húðflúra sig með mynd af mömmu og einn lét flúra á sig mynd af foreldrum sínum á barns- aldri hringinn í kringum kálfann, sem kom æðislega út,“ segir húð- flúrmeistarinn Ingólfur P. Heim- isson sem ásamt Sigrúnu Rós Sig- urðardóttur opnaði Bleksmiðjuna í Skipholti síðasta sumar. „Sigrún kom til mín í húðflúr fyrir fimm árum og það var ást við fyrstu sýn. Hún falaðist eftir að komast að sem lærlingur hjá mér, en ég hafði enga sérstaka trú á henni fyrr en ég sá teikningarn- ar hennar og varð frá mér numinn,“ segir Ingólfur sem sjálfur hefur húðflúrað Íslendinga í tylft ára. „Þetta er besta starf í heimi. Bæði hvað varðar eilífðina á verk- unum og líka einlæga ánægju, því margir fara út hoppandi af gleði eftir að langþráður draumur hefur ræst,“ segir Ingólfur sem, eins og Sigrún, hefur lært myndlist frá unga aldri en bæði ákváðu að hefja feril á sviði húðflúrs í stað olíumál- verka. „Við trúum bæði á húðflúr og hvernig það breytist með ár- unum er heillandi. Nú velur fólk sér ekki lengur myndir úr möppu heldur kemur með eigin hugmyndir sem við vinnum svo úr,“ segir Ing- ólfur og bætir við að hugmyndirnar berist frá manni til manns, þegar fólk sjá húðflúr Bleksmiðjunnar á öðrum og langar í svipað. „En við gerum aldrei sama húð- flúr tvisvar. Húðflúr er persónu- legt og glatað að hitta aðra með eins húðflúr. Fólk vill sérhæfða hönnun og við eyðum jafn löngum tíma í hönnun hugmynda og það að húð- flúra,“ segir Ingólfur, en bæði eru þau Sigrún fullbókuð fram í júlí þótt alltaf sé hægt að koma í hug- myndavinnu og undirbúning. „Tvennt ber að hafa í huga þegar fólk fær sér húðflúr, en það er myndin og hvernig hún klæðir það. Nú er austurlenskur stíll vinsæl- astur, portrett af ástvinum og stór húðflúr sem þekja heilu líkams- partana. Áður fékk fólk sér húðflúr á upphandlegg en fannst svo eitt- hvað vanta og vill nú fullklára allan handlegginn, enda kemur það óneit- anlega miklu betur út.“ Ingólfur segir sjónvarpsþættina Miami Ink og LA Ink á Discovery hafa mikil áhrif á íslenska húðflúr- menningu því margir verði fyrir innblæstri þaðan. „Þá erum við alltaf að fá meira af eldra fólki inn og hingað hefur komið fólk eftir tilmæli frá lækni um að láta húðflúra yfir ljót ör. Þannig settum við átta húðflúr á konu sem bar mörg stór ör og var á sjötugsaldri,“ segir Ingólfur, en þess má geta að aldurstakmark í húðflúr er 18 ár. „Við viljum svo endilega skila þakklæti til viðskiptavina fyrir ein- stakar móttökur og því hversu opið það er fyrir nýjum hugmyndum og stærðum.“ Bleksmiðjan er í Skipholti 15. Sími 823 5757. Allir vilja einstakt húðflúr Ingólfur P. Heimisson og Sigrún Rós Sigurðardóttir, húðflúrmeistarar á Bleksmiðj- unni, felldu hugi saman þegar Sigrún kom í húðflúr til Ingólfs. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MótorSmiðjan Húðflúrráðstefnan og sölusýningin Sydney Tattoo and Body Art Expo fór fram í þriðja sinn í Sydney fyrir skemmstu. Sumir segja hana einn stærsta viðburðinn innan geirans. Í ár sóttu hana 320 húðflúrarar alls staðar að úr heiminum og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var samkoman ansi skrautleg. Húðflúrarinn Tony Cohen að störfum. NORDICPHOTOS/GETTY Listaverk til sýnis. Litrík samkoma Þessi unga dama var ófeimin við að sýna húðflúrin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.