Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2011, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 31.03.2011, Qupperneq 51
FIMMTUDAGUR 31. mars 2011 27 Pistlar Valgarður Egilsson læknir Það er kennt að nýr einstakling-ur sem til verður fái helming erfðaefnis síns frá hvoru foreldri. Þetta er ekki alltaf rétt. Hjá jurtum er dálítill hluti af erfðaefni frumunnar kominn ein- vörðungu frá kvenblóminu, móð- urjurtinni, jafnvel 4-5%. Þetta er sá DNA-hluti sem er í grænu- kornunum og hvatberum jurta- frumunnar. Grænukornin hafa í sér drjúgmikið af DNA. Í heild hefur kvenblómið kannski lagt til 52% af erfðaefni í frumum jurtarinnar en karlblómið þá 48 % (af heildar DNA-magni hverrar jurtafrumu). Í grænukorninu er blaðgrænan, undraefni sem nemur ljósið – bind- ur orku rauðra geisla sólarljóssins, en varpar grænum geislum frá sér. Hjá dýrum er sérframlag frá móð- urinni minna. Í dýrafrumunni er auð- vitað ekkert grænukorn en hvatber- arnir innihalda dálítinn DNA-stúf sem erfist einungis frá móður. Í frum- um karldýra kemur smá-litningur reyndar frá föður einungis, svokall- aður y-litningur. Fróðlegt er að skoða hvaða hlut- verki þetta sérframlag móður gegn- ir, þ e. erfðaefni hvatbera og grænu- korna. Hvatberar dýrafruma (þar með mannafruma) sjá um framleiðslu á mestum hluta háorku-sameinda, orkumyntinni ATP sem er gjaldgeng í öllum frumum veraldar, og verður einkum til við öndun (bruna) fæðu- efna. Hvatberar leggja til þorrann af því ATP sem líkaminn þarf – og að auki verður til varmi við öndunina (brennsluna). Móðurarfurinn gefur okkur þá nánast allan líkamsvarma okkar dýr- anna, og í jurtaríkinu leggur móður- arfur til öll grænukorn á jörðu. Undarlegt að engir vita upphaf líkamsvarma mannsins. Einungis frá okkar móður erfðalínur fornar rita. Lita jörðu grös og gróður græna – þegar vorið kemur – þegar ljósið lífið nemur. Erfist þetta allt frá móður. Allt hvað mæður góðar gjörðu gjöldum þakkir öðru fremur: allur varmi okkur borinn – allur litur grænn á jörðu. Það er þá ekki lítið framlag móður- innar. Í tungumálinu sér þessa nokk- ur merki: Jörðin, moldin, er kennd til móður, móðir jörð heitir hún, með gróðri, hlýju og öryggi. Hins vegar hefur orðið föðurland nánast pólitíska merkingu og jafnvel hernaðarlega merkingu. Patria, la patrie, Das Vaterland, fædrelandet. Jörðin er kennd við móður. Ríkið við föður. – Til móður verður rakinn: líkamsvarmi okkar – og allur litur grænn á jörðu. Framlag móður Undanfarna áratugi hefur ofbeldi í ýmsum myndum auk- ist í boltaíþróttum. Í fyrstu bar mest á þessu erlendis og þá meðal atvinnumanna, en nú er þetta orðið óhugnanlega algengt hér á landi. Við, sem stunduðum keppnis- íþróttir í handbolta, körfubolta eða knattspyrnu fyrir 40-50 árum, þekktum ekki þau bolabrögð sem nú tíðkast og má þá nefna andlitshögg, alvarleg olnbogaskot og gróf spörk í fætur með tilheyrandi meiðslum. Erlendis eru skýringar á auknu ofbeldi þær helstar, að laun og bón- usar atvinnumanna væru orðin svo há, að keppendur svífast einskis til að slá út hættulega andstæðinga og ná fram sigri. Nú er svo komið að ástandið hér er að verða jafn slæmt, þótt ekki sé hægt að kenna um háum launum. Fyrir skömmu komu fram í frétt- um tveir alvarlegir atburðir, sem eru m.a. tilefni þessarar greinar. Í þeim fyrri fengu fimm leik- menn rauða spjaldið og að auki tveir aðstoðarmenn á varamanna- bekkjum í innanhússknattspyrnu- leik tveggja Reykjavíkurliða, eða alls sjö rauð spjöld í einum leik! Í hinu tilvikinu sló stúlka keppi- naut sinn svo heiftarlega í andlitið í körfuboltaleik að þolandi lá eftir á vellinum. Stúlkan var að sjálfsögðu rekin út af, en fékk síðar aðeins tveggja leikja bann, þótt myndband sýndi greinilega vísvitandi, og að því er virtist, tilefnislítið brot, þar sem boltinn var hvergi nálægur! Hvað veldur, hvar er leikgleðin og hvaðan kemur þessi árásarhneigð? Margir benda á aukið ofbeldi í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þar sem hetjurnar berja andstæð- ingana sundur og saman á fólsku- legan hátt og þykir bara gott mál. Einnig er hugsanlegt að agaleysi ungmenna í dag eigi þátt í þessu, og/eða að aukinni áróðurstækni nútímans sé um að kenna. Getur verið að þjálfarar og aðrir liðstjórnendur hafi þannig þau áhrif að leikmenn líti á andstæðingana sem óvini, þar sem of margt er leyfilegt? Keppnisskap á ekki að afsaka svona framkomu og það er mikilvægt að þjálfarar og foreldr- ar stýri leikmönnum sínum í hita leiksins í öllum aldursflokkum. Það gleymist að þetta er leikur, sem á að laða fram það besta hjá keppendum. Hver sem ástæðan er, geta allir verið sammála um að slík fram- koma á ekki heima í íþróttaleikjum og nauðsynlegt er að setja strang- ari reglur til að vinna bug á þessu ofbeldi og agaleysi, sem því miður sést alltof oft í leikjum hérlendis. Nærtækast er að auka viðurlög við alvarlegum brotum, þannig að fólk fái t.d. sex leikja bann í stað tveggja eða þriggja leikja sem nú tíðkast. Við endurteknar brottvísan- ir mætti síðan útiloka viðkomandi í hálft eða heilt ár. Þetta mundi halda aftur af brota- vilja keppenda og auk þess mundu þjálfarar og aðrir liðstjórnendur væntanlega leggja meiri áherslu á prúðmannlega framkomu í leikjum. Ofbeldi í íþróttum Íþróttir Gerða S. Jónsdóttir fv. flugfreyja Ólafur Gíslason verkfræðingur Komdu og kynntu þér lausnir fyrir lántakendur Opið í öllum útibúum í dag til kl. 18 ús nnæðisH lá Íslenskt húsnæðislán 110% aðlögun húsnæðislána Erlent húsnæðislán Endurútreikningur eða höfuðstólslækkun Nýtt íslenskt húsnæðislán Sértæk skuldaaðlögun Það verður opið til kl. 18.00 í útibúum Íslandsbanka alla búnir að veita verður erindum.* Dæmi um úrræði í boði: Endurútreikningur erlendra húsnæðislána bilinu 25 til 40%. 110% aðlögun Sértæk skuldaaðlögun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.