Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2011, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 31.03.2011, Qupperneq 41
 • 9 Heimurinn er á hraðleið til helvítis og hvað gera þá allir heilvita öku- þórar? Jú, þeir skella upp kapp- akstursbrautum á brennandi rústum siðmenningarinnar og keppa síðan sín á milli um hver sé tæpastur á geði. Þetta er í raun plottið í Motorstorm Apocalypse. Apocalypse er fjórði leikurinn í Motorstorm-seríunni, ef PSP- leikurinn er talinn með, og hefur leikurinn þróast nokkuð í gegnum tíðina. Helsta breytingin sem menn munu taka eftir er að nú er boðið upp á sérstakan söguþráð, þrjá nánar tiltekið, þar sem kappakstur- inn er brotinn upp með kjánalegum teiknimyndum sem eiga að gefa innsýn í þennan klikkaða hóp öku- þóra, menningu þeirra, vinatengsl og svo framvegis. Menn spila sem nýliðinn, reyndi gaurinn og svo síðast sem goðsögnin, guðfaðirinn sem hóf þessa geðveiki. Þessi nýjung, að klína söguþræði í leik- inn, er svo sem ágætis hugmynd en gallinn er að sögurnar bæta engu við spilun leiksins, eru lítið meira en langur pirrandi hlaðskjár (e.þ. loading screen). Sem betur fer er Motorstorm Apocalypse í essinu sínu þegar kemur að sjálfum akstrinum. Það er kannski ekki í anda pólitískrar rétthugsunar að þeysa um á götum stórborgar sem hefur verið lögð í rúst í jarðskjálfta en það er andskoti gaman. Motorstorm Apocalypse er hraður, óreiðukenndur og ger- samlega truflaður á geði. Hann er kannski ekki hinn fullkomni kappakstursleikur en hann býður upp á upplifun sem er hreint ein- stök. Hvern hefur ekki dreymt um að takast á við móður náttúru á heiftarlegum túr? - vij POPPLEIKUR: MOTORSTORM APOCALYPSE MÓÐIR NÁTTÚRA Á TÚR Það er ekki hægt að þræta fyrir það að í Bioware-flokknum eru snillingar þegar kemur að því að búa til góða RPG-tölvuleiki sem skarta spennandi sögu, enda- lausum möguleikum í spilun og heillandi heimi sem leikmenn geta gleymt sér í tímunum saman. Það þarf ekki að gera annað en að líta á titla á borð við Mass Effect og Dragon Age Origins til að sann- færast um að Bioware kann sitt fag. Dragon Age Origins var góður leikur en allt of flókin saga, þunglamalegt bardagakerfi ásamt öðrum þáttum gerðu það að verkum að margir hreinlega týndu sér í leiknum og misstu áhugann. Til að taka á þessu hefur Bioware einfaldað leikinn mjög mikið. Bardagakerfið er einfaldara, sagan ekki eins yfirgnæfandi og öll umsýsla, sem fylgir hinum klassíska RPG-leik, er orðin mun einfaldari. Afraksturinn er sá að Dragon Age er mun straumlínulagaðri og því aðgengilegri. Þessi einföldun gæti þó hins vegar gert það að verkum að harðir aðdáendur fyrri leiksins munu snúa baki við þessari „léttari“ útgáfu. Svona rétt eins og menntasnobbarar myndu snúa baki við uppfærðri útgáfu af Hamlet með Dolph Lundgren í aðalhlutverki. Dragon Age II er leikur sem hefur alla burði til að soga upp heilu vikurnar af lífi leikmanna. Eðli leiksins er á þann veg að menn munu geta spilað oft í gegnum söguþráð leiksins og spilunin mun aldrei verða eins. Uppfærð grafíkvél og straumlínulagaðri spilun gerir það að verkum að RPG nýgræðingar ættu ekki að þurfa að stressa sig of mikið yfir því að hafa aldrei spilað Dungeons and Dragons eða lesið Tolkien. En það gæti þó hjálpað. - vij POPPLEIKUR: DRAGON AGE II ÓÞARFI AÐ HAFA LESIÐ TOLKIEN NIÐURSTAÐASPILUN GRAFÍK HLJÓÐ ENDING 4/5 4/5 3/5 5/5 NIÐURSTAÐASPILUN GRAFÍK HLJÓÐ ENDING 5/5 5/5 4/5 3/5 RÚSTIR Þegar allt er að fara til fjandans er alveg eins gott að efna bara til kappaksturs. SPURNING UM SIÐFERÐI Verður þinn Hawke Móðir Theresa eða Gaddafí? ÍS L E N SK A S IA .I S M S A 5 43 82 0 3 /1 1 100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN HLEðSLA ER KJÖRIN FYRIR ALLA ÞÁ SEM TREYSTA Á HOLLA OG UPPBYGGILEGA NÆRINGU EFTIR GÓðA ÆFINGU, LANGT HLAUP EðA MILLI MÁLA. ÞAð ER ENGIN TILVILJUN Að HLEðSLA ER EINN VINSÆLASTI PRÓTEINDRYKKURINN Á ÍSLANDI. HENTAR VEL FÓLKI MEð MJÓLKURSYKURSÓÞOL. NÚ EINNIG FÁANLEGUR Í FERNU WWW.MS.ISMJÓLKURSAMSALAN PRÓTEINDRYKKURINN SEM ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF Auglýsingasími
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.